Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 81
Skirnir]
Kaupstaðarferðir 1880—90.
75
mannanna eftir viktina; þykir þá ull karls heldur um of
sandborin og ekki vel þur, vildi matsmaður helzt ekki taka
hana. Varð nú að kalla faktor til úrskurðar, og lét hann
hið sama í ljósi; við það varð karl æfur mjög, snéri sér
að bændunum, samferðamönnum sínum, og segir: »Þetta
vissi ég alltaf að svona mundi það fara; þið sögðuð mér
að láta þrjá dallana, en ég vildi aldrei láta nema tvo.« Þá
hristi Jón bóndi höfuðið, lítur til faktors og segir svo sem
við sjálfan sig: »Verður hann vitlaus enn, hann hefir orðið
það fyrr.« Faktorinn langaði hreint ekkert til þess að nokk-
ur maður yrði brjálaður út af viðskiftum við verzlunina,
og allra sízt um hákauptíðina og það í húsum verzlunar-
innar. Sagði hann því matsmanninum að fást ekki meira
um þetta, heldur taka ullarhárið affallalaust. Hvarf þá æs-
ingin af karli, enda hafði hann aldrei misst eða verið neitt
hætt við að missa sitt litla vit. En bændurnir brostu í
kampinn og voru ánægðir yfir því, að bragð þeirra heppn-
ist, karltetrinu i hag.
Þegar búið var að ganga í gegnum þann hreinsunar-
eld, að leggja inn ullina, var mikið af, og nú þurfti ekki
annað en sýna viktarseðilinn í Búðinni, — þenna lauflétta
lykil að margskonar fagnaði á meðan staðið var við i kaup-
staðnum. Þá var nú fyrst og fremst að taka á móti inn-
lagningarstaupinu, sem var þriggja pela flaska á hvern
verkfæran mann, er inn hafði lagt; einnig næstum ótak-
mörkuð heimild til smáseðla af pappa eða látúni, sem voru
ávísanir á tilbúið kaffi, sem veitt var í nálægu húsi, á
kostnað verzlunarinnar. Þurfti ekki annað en biðja um þessa
kaffiseðla, er menn vildu fá sér kaffi, á meðan þeir dvöldu
i kaupstaðnum. Þetta verzlunarkaffi var ávallt gott og þætti
það of heitt, svona í sumarhitanum, voru næg ráð til þess
■að kæla það ögn, t. d. með rommi, sem mörgum þótti þá
eiga einstaklega vel við gott kaffi.
Vegna hins mikla mannfjölda, er þarna var saman
hominn, gat það komið fyrir, að menn yrðu að halda kyrru
iýrir nokkra daga og allt að viku, því að svo langan tíma
lók þá að afgreiða alla þá, er á undan voru komnir. En