Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 51
Hvenær og hvar ertu fæddur?
Hvar ólstu upp?
í Reykjavík 24. apríl 1960. Ólst
upp í Reykjavík og hjá ömmu minni í
Mosfellsbæ.
í hvaða skólum varstu? Hvað
hefur þú starfað?
Austurbæjarskóla, Varmárskóla,
Vörðuskóla og Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti. Ég tók almennt verslunar-
próf og stúdentspróf. Ég hef starfað
við tónlist frá 16 ára aldri. Nú rek ég
gítarskóla með Birni Thoroddsen.
Þar er kenndur gítarleikur af öllu tagi
- nema sígildur.
Hvaða námsgrein fannst þér
skemmtilegust?
Sagnfræði.
Ertu kvæntur? Áttu börn?
Ég er ókvæntur en í sambúð með
Helgu Ingibjörgu Kristjánsdóttur. Ég
á engin börn en hef átt kött í fimm
mánuði...
Hvert er helsta áhugamál þitt,
annað en tónlistin?
Líkamsrækt og að horfa á gervi-
hnattasjónvarp. Silungsveiðar í vötnum.
Hefur þú æft íþróttir?
Ég var „á kafi“ í íþróttum til 15 ára
aldurs. Þá tók tónlistin við. Ég æfði
handknattleik, knattspyrnu og frjáls-
ar íþróttir. Nú stunda ég líkamsrækt í
Mætti fimm sinnum í viku.
Á hvaða íþróttamanni hefur þú
mest dálæti?
Carl Lewis.
Hvaða leikarar þykja þér bestir?
Harrison Ford, Christopher Lam-
bert og Sigourney Weaver.
Hvaða staður á íslandi þykir þér
fallegastur?
Þingvellir.
Hvar hefur þér þótt best að
vera?
Við silungsveiðar á Þingvallavatni.
Hvert langar þig mest til að
ferðast?
Til Indlands. Þó að ég hafi farið
víða hef ég ekki komið þangað enn
þá.
Áttu eftirlætisrithöfund? En
skáldverk?
Halldór Laxness. Brekkukots-
annál.
Hvaða bækur fannst þér
skemmtilegastar á barns- og ung-
lingsárum?
Sígildar sögur, teiknimyndaheftin.
Hvaða hljómsveit þótti þér þá
helst varið í?
Deep Purple.
Hvað ráð viltu gefa þeim sem
hyggjast æfa sig á hljóðfæri - eða
helga sig tónlist?
Það er sannarlega þess virði að
æfa sig og verja tíma í að leika á
hljóðfæri. Ég skora á foreldra að
leyfa börnum sínum að leggja rækt
við tónlist ef þau „hafa hana í sér“.
Þó að tónlistariðkun mín hafi stund-
um bitnað á skólanámi finnst mér
það hafa verið þess virði. Nú er
hægt að lifa af því að starfa við tón-
list. Tímanum er því ekki eytt í vit-
leysu.
Æ S K A N S 7