Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 189
Skírnir]
Eiríkur i Bót og Eirikur á Rangá.
183
•er líka dóttir Eiriks Magnússonar. Nú er faðir þessara Bótar-
barna á lífi 1664 og liklega til 1666, eða 1667, en dáinn
■er hann seint á árinu 1667 og er þá gamall. Það er því
enginn vafi á því lengur, að hinn umræddi Eiríkur i Bót
hefir ekki verið nema einn og ekki verið sonur séra Halls
Hallvarðssonar og fyrri konu hans, heldur Magnússon.
Með því er þá hrundið villum, er komizt hafa á gang
um ætterni hans og hið rétta föðurnafn hans fengið, en
■með því er heldur lítið sagt um ætt hans, og eru mjög
lítil líkindi til að meiri vitneskja fáist um hana. Það er
litið til af fornskjölum úr Austfjörðum, er vænta mætti af
fræðslu um þetta mál, og þó er ekki hægt að fullyrða, að
ekkert kunni enn að finnast um það. Þannig rakst Dr. Hann-
■es Þorsteinsson fyrir nokkrum árum á kaupbréf eitt í ríkis-
skjalasafni Dana (safni Árna Magnússonar), dags. 4. júní
1646, sem skýrir frá því, að einhver »Eiríkur Magnússon«
hafi selt Rústíkusi bróður sínum 1 hundrað í Sleðbrjótsseli,
■er hann hafi fengið að erfðum. Sölu þessa samþykktu bræð-
>ur þeirra þrir: Benedikt, Styrbjörn og Bjarni. En ekkert er
sagt meira um ætterni þeirra, og ekki nefnt heimili þeirra
fremur en títt er í gömlum jarðakaupabréfum. En af öðr-
um athugunum er það kunnugt, að þeir bræður hafa verið
synir Magnúsar bónda á Sleðbrjót, Benediktssonar, er ef-
laust hefir einnig búið á Sleðbrjót, Þórðarsonar. Sá Bene-
dikt keypti Sleðbrjótssel, 5 hundruð, 19. sept. 1580 af ein-
hverjum Þórði Ásgrímssyni, sem hafði erft það eftir föður
sinn. Sá Þórður hefir liklega verið sonur Ásgríms Þórðar-
sonar, er prestur var á Kirkjubæ frá því fyrir 1540 til 1564
og gæti hann hafa verið faðir Benedikts, þó að skyldleika
"þeirra sé ekki getið í kaupbréfinu. Það er oft í hinum
gömlu kaupbréfum, að skyldleika hlutaðeiganda er eigi get-
ið, þó að hann sé jafnvel náinn. Ættin frá þeim feðgum
Benedikt og Magnúsi á Sleðbrjót varð mikilhæf bænda-
ætt, og er sennilegt að þeir hafi ekki átt langt að rekja til
■einhvers atkvæðamanns, en það mun séra Ásgrimur hafa
■verið að ýmsu leyti.
Sonur Benedikts var Pétur. Sést af gömlu vitnisburðar-