Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 15
Skirnir] Handrit og handritalestur og útgáfur.
Elstu handritin eru, sem áður var sagt, rituð stórumi
og skýrum stöfum, vanalegast, en á 15. og 16. öld verður
letrið smærra og stafagerðin nokkuð frábrugðin því, sem
áður hafði verið. Þá verður fyrst og fremst að gá vand-
lega að letrinu, rannsaka það sem er einkennilegt hverjum
skrifara, bæði að því er snertir lögun hinna einstöku stafa
og gerð skammstafananna. Það væri gott ráð hverjum
byrjanda að taka stúf af blaði og skrifa hann upp með'
öllum ummerkjum svo nákvæmlega sem hægt er. Með því
skerpist augað og vaknar athygli á hverjum einstökum'
drætti. Einkum í ýngri handritunum er nóg af villidráttum.
En það verður aldrei nógsamlega brýnt fyrir mönnum, að
enginn má láta sjer annað nægja en málrjettar orðmyndir,
skynsamleg orð og setníngar í ritinu, sem tekið er til með-
ferðar. Skrifararnir kunnu og skildu málið og það sem þeir
skrifuðu; málleysum á ekki að þurfa að gera ráð fyrir. Em
hitt er víst, að stafavillur og misritanir gátu eins komið
fyrir þá einsog aðra, en þessa ber og sjerstaklega að gæta..
Jeg fjekk einu sinni (af ónefndum manni, sem mikið
hafði haft með handrit að gera) uppskrift af blaði með
kvæði á. Jeg gat ekkert vit fengið í því, sem skrifað stóð,.
en hugsaði, að svona vitlaust hefði þó enginn getað skrif-
að. Jeg tók þá frumblaðið og fór að eiga við það. Reynd-
ist þá svo, að ef rjett var lesið, kom fult vit í það alt
saman. En hinu verður ekki neitað, að skriftin var afarljótr
og íll aflestrar, en þá þarf einmitt sjerstaka eftirtekt. Kvæð-
inu var bjargað, en ekki — uppskrifaranum.
Því miður hafa ekki allir handritalesendur og útgef-
endur ætíð haft nógu skarpt auga og heldur ekki nógui
mikla málfræðiskunnáttu. Hafa því oft margar og mein-
legar villur slæðst inn í útgáfurnar. Það getur verið lær-
dómsríkt að nefna nokkrar, en ekki skulu nöfn þeirra nefnd,.
er gert hafa sig seka, af hlífð við lífs og liðna.
a líkist oft o og öfugt. Þetta hefur valdið því, að t. d..
þá er lesið sem þó (þá vér mœðumst fast í kifi), en þó'
er hjer málleysa. Öfugt er lesið þá f. þó (gangi öll þó at
illa), þá er hjer lika málvilla; sýnir vanþekkíngu útgef-