Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 52
FRAMHALDSSAGA LESENDA:
OF VENJULEGT - EÐA...
/ 10. kafla lagði Hlíf af stað með hvítan hund (sem var í rauninni nornin
Dranda) áleiðis til móður hans, galdrakonunnar Fúgu. Hún átti að fara
gegnum Drunuskóg. Þar var hún bitin af slöngu og varð máttlaus. Hund-
urinn hljóp burt og slangan forðaði sér af því að einhver mannvera nálg-
aðist...
11. kafli
Ég sá ekki strax hver þetta var en
áttaði mig þó fljótt. Þetta var Kári,
strákurinn á hestinum!
„Er alit í lagi með þig?“ spurði
hann.
„Nei, reyndar ekki,“ sagði ég.
„Það beit mig slanga í fótinn. Fyrst
gat ég ekki hreyft mig en nú er bara
fóturinn dofinn."
„Við verðum að athuga það,“
sagði Kári áhyggjufullur.
„Ó,“ æpti ég, „hundurinn! Hvar er
hundurinn?“
„Hvaða hundur?" spurði Kári.
„Æi, það er löng saga að segja frá
því. Við verðum bara að finna hann.
En vel á minnst, hvernig komstu
hingað?"
„Ég datt í djúpa gryfju og komst
ekki aftur upp. Til allrar hamingju sá
ég göng og fór inn í þau í von um að
komast aftur upp. Ég fann loks út-
gönguleið og kom upp hérna
skammt frá,“ sagði Kári.
„Fyrst þú ert búinn að segja mér
þetta allt skal ég segja þér ferðasög-
una mína,“ sagði ég.
Svo sagði ég honum frá öllum
ævintýrunum sem ég hafði lent í.
Kári reif bút úr skyrtunni sinni og
batt um sárið á fætinum. Við hvíld-
umst um stund til að athuga hvort
ég fengi ekki aftur mátt í fótinn.
Eftir nokkra stund heyrðum við að
hundur gelti. Það var Dranda. Við á-
kváðum að halda af stað. Kári lét
mig fá stóran lurk til að styðjast við
og hélt sjálfur á hundinum. Ég gat
staulast áfram. Við gengum lengi um
Drunuskóg. Þar var dimmt og ó-
hugnanlegt.
Loks sást Ijóstýra milli trjánna. Við
vorum að koma út úr skóginum.
Þegar við höfðum gengið 30 skref í
viðbót blasti við okkur undurfögur
höll. Þetta var höll Fúgu. Veggirnir
voru gerðir úr gulli, þakið úr silfri og
allt var skreytt með gimsteinum:
demöntum, smarögðum og rúbín-
um.
„Vá, sú er falleg!" sagði Kári.
„Já, og það stafar bjarma frá
henni,“ sagði ég.
En hundurinn urraði bara.
Við gengum að höllinni þó að
erfitt væri því að við fengum ofbirtu í
augun. Loks vorum við komin að
hallardyrunum. Kári rétti fram hönd-
ina til að berja að dyrum en þá hvarf
Dranda og við duttum niður um gat
þegar falinn hleri opnaðist skyndi-
lega.
„Ahhh!!“ æptum við þegar við
runnum á fleygiferð niður hlykkjótta
braut.
Við runnum neðar og neðar. Það
varð sífellt dimmra en allt í einu
komu alls kyns litir á veggina, fjólu-
blár, grænn, bleikur, rauður, hvítur,
gulur, brúnn og blár. Þetta minnti
mig á draugahús og rennibraut í
senn.
Ég ríghélt í Kára og var fegin að
vera ekki ein. Ó, ætlaði þetta aldrei
að taka enda ...?
Framhald.
Margar góðar tillögur bárust. Höfund-
ar þeirra allra fá bók að launum. En fyrir
valinu varð kafli Höllu Jónsdóttur, Sand-
vík, Bárðardal, 645 Fosshóll. Hún hlýtur
tvær bækur.
Enn gefst tækifæri til að auka við sög-
una og vinna til bókaverðlauna. Kaflarnir
verða að vera a.m.k. ein vélrituð síða
eða tvær handskrifaðar. Veljið bækur af
listanum sem fylgir þrautinni, Lestu Æsk-
una?
Framhald þarf að berast
fyrir 5. maí nk.
Merkið bréfið þannig:
Æskan - Of venjulegt - eða
pósthólf 523,121 Reykjavík.
5 2 Æ S K A N