Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 110
104
Þjóðabandalagió.
[Skírnir
Búlgaríu. í friðarsamningunum, sem þeir urðu að undirrita,
voru með sama hætti ákvæðin um Þjóðabandalagið, en
þeim var þó eigi leyft að ganga í það fyrr en siðar.
Þjóðabandalagið varð þó ekki stofnað þá þegar, er
Versala-samningarnir voru undirritaðir. Það varð fyrst, þeg-
ar þrjú höfuðríkja þeirra, sem tekið höfðu þátt í stríðinur
og Þýzkaland höfðu staðfest þá. Þetta höfðu þau gert
10. janúar 1920, og er sá dagur talinn stofnunardagur
Þjóðabandalagsins. 10. janúar 1930 hafði Þjóðabandalagið
því starfað 10 ár.
II.
Almennar athugasemdir um Þjóðabandalagið.
Sáttmáli Þjóðabandalagsins er, eins og aðrir hlutar
Versala-friðarsamninganna, í tveimur jafngildum textum,
enskum og frönskum. Ber þeim ekki allskostar saman, og
skal þá enski textinn ráða, því að hann er upphaflegi
textinn. Sáttmálann hefur á formála, eins og titt er um
milliríkjasamninga, en siðan kemur hinn eiginlegi texti
hans, 26 greinar. Hefir Þjóðabandalags-sáttmálinn, eins og
hann varð að lokum, eigi verið birtur í íslenzkri þýðingu,
en Þorsteinn Gíslason hefir birt, í riti sínu: Heimsstyrjöld-
in 1914—1918, íslenzka þýðingu á frumvarpi nefndarinnar,
sem skipuð var á Versala-þinginu 1919 til að undirbúa
málið.
Þótt bandalagssáttmálinn sé hluti af friðarsamningun'
um í Versölum, þá verður honum þó breytt án þess að
samþykki allra þeirra aðilja, sem þá samninga hafa stað-
fest, þurfi til. Tillögur um breytingar á sáttmálanum getur
hver félagi borið upp á þingi bandalagsins. En eigi er nóg,
þótt breyting á sáttmálanum sé samþykkt á þinginu. Breyt-
ingin getur ekki komið til framkvæmdar fyrr en meira en
helmingur þeirra ríkja, sem í bandalaginu eru, hafa stað-
fest hana, og öll þau riki, sem fulltrúa eiga í ráði banda-
lagsins. Þar eiga, meðal annara, stórveldin fimm (Bretland,