Skírnir - 01.01.1931, Blaðsíða 250
II
Skýrslur og reikningar.
Halldór Þórarinsson, Vogi,
Hannes Thorsteinsson, fv. bankastj., Reykjavík,
Hendrik Erlendsson, læknir, Höfn í Hornafirði,
Herbert M. Sigmundsson, prentsmiðjueigandi, Reykjavík,
Jóhannes Sigfússon, yfirkennari, Reykjavik,
Johnsen, Lárus, konsúll, Vestmannaeyjum,
Kjartan Helgason, prófastur, Hruna,
Klemens Jónsson, fv. ráðherra, Reykjavik,
Sigurður Pálsson, fv. verzlunarstj., Reykjavík,
Vigfús Bergsteinsson, Brúnum,
Víglundur Helgason, Hauksstöðum,
Þórarinn Gíslason, gjaldkeri, Vestmannaeyjum,
Östlund, David, Ósló.
Stóðu fundarmenn upp til minningar um hina látnu.
Nýir félagar höfðu bætzt við 20 á árinu 1930.
2. Forseti las upp efnahagsreikning félagsins pr. 31. des. 1930
og rekstrarreikning þess 1930. Voru reikningarnir samþykktir i einu
hljóði. Forseti las ennfrennir upp reikning sjóðs Margr. Lehmann-
Filhé’s og reikning Afmælissjóðs Hins íslenzka bókmenntafélags.
3. Endurskoðendur voru endurkosnir, Þorkell Þorkelsson, veður-
stofustjóri, og Þorsteinn Þorsteinsson, hagstofustjóri.
4. Forseti skýrði frá bókaútgáfu félagsins árið 1931. Félags-
bækur verða í ár: Skirnir, íslenzkir annálar, Stærðfræðin, þýðing
forseta á riti eftir enskan stærðfræðing, A. N. Whitehead, og eitt
hefti af íslenzku fornbréfasafni. — Auk þessara rita yrði prentað 2.
hefti af registri við Sýslumannaæfir; 1. heftið af því hefði verið
prentað síðastliðið ár (sbr. fundargerð aðalfundar 1930.
Loks skýrði forseti frá því, að fulltrúaráðið hefði ákveðið, að
hætta útgáfu Fornbréfasafnsins með lokum 12. bindis, en að í stað
þess væri ákveðið að hefjast handa um útgáfu æfisagnarits islenzkra
manna og að undirbúningi loknum að gefa ritsafnið út.
Dr. Páll E. Ólason, bankastjóri, fór nokkrum orðum um niður-
lagningu útgáfu Fornbréfasafnsins og beindi tilmælum til fulltrúa-
ráðsins að taka enn af nýju til athugunar framhald þessa rits. For-
:seti svaraði og taldi hentara, að rikið kostaði útgáfu þessa ritsafns,
■ef henni yrði áfram haldið, enda miðaði útgáfunni svo hægt áfram
imeð núverandi tilhögun, að núlifandi fræðimenn væri ekki mjög
imiklu bættari. Taldi forseti, enda þótt fulltrúaráðið kunni vel að
meta þetta rit, að það mundi trauðla sjá sér fært að breyta ákvörð-
un sinni i þessu efni. — Dr. Páll itrekaði tilmæli sín til fulltrúaráðs
um framhald útgáfunnar i einhverri mynd.
Fleira eigi gert. Fundi slitið.
Kristinn Danielsson.
Einar Arnórsson.