Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 114
108
Þjóðabandalagið.
|Skirnir
sala-samningunum. Það er tekið í bandalagið 1920, að því
er virðist með þeim skilmálum, að hlutleysi þess héldist,
enda þótt bandalagið yrði að taka til hernaðarframkvæmda.
En í verzlunar- og viðskiftabanni ætlar Svissland að taka
þátt, ef til kemur, eins og aðrir félagar bandalagsins. ís-
land hefir, sem sagt var, lýst einhliða yfir hlutleysi sinu,
og getur því sjálfsagt horfið frá þeirri yfirlýsingu, ef það
vill. Með því móti mundi ekkert vera því til fyrirstöðu, að
ísland gengi í Þjóðabandalagið. En þess mundi ekki þurfa.
Það mundi væntanlega verða tekið í bandalagið með svip-
uðum skilmálum og Svissland, þannig að það þyrfti ekki
að taka neinn beinan þátt i hernaðarframkvæmdum banda-
lagsins, svo sem framlögum manna, hergagna eða fjár til
þeirra. En ef til vill yrði það að leyfa her bandalagsins að
fara um land sitt, loft og landhelgi. Hinsvegar yrði það að-
taka þátt i viðskiftabanni við þann aðilja, sem bandalagið
beindi ráðstöfunum sínum á hendur. Með bréfi 2. júlí 1919
var Þjóðabandalaginu skýrt frá þjóðréttarstöðu íslands, að
það hefði lýst sig hlutlaust í ófriði og að það hefði engan
her eða hervarnir. Var jafnframt gerð fyrirspurn um það,
hvort nokkuð væri því til fyrirstöðu, að það yrði tekið í
Þjóðabandalagið. Málið var tekið til athugunar af herbún-
aðarnefnd þess og lýsti hún sig samþykka því, að ísland
hefði engan her, og féllst bandalagsráðið á álit nefndar-
innar 2. okt. 1920. ísland hefir ekki sótt um upptöku í
Þjóðabandalagið, enda eru allskiftar skoðanir manna um
það, hvort því muni hentugt að gerast þar félagi. Og skal
ekki farið út í það mál hér.
Auk þeirra 28 —j-13 aðilja, sem i Þjóðabandalagið gengu
í upphafi eða nær því og enn eru í því, hafa siðan þessir
13 aðiljar verið teknir i það: 1. Albanía, 2. Austurriki,
3. Búlgaría, 4. San Domingo, 5. Estland, 6. Eþiopia (Abys'
sinía), 7. Finnland, 8. Ungverjaland, 9. Lettland, 10. Lit-
hauen, 11. Luxembourg, 12. Þýzkaland, 13. írland.
Sem stendur eru þá 54 riki og lendur í Þjóðabanda'
laginu, þar af 27 í Evrópu, 17 í Ameríku, 5 í Asiu, 3 í
Afríku og 2 í Ástralíu.