Valsblaðið - 11.05.1973, Qupperneq 8
6
VALSBLAÐIÐ
um starfshæfni hans og skyldurækni,
enda er það mála sannast og vitnis-
burður alira kunnugra, að hann hafi
rækt skyldur sínar í daglegum störf-
um, af hinni mestu trúmennsku og
alúð.
Frímann Helgason var þó, eins og
ég sagði áðan, þekktastur fyrir áhuga-
mál sín á sviði íþrótta, og þá ekki
sízt fyrir hið mikla starf sitt í knatt-
spyrnufélaginu „Val“, þar sem hann
var lengi meðal hinna áhugasömustu
knattspyrnumanna og lífið og sálin
í félagsstarfi þess félags í fjölda ára.
Frímann var sem unglingur þrótt-
mikill í lund og alltaf mjög fram-
lega í hópi jafnaldra sinna í leik og
starfi. En knattspyrnu byrjaði hann
fyrst fyrir alvöru að æfa í Vest-
mannaeyjum og síðar í knattspyrnu-
félaginu „Val“ hér í Reykjavík.
Það yrði allt of langt mál að rekja
hér þá sögu, enda hefur það verið
gert á öðrum vettvangi, en það er
óhætt að þar hafi hann starfað af
brennandi áhuga og átti áreiðanlega
mikinn og góðan hlut að gengi þess
félags á sviði knattspyrnunnar.
Iþróttamál yfirleitt voru áliugamál
hans. Um fjölda ára ritaði hann
fréttagreinar um íþróttamál fyrir
dagblaðið „Þjóðviljann“, var lengi í
ritstjórn félagsblaðs „Vals“ og í
stjórn íþróttasambands íslands var
hann á annan áratug. Þá ritaði liann
bækur um kunna íþróttamenn og alls
staðar talaði hann máli íþróttanna,
þar sem það átti við.
Það var því ekki óeðlilegt, að fé-
Iagar hans í Val hafi verið honum
þakklátir fyrir störf lians í þágu fé-
lagsins. Honum lét jafn vel, að starfa
með hinum eldri félögum og þeim
sem ungir voru, alls staðar kveikti
hann eld áhuga í kringum sig. Það
er því vissulega mikið skarð fyrir
skildi í þessum félagsskap við frá-
fall hans og á þessari kveðjustund
þakka Valsmenn honum af lirærðu
hjarta fyrir hið mikla starf hans í
þágu félagsins.
Hér er eðlilega margs að minnast,
þegar Frímann Helgason er kvadd-
ur hér. Milli systkinanna og foreldra
þeirra var náið samband á æskuárum
þeirra austur í Vík, og milli systkin-
anna innbyrðis, eftir að foreldrar
þeirra voru fallnir frá. Af sjö syst-
kinum eru fimm á lífi, búsett hér
syðra. Samheldni í þessari fjölskyldu
hefur jafnan verið mjög náin.
Frímann var tvíkvæntur, fyrri
kona hans var Guðríður Sveinsdóttir
frá Fossi í Mýrdal og eignuðust þau
eina dóttur, Hönnu.
Síðari konu sinni, Margréti Stef-
ánsdóttur kvæntist hann 12. júní 1941
og lifir hún mann sinn, ásamt 2 börn-
um þeirra, Guðrúnu og Höskuldi.
Geymast nú hinar fegurstu minning-
ar um heimilislíf þeirra hjóna og sam-
starf allt og barna þeirra. Hann var
frábær heimilisfaðir og óvenjulega
mikill starfsmaður. Höfðu þau hjón-
in byggt sér fagran sumarbústað í
Mosfellssveit og ræktað þar mikið og
þar átti fjölskyldan margar indælar
stundir. En einnig gáfu þau sér tíma
til þess að ferðast nokkuð, bæði inn-
an lands og utan.
. .Það var næsta ótrúlegt, livað Frí-
inann Helgason hafði tíma til þess
að sinna mörgu, bæði skyldustörfum
sínum og liugðarmálum, enda eyddi
hann ekki tíma sínum í óreglu og
aðra fánýta liluti.
Hann var elztur systkina sinna og
var þeim hjartfólginn bróðir og mjög
var liann kær tengdafólki sínu og
frændbörnum.
Við æskustöðvar sínar austur í
Mýrdal var liann bundinn sterkum
böndum, ekki sízt heimilið í Görðum
í Reynishverfi og sína góðu vini þar,
hjónin frú Gunnheiði og Klemens
Árnason. Svo að segja á hverju sumri
eða hausti, hin síðari ár hafði Frí-
mann farið austur að Görðum og var
þar jafnan mikill aufúsu gestur, og
því flyt ég hér þakkir og kveðjur
þeirrar fjölskyldu fyrir tryggð hans
og vináttu frá Iiönum árum, og ég
veit, að það er lilýlega hugsað til hans
austan úr Mýrdal.
Við, sem ólumst upp með honum
þar eystra, minnumst bjartra æsku-
daga og æskufélaga og finnum til
trega og saknaðar, þegar góðir vinir
liverfa úr liópnum. Það eru rúm-
lega 51 ár, síðan við vorum fermdir
í gömlu kirkjunni að Reyni, það var
um hvítasunnuleytið á björtum vor-
degi.
Og árin hafa liðið og straumur tím-
ans hefur borið okkur, fermingarsyst-
kinin, í ýmsar áttir og Iífsreynslan
hefur að sjálfsögðu orðið ólík, en
Guði séu þakkir fyrir það, sem vel
hefur tekizt, og hann mun líta í sinni
mildi á hitt, sem ófullkomið og áfátt
hefur verið.
Innst inni var Frímann Helgason
alvörumaður, þó að hann væri glaður
og bjartsýnn og hið mesta lipurmenni.
Hann gerði sér það stundum til gam-
ans, að senda foreldrum sínum og
systkinum kveðju í ljóðum, þegar
hann var að heiman, ekki sízt þegar
jólin nálguðust, og var oft beðið eftir
þessari kveðju með mikilli eftirvænt-
ingu og tilhlökkun. Mig langar til að
hafa hér yfir eitt erindi úr slíkri
kveðju, ekki vegna þess að Frímann
hafi haft svo liáar hugmyndir um
kveðskap sinn eða hæfileika sína í
þá átt, enda hélt hann því lítt á lofti,
heldur vegna hins, að það lýsir all-
vel lífsviðhorfum hans sjálfs og þeim
hug, sem liann bar til ástvina sinna,
og einmitt nú er líka að líða að jól-
um og ósýnilegar bylgjur trúar og
kærleika fara þá um hugi flestra
manna. Erindi það, sem ég ætla að
fara hér með er þannig:
Gefi ykkur öllum Guð á hæðum
gleðileg og kærleiksþrungin jól,
eining lijartna, ást í unaðsklæðum
yfir ykkur Ijómi dýrðarsól.
Hann er þar og liann er liér og víðar,
hann, sem göfgar, gefur veikum þrótt.
Hann mun senda bylgjur kærleiks
blíðar,
að brjósti ykkar þessa helgu nótt.
Mér finnst, að þessi orð geti einnig
verið jólakveðja hans til ástvina hans
nú, þó að hann sé ekki lengur hjá
þeim að sýnilegum samvistum.
Við hefðum öll óskað þess, að Frí-
manni Helgasyni hefði orðið lengra
lífs auðið og liann hefði fengið að
njóta lieilsu og krafta og fengið að
starfa lengur fyrir ástvini sína. En
það er ekki á neins manns valdi að
segja, livað bezt er á liverri tíð.
En eftir hann liggur mikið starf,
og ástvinir hans geyma í liuga sín-
um kærleiksríkar minningar og þeg-
ar hugsað er um fyrirheit framtíð-
arinnar, kærleika Guðs og liandleiðslu,
getum við sannarlega verið bjarsýn.
Fagur var hans lífsdagur,
fegri er upp runninn
dýrðardagur hans
hjá Drottni lifanda. (J. H.)
Með þeim hug er liann kvaddur af
eiginkonu og börnum, barnabörnum
og tengdabörnum, félaga hans í Val,
samstarfsfólki í „Isaga“ og fjölmörg-
um vinum, nær og fjær. Við blessum
öll minningu hans og felum liann og
ástvini hans Guðs kærleiksríku liand-
leiðslu.
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa Guðs um geim. (J. H.)
Óskar J. Þorláksson.
VALSFÉLAGAR!
I I ]>iA niinnizi iálimia lellingj.'i.
vina «ða félagn, þá mnnið pflir
Míinninfiarn jóíH
KrÍNljáns liclijanonar.
Mimiiiigars|>jöl«l sjádsiiis fásl í
Ilákabúd llraga.