Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 24
18
Orsakir hljóðbreytinga i ísienzku.
[Skírnir
valdurinn hélzt (taljan > telja). U-hljóðvarp þar sem u
hvarf (saku > sök) er talið frá 8, öld, en u-hljóðvarp þar
sem u hélzt (garðum > görðum) frá fyrri hluta 9. aldar.
Eins og menn vita og þessi dæmi sýna, er hljóðvarp í því
fólgið, að sérhljóð í áherzlusterkri samstöfu breytir hljóð-
gildi sínu og nálgast eftirfaranda hljóð (venjulega í næstu
samstöfu). Til skýringar hljóðvarpi mun tvennt hafa verið
nefnt. Það er sagt, að hljóðvarp komi af því, að hugmynd-
in um bæði hljóðin í senn btjórni talfærunum, svo að þau
taki sér stöðu milli þeirrar, er þarf til þess að bera fyrra
hljóðið fram, og hinnar, er þarf til síðara hljóðsins. Þetta
er eflaust rétt svo langt sem það nær, en ekki nægir það
til að skýra, hvers vegna hugmyndin verkaði svona með
Norðmönnum á 8. og 9. öld og ekki fyrr. Þá er sagt, að
hljóðvarp, eins og margar aðrar hljóðbreytingar, komi af
ósjálfráðri hneigð til að spara sér hreyfingu og þar með
orku, en ekki nægir það til að skýra, hvers vegna Norð-
menn byrjuðu á þessum orkusparnaði á víkingaöldinni og
ekki fyrr, eða hvers vegna allar þjóðir hafa ekki sparað
sér orkuna svona, hver í sínu máli. Hér verður því að
grafa dýpra.
Sérstök atvik voru til þess að ég fór að hugsa um
þessi efni. Ég vildi vita, hvað ráða mætti um eðlisfar ís-
iendinga af meðferð þeirra á tungunni, síðan saga vor
hófst. Þar til heyrði að athuga helztu hljóðbreytingar, er
málið hefir tekið, síðan það greindist frá máli Norðmanna.
Var þá fyrst að líta á séreinkenni hinnar sameiginlegu tungu
Norðmanna og íslendinga, vest-norrænunnar í samanburði
við aust-norrænu, dönsku og sænsku, til þess að finna frum-
stefnu tungu vorrar, ef svo má að orði kveða, en næst að
athuga, hvort íslenzkan hefði vikið frá þeirri stefnu og þá
hvernig. En hljóðbreytingarnar út af fyrir sig segja oss nú
ekkert um þjóðina annað en það, að hún hefir breytt tung-
unni svona. Þær verða fyrst lærdómsrikar, ef takast mætti
að sýna, af hvaða breytingum á ástandi þjóðarinnar, and-
legu eða líkamlegu, þær eru sprottnar.
Hér er þá verkefnið. Og það er þvi merkilegra við-