Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 66
60
Latinuskólinn 1872—78.
ISkirnir
látur hversdaglega, gat þó vel tekið þátt í gamni. Hann
átti að passa upp á, að alt færi vel i undirbúningstímun-
um, og því sat hann ætíð i kennarastólnum. Rjett stöku
sinnum hastaði hann á menn, og örsjaldan þyknaði i hon-
um. Hann var trúfastur í lund og sist af öllu neinn vind-
hani.
Páll Briein (síðast amtmaður) var mjer kærastur og
nákomnastur allra minna sambekkínga. Hann settist til okk-
ar í 2. bekk. Hann var víst skarpastur okkar allra í hugs-
un; iðinn vel og samviskusamur í öllu, lestri og dagfari,
smávaxinn og grannur en góðmannlegur, og enginn krafta-
maður, enda var hann aldrei við áflog kendur. Við bjugg-
um saman mestan tímann á Garði, og varð aldrei sundur-
orða. En svo lagðist hann einu sinni hættulega (lúngna-
bólga) og mátti engi koma til hans. Þar á eftir var einsog
breytíng nokkur yrði á skapi hans. Hann þoldi þá siður
mótmæli en áður. Hann hafði það lundareinkenni, að þegar
hann hafði eitthvert mál í huga, var hann svo gagntekinn
af þvi, að hann gat um ekkert annað hugsað, fyr en hann
var búinn að rannsaka málið (og rita um það) til hlítar.
Þetta er auðvitað ágætt, en getur þó kannske komið sjer
miður stundum. í þessu var Páll andstæða við mig, því
að jeg hef haft þann kost (eða löst), að jeg hef getað átt
við eitt verkefni fyrra hluta dags og við annað hinn síð'
ara, og ef til vill það þriðja þess á milli. Páll er og verð'
ur mjer ógleymanlegur.
Þá eru hinir, er ekki fylgdust með okkur alla leið.
Bjarni Jensson (siðar læknir) kom til okkar í 3. bekk B.
Hann var einhver hinn fáorðasti og fáskiftnasti maður, sem
jeg hef þekt, datt ekki nje draup af honum, en hann hafði
gáfur ættar sinnar, var óheimskur maður, ekki bar á því
að hann væri hneigðari fyrir eitt fremur en annað; tók
aldrei þátt í neinni keskni; að hann átti skap til, sýndi
hann við eitt tækifæri. Gísli Magnússon talaði í tímunum
um mart og mikið, sem áður er getið. Honum var ílla við
Bjarna rektor (»hann barði mig h. að tarna«), og einu sinni
talaði hann hálfílla um Bjarna. Bjarni Jensson, sem bar