Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 122
116
Þjóðabandalagið.
[Skírnir
skipulegt sjálfstæði hinna og að verja hvern, sem fyrir
árás verður i því efni. Jafnvel þótt ekki sé lengra komið
en svo, að hætta sé á slíkri árás, hefst þessi skylda hinna.
Eins og áður hefir verið tekið fram, eru ákvæði 10. gr.
sáttmálans ekki nákvæm eða fullnægjandi um það, hvað
gera skuli, þegar svo stendur á. Ráðið á að gera tillögur
um það, en hin fullvalda ríki, sem í Þjóðabandalaginu eru,
fallast ef til vill ekki á tillögur ráðsins, að þvi leyti sem
ráðíð kynni að mælast til hernaðarþátttöku af hendi þeirra.
Þegar styrjöld væri hafin á einhvern bandalagsfélaga, mundu
fyrirmæli 16. gr. venjulega koma til greina. Og skal því
geymt að tala nánar um þetta, þar til rakin verða ákvæði
hennar.
6. Höfuðtilgangurinn með stofnun Þjóðabandalagsins
var, eins og áður er að vikið, að halda uppi friði meðal
rikja. Samkvæmt því er lýst yfir því i 11. gr. sáttmálans,
að bandalagið láti sig varða sérhvern ófrið eða ófriðar-
hættu, hvort sem félagar bandalagsins eigi beinlínis hlut
að máli eða aðrir. Ef árás er hafin eða hún vofir yfir, á
því forstjóri bandalagsins að kveðja saman bandalagsráðið
svo fljótt sem unnt er, ef einhver félaga æskir þess. Og
bandalagið á þá auðvitað að gera þær ráðstafanir, sem til-
tækilegar þykja, til þess að hefta styrjöld.
í samræmi við þenna höfuðtilgang, að hefta styrjaldir,
leggur sáttmálinn félögum bandalagsins ýmsar skyldur á
herðar. Ef ágreiningur rís upp með félögum og stjórnir
þeirra fá ekki jafnað hann friðsamlega, þá ákveður sátt-
málinn tvær aðalleiðir, sem reynt skuli að fara:
a. Að mál sé lagt til gerðar eða millirikjadóms, eða
b. Að ráð eða jafnvel þing bandalagsins reyni að koma
á sáttum.
Uni a. í fjölda millirikjasamninga hafa ríki undirgeng-
izt að Ieggja ágreiningsmál sín í gerð. Og halda slíkir
samningar auðvitað gildi sínu eftir stofnun Þjóðabanda-
lagsins, sbr. 21. gr. sáttmálans. Eftir friðarfundinn í Haag
1900 var þar stofnaður gerðardómur í millirikjaþræturn.
Og samkvæmt 14. gr. sáttmálans er einnig settur þar fast-