Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 199
Skirnirj
Eirikur í Bót og Eiríkur á Rangá.
193
hefir ekki getað verið. Auðsætt er því, að sú fræðsla, sem
séra Jón hefir fengið um þessa ætt hefir verið mjög ófull-
komin eða farið í skolum hjá honum.
Það má ætla að það sé víst, að hann fari rétt með
móðurnafn Gyðríðar í Bót, að hún hafi heitið Hróðný, en
ruglað henni svo saman við Hróðnýju dóttur Sesselju og
séra Halls. Það gat vel átt sér stað, að einhver hefði sagt
honum munnlega, að séra Hallur hefði verið kvæntur áður
og átt Hróðnýju fyrir konu, og þeirra börn verið Guðríður
kona Eiríks í Bót og Guttormur, og svo sagt honum frá
afdrifum Guttorms og börnum Guðríðar og Eiriks í Bót,
en séra Jón gleymt því, þegar hann fór að rita það upp,
ef hann hefði eigi ritað það þegar hjá sér, og svo ruglað
Hróðnýjunum saman, og eigi hirt um að fá nánari vitneskju
um þennan ættlið síðar, þar sem hann var svo langt í
burtu, og því hafi allt, sem hann segir í greininni um Sess-
«lju, orðið svo ruglingslegt og rangt. Nafnið Guðríður og
Gyðriður gat auðveldlega ruglazt.
En ef samt væri gert ráð fyrir því, að dóttir Hróð-
nýjar, dóttur séra Halls og Sesselju, hafi verið Guðríður
{eða Gyðriður) kona Eiríks í Bót, eins og séra Jón segir,
þá hefir sú Guðríður orðið að vera seinni kona Eiríks, því
að ekki gat hún, tímans vegna, verið móðir þeirra barna
Eiriks, sem að framan eru talin; en ekki er hægt að sjá
að séra Jón hafi litið svo á.
Það er vel hugsanlegt að Gyðríður í Bót, sem líklega
hefir verið kvenskörungur, hafi tekið Hróðnýju dóttur séra
Halls og Sesselju til fósturs, einkum hefði hún borið nafn
móður hennar, eins og líklegt er, eða Hróðný farið til henn-
ar, þegar faðir hennar dó 1618, og dvalið síðan hjá henni,
kynnzt þar Guttormi, systrungi og fósturbróður Gyðriðar,
og síðar orðið kona hans, þau svo átt dóttur, sem hafi
verið látin heita Gyðríður, eftir Gyðríði í Bót, og hún síðar
orðið seinni kona Eiríks í Bót. Þetta sýnist í fljótu bragði
hafa getað átt sér stað. En eigi hefðu þau Eirikur getað
giftzt fyrr en um 1645—1650, þar sem Hróðný, móðir Gyð-
Hðar þeirrar var ekki fædd fyrr en eftir 1601 og ef til vill
13