Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 74
■68
Kaupstaðarferðir 1880—90.
[Skírnir
Allir þeir, sem heima áttu fyrir austan Rangár, urðu að
fara yfir fleiri eða færri stórár auk þeirra, ef þeir fóru ekki
á Fjallabaki, en það gerðu sumir Skaftfellingar til þess að
komast hjá mesta vatnavolkinu.
Ytri-Rangá var ávallt djúp og slæm í botni vegna mó-
hellu, sem hestum var hætt við að detta um; frá henni lá
leiðin um Holtin að mestu um endilangan Rauðalæk; sagt
var að á honum væru 18 vöð, ef rétt var farinn þjóðveg-
urinn. Voru sum þessi vöð alldjúp og ófær í vatnavöxt-
um og votviðrum; margir styttu sér Ieið með því að fara
ekki eftir öllum læknum, en það var óvinsælt og bannað
af bændum þeim, er þau lönd áttu, er fyrir það urðu fyrir
átroðningi. Þegar Rauðalæk sleppti tóku við Ásengjar, slétt-
ar og grasgefnar, en nokkuð blautar á sumum stöðum, —
yfir stuttan spöl á þeim lá upphlaðinn vegur, ekki hár og
svo sem þriggja feta breiður. Var ómögulegt að mætast á
þessum vegi; varð því sá að bíða, er seinni varð að kom-
ast upp á brúarsporðana, þar til hinn með samferðamönn-
um var kominn yfir um; ef báðir komu jafn snemma, hafði
sá réttinn, er að vestan kom og hafði fullklyfjað. Þessi
brúarnefna, „Ásbrúin“, og annar álíka spotti hjá Dufþekju
í Hvolhrepp, voru þá, um 1880, einu vegabæturnar í Rang-
árvallasýslu, nema ef telja skal, að á stöku stað voru götu-
bakkar stungnir niður, meðfram til þess að búfénaður dræpi
sig ekki í götunum, sem svo voru orðnar djúpar og þröng-
ar, að hætt var við slíku.
Fyrir vestan Ásengjar lá vegurinn meðfram norðan-
verðu Hrútsvatni, neðan við afarháa moldarbakka, eftir
ósléttum klöppum, sem Vatnið flaut yfir, er mikið var í
því eða vindur var suðlægur; var þetta hinn leiðasti veg-
ur, meira en rastar Iangur, er menn urðu að sullast þarna,
hvernig sem á stóð, því annars var ekki kostur. Verst var
þó að þurfa að gera að eða mætast þarna, er vatnið var
djúpt eða mikill áhlaðandi af því.
Skammt fyrir utan Hrútsvatn fellur Þjórsá fram. Er
hún, svo sem kunnugt er, hið lengsta og eitt af vatns-
mestu vatnsföllum landsins, og er gjörsamlega óreið á þeim