Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 168
162
Um Gauk Trandilsson.
[Skirnir
inn af öðrum skipum«.') Vér þurfum eigi frekari vitna við
um Orm skógarnef; hann hefir verið hreystimaður og frækn"
leika með afbrigðum og bróður sínum ef til vill engu siðri.
í 20. erindi er sagt frá sjálfum Gunnari á Hlíðarenda, ein-
hverjum glæsilegasta vígamanni sögualdarinnar og vopn-
fimasta. Er óþarft að fjölyrða um hann hér. En að Gaukur
Trandilsson er settur milli þeirra bræðranna, sýnir bezt,
hvar í flokk afreksmanna honum hefir verið skipað og
hvílíkur hann hefir verið að vopnfimi og fræknleik. Stað-
festir þetta mjög ákveðið ummæli Njáls sögu um hann.
En hið merkilegasta í þessu sambandi er þó það, að
vísan i íslendingadrápu gefur fulla heimild til þess að
álykta, að á 12. öld hefir verið til saga um Gauk Trand-
ilsson og álíka ljómi leikið um nafn hans sem ýmissa
þeirra, er vér þekkjum enn i dag bezt af íslendinga sögunum-
Vér getum gengið að því vísu, að Gauks væri eigi minnzt
i drápunni, ef slik saga hefði eigi verið til, enda er talað
um hann sem alþekktan mann. Sú saga hefir þá aðeins
verið til í munnlegri geymd, eins og aðrar íslendinga sögur,
en ekkert verður af þessu ráðið um það, hvort hún hafi
nokkurn tíma verið færð í letur. Mun eg víkja nánara að
þvi efni síðar, en snúa mér að annari heimild um Gauk,
sem helzt myndi koma á óvart, enda er hún nær einstök
í sinni röð; það er rúnaristan i Orkneyjum.
V.
Árið 1861 fundust nær 30 rúnaristur i haugi einum
miklum, Maeshowe að nafni, á Hrossey (Mainland) í Orkn-
eyjum. Allar eru þær frá líkum tíma, nálægt miðri 12. öld.
Rista sú, sem talin er nr. XVI i skýrslunni um fundinn, er
á þessa leið:
mæþ þæire ehse er ati koukr tranilsonr fyrir sunnan
lant, þ. e. með þeirri öxi, er átti Gaukr Trandilssonr fyrir
sunnan land.
1) Ól. s. T., kap. 93-94.