Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 229
Skirnir] Sambúð húsbænda og hjúa á lýðveldistimanum. 223
segir um heimilislíf og ættrækni manna á því timabili, eigi
einnig við um hinar síðari lýðveldisaldir. Menn hafa vanið
sig á að prédika í blindni um spillingu Sturlungu-aldar, og
er þess ekki kostur að ræða hér þær rakalausu kenningar,
sem stundum hafa verið fluttar um það efni. En í þessu
sambandi vil ég aðeins minna á það, að aldrei er getið
um deilur milli frænda í ættum Oddaverja, Haukdæla,
Vatnsfirðinga né Ásbirninga. Sæmilegt samkomulag var og
meðal þeirra bræðra, Sturlusona, framan af. En fégræðgi
Snorra og óheilindi, sem komu ekki hvað sizt fram við
hans eigin börn, og framhleypni Sturlu Sighvatssonar og
ofmetnaður steyptu ríki Sturlunga, þó að Þórði kakala
tækist að rétta það við aftur um stundar sakir. Lands-
ófriður sá, sem hófst eftir að Sturla Sighvatsson gerðist
flugumaður Hákonar konungs, var að vísu háður af mikillt
grimmd og siðleysi, en hefir þó einkum orðið ægilegur í
augum eftirtíðarmanna vegna þess, að engu styrjaldar-
timabili í hinni eldri sögu Norðurlanda hefir verið lýst af
svo hlífðarlausri bersögli og nákvæmni. Það eru hinir póli-
tísku viðburðir á árunum 1236—1262, sem hafa valdið mestu
um, hve einsýna og einhliða dóma síðari tíma fræðimenn
hafa kveðið upp yfir aldarfari þess timabils, sem Sturlunga
fjallar einkum um. Ég er sannfærður um, þó að ég geti
ekki rökstutt þá skoðun hér til hlítar, að heimilin, grund-
völlur þjóðfélagsins, hafa staðið nokkurn veginn óhögguð
i pólitískum rosaveðrum Sturlungu-aldar.
Mér hefir þótt rétt að minnast á samkomulag hjóna
hvort við annað og við börn sín, áður en ég ræði um
samkomulag húsbænda og hjúa, því að ef heimilislífið er
óheilbrigt á hinum æðra bekk, þá er lítil von til að vel
fari á hinum óæðra. Linur þær, sem hér fara á eftir, geta
að vísu ekki flutt sögufróðum mönnum neinar nýjungar
um stöðu verkafólks á forníslenzku heimili. En þó er ekki
nema gaman að rifja upp fyrir sér, hve samgróin heild
heimilið var á blómaöldum íslenzkrar menningar. Sá heim-
ilisbragur, sem þá myndaðist, hefir að vísu haldizt langt
fram í aldir, — enda fram á vora daga, — en þó hygg: