Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 188
182 Eiríkur í Bót og Eirikur á Rangá. [Skírnir
bandi hans. Eitt var víst, að þeir gátu ekki verið afkom-
endur Einars prófasts Sigurðssonar í Heydölum, því að í
Barnatöluflokki sínum, er hann orti 1626, þar sem hann
telur upp alla afkomendur sína, er þá voru til orðnir, nefn-
ir hann hvorugan þeirra. Gat hann þó ekki hafa gleymt
þeim, þar sem þeir voru búandi menn á næstu grösum
við hann. Hirði eg ekki að fara út í það, hverja iausn við
Dr. Hannes Þorsteinsson þóttumst helzt geta fundið á þessu
máli. Get aðeins þess, að okkur þótti sýnilegt, að Eirík-
arnir hefðu verið tveir, og lausavísurnar »Mjög er drukk-
inn mögur Halls« o. s. frv. verið eftir Eirík Hallsson í Bót,
en Eiríkur Magnússon einnig búið í Bót fyrst eftir nafna
sinn og síðar flutt í Rangá og átt Gyðríði dóttur Hróð-
nýjar Hallsdóttur, og væru svo eftirmælin eftir hann.
Við þetta sat þangað til veturinn 1924—1925. Þann
vetur dvaldi ég í Reykjavík og gekk mikið á söfnin, til
að vita, hvort mér græddist ekkert um ættir Austfirðinga.
Visaði Dr. Hannes mér sérstaklega á bréfabækur Brynjólfs
biskups í þeim efnum, enda fann ég þar margt í jarða-
kaupabréfum hans, er að notum kom. Meðal annars var
þar jarðakaupabréf eitt, dags. 16. nóv. 1662 í Gagnstöð, er
sýndi, að Eiríkur í Bót var Magnússon. Bréf þetta var um
það, að Einar Böðvarsson seldi Brynjólfi biskupi 5 hundruð
í Bót með samþykki konu sinnar Guðrúnar Árnadóttur og
þriggja barna hennar, Jóns eldra, Árna og Margrétar, er
þá hafa öll verið orðin tvítug og eldri. Fyrri maður henn-
ar var Jón, sonur Eiríks Magnússonar í Bót, og hafði Ei'
ríkur gefið honum þessi 5 hundruð til »kaups og konu-
mundar«, er hann kvæntist Guðrúnu. Þau Jón og Guðrún
áttu önnur 3 börn, er yngri voru. Þá er Guðrún giftist
Einari Böðvarssyni, var ákveðið, að föðurleifð hinna eldri
systkina skyldi vera óeydd, en föðurleifð hinna yngri verða
»uppátseyrir« þeirra. Þar sem nú eldri systkinin þrjú eru
komin um og yfir tvítugt 1662 og eru því fædd um 1640
og jafnvel fyrr, hefir Jón faðir þeirra varla verið fæddur
siðar en 1615 og hefir verið með elztu börnum Eiriks.
Hróðný á Hrafnabjörgum hefir verið nokkru yngri og hún