Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1994, Side 8

Æskan - 01.12.1994, Side 8
AÐ TELJA DAGANA Hver kannast ekki við jólasönginn enska: „Á jóladaginn fyrsta...“? í honum eru taldar gjafir „sem hann Jónas færði mér...“ hvern jóladaginn af öðrum. Við eigum kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum sem lýsir því hvernig jóla- sveinarnir tínast til byggða í desem- ber. Þeir telja því með okkur dagana til jóla. Frændur okkar Færeyingar eiga löng söngkvæði til að telja þessa daga sem okkur finnst oft lengi að líða. Þau segja frá því hvað heilagur Marteinn gefur mönnum. Sá hinn heilagi Marteinn af Tours var meðal annars verndardýrlingur kirkna á ís- landi. Gjafir hans eru taldar upp í mörgum vísum - og auk þess allar sýndar á frímerkjum sem komu út 30. október. Þau voru prentuð bæði sem stök merki og gefin út í frí- merkjahefti. Óli Petersen hefur teikn- að þessi tvö fjögurra króna frímerki sem eru offsetprentuð hjá Enschedé í Hollandi. Þá hafa Færeyingar einnig gefið út fjögur frímerki með myndum úr “Brúsjökuls kvæði“. Það er kvæði með 86 vísum og hver vísa ferskeytt. Viðlag er einnig og fjallar um Ólaf konung sem berst við tröll. Hann siglir á Orminum langa með rauð silkisegl. Frímerkin eru að verðgildi ein, fjórar, sex og sjö krónur. Þau eru teiknuð af Bárði Jákupssyni. Jersey á Ermarsundi hefur einnig sent okkur myndir af jólafrímerkjun- um sínum. Þau eru með trúarlegum jólamyndum (mótívum), teiknuð af Alan Dopp, og er hvert þeirra um stef í alþekktum jólasálmum - vitan- lega á ensku. Fyrsta merkið sýnir fæðinguna í gripahúsinu. Það er 18 penný að verðgildi. Það næsta, 23 penný, sýnir englana sem blása í lúðra til að kunngjöra fæðinguna. Á þriðja frímerkinu, sem er 41 penný, 8 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.