Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 3

Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 3
VAJLUR 31. TÖLUBLAÐ — 1973 ÚTGEFANDI: Knattspyrnufélagið VALUR. Félagsheimili, íþróttahús og leikvellir að Hlíðarenda við Laufásveg. RITSTJÓRN: Frímann Helga- son, Gunnar Vagnsson, Sigurdór Sigurdórsson og Jón Karlsson. Auglýsingaritstjóri: Friðjón Guðbjörnsson. Prentað í ísafoldarprentsmiðju hf. Séra JóhaMin tilíiYar: Aí máli má manninn þekkjau 5? Svo segir Drottinn hersveitanna, ísraels Guð: „Hlýðið minni raustu, þá skal ég vera yðar Guð og þér skuluð vera mín þjóð, og gangið jafnan á þeim vegi, sem ég býð yður, til þess að yður vegni vel“. (Jer. 7. 23.) Kæra íþróttafólk og þér sem unnið íþróttum, eitt ár er liðið í aldanna skaut, ár mikilla við- burða, þar sem Ólympíuleikarnir voru haldnir og ótal ný met voru sett, svo hátindar íþrótta- ársins sé getið. Það vekur ætíð furðu, hver geta mannsins er, henni virðist lítil takmörk sett, þar sem saman fer sjálfsögun, einbeittur vilji, þrot- laus þjálfun og tækni. Og í leik og keppni er það viðtekin regla, að einn hlýtur sigursveiginn. Það má sárt reynast þeim, sem aðeins er hársbreidd frá markinu, sigrinum. En gefurn því gaurn, að íþróttir hafa annað mark og mið en aðeins að skapa ofurmenni, þó að fordæmin séu hvatning til eftirbreytni. Markmið íþrótta hlýtur ávallt, hvað heildina snertir, að vera það að saman mætti fara: heilbrigð sál í heilbrigðum líkaina. Það er ósk mín og bæn, öllum yngri og eldri íþróttaunnendum til handa á nýbyrjuðu ári i973, að þetta fagra orðtak verði ekki innan- tómt slagorð, heldur það takmark, sem að er keppt. Ég tel mig ekki þurfa að eyða orðum að því, sem eftir heilbrigði líkamans, þegar ég hripa þessi orð á blað til ykkar íþróttaunnenda, en hitt væri ekki úr vegi, að ég dveldi litillega við það, sem eftir heilbrigði sálarinnar, frá mínum bæjardyrum séð. Við tölum um, að sálarlífið sé okkar innra líf, okkar duldi maður. Þessi,okkar innri maður ger - ir vart við sig í töluðu orði og við segjum: Af máli má manninn þekkja — og hins vegar tjáir okkar innri maður sig í verkunum, en því má ekki gleyma, að á bak við hvort tveggja: orj5 og athöfn býr innsti kjarni sálarlífsins, þ. e. a. s. hugsunin. Það gefur því augaleið að eins og lík- aminn þarf sína næringu og þjálfun til þess að verða heilbrigður, þannig þarf sálin sina nær- ingu og þjálfun. Þar eru margar raddirnar, sem kalla i dag og vilja benda á leiðir til fagnaðar og hamingju og það þarf bæði dómgreind og stælt- an vilja til þess að velja og hafna í tæka tíð. Og enga lífsreglu kann ég betri, til þess að hverjum og einum megi vegna vel en þá að hlýða raust Drottins og ganga á þeim vegi, sem hann býður. En ég vil taka það fram og leggja áherzlu á, að það hvort tveggja er ekki auðvelt og krefst dag- legrar þjálfunar og sjálfsögunar ekki síður en líkamsþjálfunin. Eina leiðin til þess að ná árangri í þeirri íþrótt er að beina augum sínum til Jesú Krists, höf- undar og fullkomnara trúar okkar. Hann sagði: „Eg er góði hirðirinn og þekki mína og mínir þekkja mig — og þeir munu lieyra mína raust.“ Sá, sem leggur eyrun við raust Jesú, mun rata réttan veg og vel vegna. í samfélaginu við hann, veitist það lífsviðhorf, sem skapar heilbrigða sál og eykur þrótt og dug. Hlýðum hans raust, þræðum hans veg og þá mun okkur ekki aðeins vegna vel á þessu nýja ári, heldur allt til enda. Megi blessun fylgja öllum íþróttaiðkendum til heilla fyrir þá sjálfa og þjóðarheildina. ,,y,alur, áfram að markinu! j L u K f '1 j * i i 11 '7 1 ISIAKQS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.