Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 38

Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 38
POPPÞáTTURINN Umsjón: Jens Kr. Guðmundsson. ENN UM VINSÆLDIR BJARKAR Björk var sigurvegari í keppninni um bresku músíkverðlaunin (Brit Award). Það vita flestir. Hún bar sigurorð af Tínu Turner (sem besta söngkonan) og Rage Against The Machine (í vali besta nýlið- ans). Bresku músíkverðlaunin eru valin af lykilmönnum breska músíkiðnaðarins (plötusölum, umboðsmönnum o.s.frv.). Aldrei þessu vant virðast lesendur bresku poppblaðanna vera á svipaðri línu um þessar mundir, a.m.k. um stöðu Rage Against The Machine var besta nýliðasveitin að mati lesenda Headbangers, nr. 2 hjá NME, 4 hjá Vox, 5 hjá RS, sjöunda besta hljómleikasveitin með sjöundu bestu skyrtubolaáletrunina (!) hjá MM, sjöunda besta lagið („Killing In The Name Of“) hjá NME, fimmta besta hljómsveitin og sjöunda besta hljómleikaatriðið hjá Select. Glysrokk (glam) var músíkform fyrri hluta áttunda áratugarins. Það var leið fyrir framsækna rokkara út úr lang- dregnu og þreytulegu hipparokki (Genesis, David Bowie). Það var líka leið fyrir hæfileikasnauða rokkara til að breiða yfir það sem vantaði upp á flók- inn hljóðfæraleik (Sweet, Slade). Nafn glysrokksins lýsir fyrirbærinu vel. Áherslan var lögð á andlitsfarða, glingur og hvers konar skraut. Eðli málsins samkvæmt eru flestir hæfileikasnauðu glysrokkararnir nú gleymdir. Hinir hafa haldið velli. Enska rokksveitin Queen stóð framan af mitt á milli þessara hópa. Fyrsta plata hennar var unnin undir hljómsveitarnafn- inu Larry Lurex. Þetta var tveggja laga plata í gömlum rokkstíl. Bassaleikarinn John Deacon var reyndar ekki með í leiknum. Rlatan var hljóðrituð 1972 en kom út 1973. Hún seldist ekkert. Styrkur Queen var alla tíð góður gítar- leikur Brians Mays og frábær röddun. Þessi hæfileiki fleytti henni langt þegar leið á ferilinn og náði hámarki í laginu „Bohemian Rapsody", 1975. Bjarkar. Lesendur NME völdu einherja (sóló) ársins. Niðurstaðan varð þessi: 1. Björk 2. Morrissey. Lesendur MM og Select völdu kven- poppara ársins: 1. Björk (nr. 5 hjá lesendum banda- ríska blaðsins Rolling Stone) 2. P.J. Harvey. Karlpopparar ársins hjá MM voru 1. Evan Dando 2. Paul Weller, fyrrverandi forsprakki Jam og Style Council. í vali Select var Dando einnig í fyrsta sæti en Weller áttundi. Bestu myndböndin hjá MM voru 1. „Human Behaviour" með Björk 2. „Everybody Hurts“ með R.E.M. Myndband Bjarkar var einnig valið best af bandaríska poppblaðinu AP. Lesendur MM, Select og NME eru sammála um bestu hljómsveitina: 3 8 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.