Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 9

Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 9
minningar frá æfingum og keppni þessi ár. Þau eru nú orðin 30 og eiga vonandi eftir að veröa mörg enn! Það skapast mikil samkennd, bæði milli samherja og mótherja. Vinahópurinn, sem tengist íþróttunum, er orðinn stór.“ STJÓRNMÁLAÁHUGI MEÐ MÓÐURMJÓLKINNI ... - Knattleikir voru ekki eina áhuga- mál þitt... „Nei, ég tók snemma þátt margs konar félagsstarfi. Ég var í stjórn mál- funda- og skólafélaga og gekk í Félag ungra jafnaðarmanna 14 ára. Faðir minn og margir ættingjar voru jafnað- armenn. Það má segja að ég hafi drukkið í mig stjómmálaáhugann með móðurmjólkinni. En ég var langt frá því að vera alltaf sammála þeim í öllu. Þá var ég „uppreisnarkrati!" - Skólaganga þín og störf? „Ég var barnaskólaárin í Lækjar- skóla og fór svo í Flensborg. Sá skóli var á gagnfræðastigi þegar ég byrjaði en síðan var stofnuð menntadeild til stúdentsprófs. Ég var þar því 13-20 ára. Ég hóf nám í lögfræði en ákvað að fresta því um skeið þar sem ég hafði stofnað fjölskyldu. Þá gerðist ég lögreglumaður í Reykjavík og var það í 2 ár. Ég hafði raunar byrjað átján ára í því starfi, við afleysingar. Það var þroskandi og að sumu leyti skemmti- legt þó að skuggahliðar mannlífsins sýndu sig oft. SÁ UM UNGLINGAÞÁTT í ÚT- VARPI Síðan lærði ég stjórnmálafræði í eitt ár en hætti í henni - vildi fremur taka þátt í stjórnmálastarfi! Ég hafði þá líka hafið störf viö blaðamennsku og það fangaði mig gjörsamlega. Ég vann mest við dagblöð en dálítið hjá útvarpi og sjónvarpi. Sautján ára haföi ég séð um unglingaþátt í útvarpinu, Frá ýms- um hliðum - ásamt íslenskukennara mínum, Fljálmari Árnasyni. Það var fræðslu- og skemmtiþáttur sem fékk prýðilegar viðtökur. Við fórum víða um land með hljóónemann og tókum ung- linga tali. Við vorum líka með vin- sældalista. Þetta var frjálslyndur þáttur í tali og umbúnaði, líkari því sem nú gerist en þá var algengt. Efni fyrir ung- linga hafði einskorðast við Lög unga fólksins. Við fengum þúsund bréf eftir eina vikuna! Hann var kjörinn vinsæl- asti þáttur ársins í einhverri könnun, líklega hjá Vikunni." - Gerðist þú stjórmálamaður að at- vinnu eftir biaðamennskuna? „Þegar ég var þrítugur varð ég bæj- arstjóri í Hafnarfirði. Þá hafði ég verið í bæjarstjórn þar í fjögur ár. Ég gegndi því starfi í sjö ár, þar til ég varð heil- brigðisráðherra í fyrra.“ HEILBRIGÐIR LÍFSHÆTTIR - GÓÐUR ÁRANGUR - Sem bæjarstjóri studdir þú í- þróttastarf dyggilega ... Með meistaraflokki í ársbyrjun 1975. „GuðmundurÁrni var drjúgur fyrir FH-inga í þessum leik og skoraði m.a. fjögur mörk, “ sagði á íþróttasiðu. FH varð bikarmeistari þrjú ári röð 1975-1977, íslandsmeistari 1976. „Já, ég hef alltaf litið á gerð íþrótta- svæða sem æskulýðsmál og að hún væri til þess fallin að efla heilbrigði al- mennt. Ég beitti mér fyrir því að bæta aðstöðu til aö iðka margs konar íþrótt- ir og lagði áherslu á að við ættum skyldum að gegna við alla sem vilja stunda þær, ekki einungis þá sem sköruðu fram úr. Mönnum fannst í fyrstu nóg um en gagnrýnisraddir hljóðnuðu fljótt. Mér hefur orðið æ betur Ijóst með árunum hve þátttaka í íþróttum á barns- og unglingsárum er mikilvæg fyrir framtíð fólks, í starfi og leik. Þar æfist að keppa að ákveðnu marki og lærist að virða leikreglur og taka tillit til fólks. Þá skilst manni líka að góður ár- angur næst ekki nema lifað sé heil- brigðu lífi, valin holl fæða og forðast á- fengi og tóbak. Þeir lífshættir veröa ó- aðskiljanlegur hluti af íþróttaiðkun sem stunduð er af alvöru. Þessi jákvæði uppeldisþáttur verður seint ofmetinn. Við kona mín höfum alltaf fylgst vel með bömunum okkar í æfingum og keppni. Ég veit að mjög margir hafa áttað sig á hve mikilvægt er að styðja börn sín þannig. Það má sjá á öllum móturn." VINIR HAFNARFJARÐAR - Sigurður Sigurjónsson og Laddi sungu um vini Hafnarfjarðar á bæjar- stjóraárum þínum. Var það að þínu frumkvæði? íslandsmeistarar FH i 3. flokki 1972. Guðmundur Árni er annar frá vinstri i aftari röð. Hallsteinn Hinriks- son þjálfari er með piltunum. í ársbyrjun 1972 var t.a.m. þessi lýsing í dagblaði: „í FH-liðinu sýndi Guðmundur Stefánsson afburða leik. Auk þess að vera lykilmaður ispili liðsins skoraði hann tiu mörk.“ Æ S K A N 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.