Æskan

Árgangur

Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 51

Æskan - 01.03.1994, Blaðsíða 51
Hvenær og hvar ertu fæddur? Hvar ólstu upp? í Reykjavík 24. apríl 1960. Ólst upp í Reykjavík og hjá ömmu minni í Mosfellsbæ. í hvaða skólum varstu? Hvað hefur þú starfað? Austurbæjarskóla, Varmárskóla, Vörðuskóla og Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Ég tók almennt verslunar- próf og stúdentspróf. Ég hef starfað við tónlist frá 16 ára aldri. Nú rek ég gítarskóla með Birni Thoroddsen. Þar er kenndur gítarleikur af öllu tagi - nema sígildur. Hvaða námsgrein fannst þér skemmtilegust? Sagnfræði. Ertu kvæntur? Áttu börn? Ég er ókvæntur en í sambúð með Helgu Ingibjörgu Kristjánsdóttur. Ég á engin börn en hef átt kött í fimm mánuði... Hvert er helsta áhugamál þitt, annað en tónlistin? Líkamsrækt og að horfa á gervi- hnattasjónvarp. Silungsveiðar í vötnum. Hefur þú æft íþróttir? Ég var „á kafi“ í íþróttum til 15 ára aldurs. Þá tók tónlistin við. Ég æfði handknattleik, knattspyrnu og frjáls- ar íþróttir. Nú stunda ég líkamsrækt í Mætti fimm sinnum í viku. Á hvaða íþróttamanni hefur þú mest dálæti? Carl Lewis. Hvaða leikarar þykja þér bestir? Harrison Ford, Christopher Lam- bert og Sigourney Weaver. Hvaða staður á íslandi þykir þér fallegastur? Þingvellir. Hvar hefur þér þótt best að vera? Við silungsveiðar á Þingvallavatni. Hvert langar þig mest til að ferðast? Til Indlands. Þó að ég hafi farið víða hef ég ekki komið þangað enn þá. Áttu eftirlætisrithöfund? En skáldverk? Halldór Laxness. Brekkukots- annál. Hvaða bækur fannst þér skemmtilegastar á barns- og ung- lingsárum? Sígildar sögur, teiknimyndaheftin. Hvaða hljómsveit þótti þér þá helst varið í? Deep Purple. Hvað ráð viltu gefa þeim sem hyggjast æfa sig á hljóðfæri - eða helga sig tónlist? Það er sannarlega þess virði að æfa sig og verja tíma í að leika á hljóðfæri. Ég skora á foreldra að leyfa börnum sínum að leggja rækt við tónlist ef þau „hafa hana í sér“. Þó að tónlistariðkun mín hafi stund- um bitnað á skólanámi finnst mér það hafa verið þess virði. Nú er hægt að lifa af því að starfa við tón- list. Tímanum er því ekki eytt í vit- leysu. Æ S K A N S 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.