Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 25
UM LIÐIN OG SKÓLANA
„ÞAÐ ÆTTI AD
BANNA HEIMANÁM!
Viö fengum krakkana til að svara
nokkrum spurningum um sjálfa sig, skól-
ann og námið. Og þá er að glugga í
svörin ...
LIÐ HAMRASKÓLA
Skólinn er í Grafarvogi í Reykjavík (R-
112). Hann tók til starfa 1991 þegar
skólahúsið hafði verið reist - en áður var
kennt í skúrum á lóðinni (útibú frá Folda-
skóla). Nemendur eru tæplega 400.
Skólastjóri er Valur Óskarsson, aðstoð-
arskólastjóri Svanhildur Agnarsdóttir
(sem leysir Elínu Önnu Antonsdóttur af í
barnsburðarleyfi).
Nafn: Halldór Gunnlaugsson
Stjörnumerki: Nautið
Eftirlætis-
íþróttagrein: Handknattleikur
íþróttamaður: Alonzo Mourning
íþróttalið: Charlotte Hornetts
Hefur lið frá Hamraskóla keppt í
íþróttum við lið úr öðrum skólum?
Já - og gengið ágætlega.
Nafn: Guðlaug Ósk Sigurðardóttir
Stjörnumerki: Nautið
Eftirlætis-
námsgrein: Enska
rithöfundur: Þorgrímur Þráinsson
Ijóðskáld: Matthías Jochumsson
Hve margir eru í 7. bekk Hamraskóla?
-37.
Hvað er gert í félagsstarfi skólans?
- Við getum verið í ýmiss konar tóm-
stundastarfi.
Hefur eitthvað sérstakt borið við í því
nýlega?
- Já, tónlistarkynning. Tónskáldin
Schubert og Rossini voru kynnt.
Stundar þú nám utan skólans?
- Já, tónlistarnám.
Nafn: Þórir Hrafn Gunnarsson
Stjörnumerki: Vatnsberinn
Eftirlætis-
tómstundaiðja: Að leika handknattleik
og stunda aðrar íþróttagreinar
leikari: Arnold Schwarzenegger
hljómsveit: Margar, t.d. U2
sjónvarpsefni: Ferðast um tímann
Hvað finnst þér erfiðast við að vera í
skóla?
- Að læra heima.
Hverju vildir þú breyta í skólastarfinu?
- Það ætti að banna heimanám!
Tekur þú þátt í félagsstarfi utan skól-
ans?
- Já, handbolta.
LIÐ HJALLASKÓLA
Skólinn er í austurhluta Kópavogs, við
Álfhólsveg. Hann tók til starfa haustið
1983. Nemendur eru um 620. Skólastjóri
er Stella Guðmundsdóttir, aðstoðar-
skólastjóri Hildur Hafstað.
Nafn: Edda Sif Aradóttir
Stjörnumerki: Hrúturinn
Eftirlætis-
tómstundaiðja: Að leika knattspyrnu og
stunda aðrar íþróttagreinar; tónlistar-
nám.
leikari: Tom Cruise
tónlistarmaður/hljómsveit: Bryan Ad-
ams, Ný dönsk o.fl.
Tekur þú þátt í félagsstarfi eða námi
utan skólans?
- Já, ég er í Tónmenntaskóla Reykjavík-
ur (leik á fiðlu) og æfi knattspyrnu með
UBK (besta félaginu!).
Nafn: Davíð Þorsteinsson
Stjörnumerki: Fiskarnir
Eftirlætis-
íþróttagrein: Knattspyrna, körfubolti
íþróttamaður: Siggi Sveins
íþróttalið: HK
Hefur lið frá Hjallaskóla keppt í íþrótt-
um við lið úr öðrum skólum?
- Já, og oftast unnið!
Tekur þú þátt í félagsstarfi utan
skólans?
- Já, ég æfi knattspyrnu með HK.
Nafn: Svandís Rún Ríkharðsdóttir
Stjörnumerki: Hrúturinn
Eftirlætis-
námsgreinar: Handmennt og enska
rithöfundur: Þorgrímur Þráinsson
Ijóðskáld: Steinn Steinarr, Davíð Stef-
ánsson frá Fagraskógi og Halldór Lax-
ness.
Hve margir eru í 7. bekk Hjallaskóla?
-69.
Hvernig er félagsstarfinu háttað?
- Það eru haldin „diskótek" og „opið
hús“ og allir í 6. og 7. bekk geta farið í
borðtennis eftir hádegi.
Hvað finnst þér skemmtilegast af því?
- „Diskótekin."
Hefur eitthvað verið gert undanfarið,
annað en „það venjulega"?
- Já, við tókum þátt í svokallaðri Menn-
ingarviku i Kópavogi fyrir nokkru og það
er ekki langt síðan við vorum í skíða-
ferðalagi.
Stundar þú nám utan skólans?
- Já, ég læri á píanó í Tónlistarskóla
Kópavogs.
Æ S K A N 2 5