Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 242
Ritfregnir
Corpus codicum Islandicorum medii ævi (Levin & Munks-
gaard).
I.: Flateyjarbók (Codex Flateyensis). With an introduction
by Finnur Jónsson. Kh. 1930.
Útkoma þessa rits veldur tímamótum í íslenzkum fræðum. Hing-
að til hafa flestir þeir, er sinnt hafa þeim efnum, orðið að iáta sér
nægja að nota prentuð hin fornu rit íslendinga, en þar með átt það
undir umsjónarmönnum með prentun þeirra, hve nálægt þeir hafi
komizt handritunum. En vitanlega verður prentun aldrei svo full-
komin, að jafnist á við handritið sjálft. Það hefir þvi lengi verið þrá
fræðimanna á islenzk efni, að unnt yrði að koma út ljósprentuðum
hinum helztu íslenzku handritum fyrri tima. Með þessum hætti hefir
tekizt að koma út fám einurn fornritum, en slitrótt hefir það verið,
enda geysilega dýrt. Nú er svo komið, að þessi draumur fræðimann-
anna er að rætast. Bóksalinn Einar Munksgaard i Kaupmannahöfn,
vel menntaður maður, áður kunnur oss íslendingum að stórkostleg-
um bókagjöfum til landsbókasafns íslands, hefir nú hafizt handa í
þessu efni og hefir nú tryggt sér það, að verkið geti haldið áfram.
eitt bindi á ári hverju fyrst um sinn.
Munksgaard valdi hið nafnkunna sagnasafn, Fiateyjarbók, til
þess að vera fyrsta bindi í þessu mikla fyririæki, og er það lang-
stærst allra islenzkra handrita, sem til eru frá fyrri öldum. Hagaði
hann svo til, að hún birtist mönnum á þúsund ára afmæli Alþingis,
26. júní 1930. Var það gert til þess að votta hinni íslenzku ])jóð
hollustu og ástúð. Má segja, að hér hafi ekkert verið til sparað að
gera bókina sem bezt úr garði. Bókin er mynduð i fullri stærð, í
griðarmiklu arkarbroti, hátt á fimmta hundrað blaðsíðna, hver siða
tvídálkuð; bundin er hún með pergament á kjöl og horn, en á hlið-
ar blár pappir (litir landsins) og á framhlið fáni íslands með litum.
Bókin, þannig úr garði gerð, vegur 40 pund. Frá öllu er gengið
listavel. Myndir á kápu og upphafsstafur formála er dregið af P. Sæ-
bye, eftir fyrirmyndum úr sjálfri Flateyjarbók. Bandið er frá hendi
frægra bókbindara (Petersen & Petersen). Formálinn, sem er grein-