Valsblaðið - 11.05.1973, Qupperneq 9

Valsblaðið - 11.05.1973, Qupperneq 9
VALS BLAÐIÐ 7 StarfiS er margt ÍJr shýrslu aðalstjórnar „Kynslóðir koma, kynslóðir íara“. Það sannaðist áþreifanlega hjá okk- ur Valsmönnum, þegar fregnin um andlát vinar okkar og félaga Frí- manns Helgasonar barst okkur til eyrna í nóv. s.l. Okkur setti hljóða. Gat það verið, að hann Frímann væri horfinn frá okkur. Hann Frímann, sem var önnum kafinn við að skrifa Valsblaðið. Getur það verið að við fáum ekki lengur að hlusta á hann Frímann á fundum eða við önnur tækifæri, hvetja Valsmenn til dáða eða leiðbeina þeim yngri við okkar sameiginlega áhugamál. En vegir Guðs eru órannsakanlegir og þegar kallið kemur, þá verður engu breytt þar um. Eitt er víst, að Frímann Helgason hefur, sem íþróttamaður, unglingaleiðtogi og forustumaður í Val, skipað sér á bekk með þeim Valsmönnum, sem ávallt mun verða minnzt á meðan Valur er til. Ég mun ekki frekar rekja feril Frí- manns Helgasonar í Val hér, það er gert á öðrum stað í blaðinu, en ég veit að ég mæli þar um fyrir alla Vals- menn, að með fráfalli Frímanns Helgasonar er horfinn af sjónarsvið- inu hjá okkur í Val svipmikill og kappsfullur baráttumaður fyrir mál- efnum Vals. Innilegustu samúðar- kveðjur eru hér með fluttar af öllum Valsmönnum til Margrétar Stefáns- dóttur eftirlifandi eiginkonu Frí- manns Helgasonar, svo og börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðr- um skyldmennum. Á aðalfundi Vals 4. maí sl. voru eftirtaldir menn kosnir í aðalstjórn félagsins: Þórður Þorkelsson form., Einar Björnsson varaform., Guð- mundur Ingimundarson ritari, Sig- urður Guðmundsson gjaldkeri og Sig- urdór Sigurdórsson bréfritari. í vara- stjórn Lárus Loftsson og Stefán Árnason. Að vissu leyti markaði þessi aðal- fundur tímamót í sögu félagsins, því þetta var fyrsti aðalfundur eftir laga- breytinguna frá 1971, en þá voru að- alfundir gerðir að fulltrúafundum. Það er hlutverk aðalstjórnar á hverjum tíma að leysa úr og fram- kvæma ýms sameiginleg málefni, sem ávallt eru til staðar í félagi eins og Val. Síðastliðið ár var engin undan- tekning frá því. Eitt meginverkefnið var Hlíðar- endasvæðið og þá sérstaklega bygg- ing knattspyrnuvallar. Framkvæmdir hófust á miðju sumri við uppfyllingu og hefur nú verið varið um kr. 350.000,00 til þessara framkvæmda, auk þess hafa velviljaðir aðilar gefið bæði vinnu, akstur og uppfyllingar- efni, sem annars hefði kostað mikið fé. Hér er um að ræða grasvöll, sem verður að stærð 120x90 m2. íþrótta- nefnd ríkisins ásamt íþróttafulltrúa Þorsteini Einarssyni, svo og íþrótta- ráð Reykjavíkurborgar og stjórn Iþróttabandalags Reykjavíkur hafa fyrir sitt leyti samþykkt þessar fram- kvæmdir, samkvæmt fyrirliggjandi teikningum. Einnig hefur fjárveiting- arvald Alþingis samþykkt þessar framkvæmdir. Öllum þessum aðilum og öðrum, sem lagt hafa þessu máli lið er hér með þökkuð þeirra aðstoð og góður skilningur á málefnum fé- lagsins. Á árinu hefur markvisst verið unn- ið að fullkominni spjaldskrá yfir fé- lagsmenn. Skrifstofa félagsins og vinna við spjaldskrá hefur verið í umsjá ritara félagsins Guðmundar Ingimundarsonar og hefur hvort tveggja tekið miklum breytingum til hins betra. Sú nýbreytni var tekin upp að hafa skrifstofuna opna 2 stundir á viku hverri til reynslu eða á fimmtudögum kl. 5—7 e. h. Þang- að geta menn komið og fengið upp- lýsingar um félagið, greitt sín ár- gjöld o. þ. h. Skíðaskáli félagsins hefur verið töluvert á dagskrá og hefur sú breyt- ing á orðið viðvíkjandi rekstri hans, að fulltrúaráð félagsins hefur tekið við honum. Fyrirhugaðar eru endur- bætur á skálanum og þegar rafmagn hefur verið leitt í skálann, stórbatn- ar öll aðstaða þar til dvalar og félags- legs starfs. Einnig hafa hjónin Anita og Bjarni Jónsson tekið mikilli tryggð við skálann, dvalið þar, haldið hon- um hreinum og vistlegum. Meðal fastra liða í starfsemi fé- lagsins er rétt að geta 11. maí, sem er stofndagur félagsins. Þá er ávallt opið hús að Hiíðarenda og er ánægju- legt hve margir Valsmenn og velunn- arar félagsins leggja leið sína að Hlíð- arenda þann dag. Valsdagurinn fór fram í ágúst og tókst vel að venju. Árshátíð félagsins var haldin í apríl, var vel sótt og höfðu Valsmenn og gestir góða skemmtan af. Formanna- skipti urðu í fulltrúaráði félagsins, Frímann Helgason, sem verið hafði formaður í 10 ár, lét af því virðulega embætti, en við tók Hermann Her- Andreas Bergmann og formaður Vals Þórður Þorkelsson. mannsson og vil ég bjóða hann vel- kominn til starfa. Valsblaðið kom út upp úr áramótum, stórt og vandað að venju. Var það að þessu sinni að töluverðu leyti tileinkað Val 60 ára. Aðalritstjóri var Frímann Helgason og auglýsingastjóri Friðjón Guð- björnsson. Samvinna aðalstjórnar og deildastjórna var mjög góð. Haldnir voru fundir með form. deilda og gjald- kerum. Þar voru málefni félagsins rædd, bæði íþróttamálefni og fjármál. Deildir hafa haldið sína aðalfundi og eru skýrslur deildanna birtar á öðr- um stað í blaðinu, en þær bera vott um mikið og gott starf. Mikið var um ferðalög einstakra flokka á árinu, bæði utanlands og inn- an. Alls fóru rúmlega 100 stúlkur og piltar í keppnisferðir til útlanda á vegum félagsins, aðallega unglinga- flokkar. Tóku flokkarnir þátt í keppn- um og mótum með mjög góðum ár- angri. Einnig komu í heimsókn flokk- ar til keppni hér heima, bæði frá Dan- mörku og Færeyjum. Valur átti 6 menn í landsliði Islands í handknatt- leik, sem þátt tók í olympíuleikunum í Miinchen, en þetta eru fyrstu Vals- mennirnir, sem taka beinan þátt í Olymíuleikum og vil ég nota tækifær- ið að þakka þeim fyrir góða frammi- stöðu og að þeir voru félagi sínu til mikils sóma. Margir góðir sigrar unnust á árinu í öllum þeim greinum, sem Valur tek- ur þátt í, eins og fram kemur í skýrsl- um deildanna. Allt bendir til að fjárhagsleg af- koma félagsins verði góð á árinu, þrátt fyrir að sumir tekjuliðir hafi ekki orðið eins góðir og vonir stóðu til og þrátt fyrir það, að allur til-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.