Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 58
52
Latinuskólinn 1872—78.
[Skírnir
Enn skulu tveir nefndir, er um styttri tíma voru kenn-
arar vorir.
Annar var Jón Bjarnason, síðar prestur og biskup
þeirra Vestur-Íslendínga. Hann kendi okkur guðfræði og
landafræði í 1. bekk; svo hætti hann, sem betur fór, við
skólakenslu. Hann var hrottamenni, hlutdrægur í mesta
lagi, og óþýður mjög við þá, sem honum varð ílla við,
og voru orsakir til þess litlar oft og einatt. Hann er sá
kennari, sem jeg hef lakastar endurminníngar um. Hann
var lítt mentaður og þá að minsta kosti lítt lesinn. Hann
var ekki annað en prestaskólakandídat, og þarf það auð-
vitað ekki að vera neitt niðrunaryrði.
Hinn var Steingrímur Johnsen. Hann var háskólakandí-
dat í guðfræði. Sagt var, að Hannes gamli faðir hans hefði
endilega viljað gera son sinn með því nafni að guðfræð-
íng, en annað mun hafa verið huga Steingríms nær. Hann
var allur í söngnum. Hann var, einsog þeir ættmenn, að
minsta kosti þeir, sem jeg hef þekt, hinn besti maður, með
einu orði öðlíngur í Iund. Hann ljet okkur lesa Matteusar
guðspjall á frummálinu í 4. bekk, og var það munur að
komast í það og úr Liscó-þvælíngunni. Ekki var um neina
dogmatíska kenslu að tala, þó við fengjum stöku skýríngar
á ýmsum atriðum. Grískan er ljett á guðspjallinu, og þótti
mjer gaman að skygnast inn í muninn á henni og málinu
í áður lesnum grískuritum. Steingrímur var vinsæll og
vel látinn.
Ein kenslugrein er ótalin, söngnámið. Þar var Pjetur
Gudjohnsen kennari. Jeg get ekkert um hana sagt, mjer
var þegar frávísað sem hljóðalausum manni, og var það
ekki ófyrirsynju. Jeg var þó í timum og hafði gaman af
að hlýða söng hinna, enda lærði jeg allmörg einföld lög,
sem mjer þykir ætíð gaman að heyra.
Og svo að síðustu er leikfimin. Hana kendi danskur
fyrirliði lægstu stjettar (skersant), sem hafði verið hermað-
ur á Krossey (St. Croix). Hann var fángavörður, snyrti-
maður í framgöngu og ekki óreffilegur karl. En heimskur
var hann og alveg mentunarlaus, hann Steenberg gamli.