Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 65
Skirnir] Latínuskólinn 1872-78. 59
semdir, er sýndu góðan skilníng. Hann var sjerstaklega
wikill enskumaður, og kom það til af því, að Geir föður-
bróðir hans var mikill fylgdarmaður Englendínga til Þíng-
valla, Geysis og Heklu, og ljet þá »Litla-Geir« oft fylgja
þeini eða vera með. Veit jeg, að þeim þótti vænt um hann.
Hann ætlaði að hafa enskunám að aðalnámi, en hvarf frá
Þvi, því að kennarinn var ekki að hans skapi.
Haldór Þorsteinsson (síðar prestur), sonur Þorsteins
>>kansa« sýslumanns. Hann var fálátur mjög, einkum það
sem nefnt er »flegmatískur«, það var hjerumbil ómögulegt
a^ fá hann til að skifta skapi, og það vantaði þó ekki til-
raunirnar, helst var það, að maður fjekk hann til að brosa.
Hann var vel gefinn og skilníngsgóður og vel iðinn. Hann
Var rammur að afli í höndunum, en reyndi þó sjaldan á.
Hann hafði ekki gæfuna alsendis með sjer. Hann slepti
Prestsskap snemma vegna slyss, sem hafði hent hann (fór
1 vök og hjekk á ísrönd). Árið 1900 hitti jeg hann á Skúm-
stöðum hjá Sigurði; hann var þar mikið til eftir að hann
s!epti embætti. Hann reið þá með mjer að Bergþórshvoli
'Par hafði hann prestur verið), og reyndist hann mjer þá
sarni góði og gæfi drengurinn.
Jóhannes G. Ólafsson (sýslumaður í Skagafirði) var
®tíð hinn mesti gleðimaður, sibrosandi fjörkálfur, elsku-
'egasti náungi yfir höfuð. Hafði ágætt næmi og gat lært
Ulan bókar, hvað sem vera skyldi. Hann hneykslaði mig
•neð því að segja, að ef hann skildi þetta ekki, þá lærði
nann það; þetta skildi jeg ekki, því jeg hef aldrei getað
ært það sem jeg skildi ekki. Honum þótti sjerlega vænt
Uln Alexander mikla; þar af nafn sonar hans. Hann skrif-
aði dágóða hönd, og hann var það sem á vorin skrifaði
^dies restantes« og festi á bekkhurðina. Því miður urðu
hans »dies restantes« ekki svo margir sem skyldi.
Þá kemur Kjartan Einarsson (síðast prestur að Holti
undir Eyjafjöllum). Hann var umsjónarmaður í bekknum,
°g naut mikils álits hjá kennurum, vanalegast »dúxinn«
°kkar. Hann var stáliðinn og minnugur, en ekki neitt bráð-
gafáður, þjettur í lund og alvörugefinn mjög og fremur fá-