Valsblaðið - 11.05.1973, Page 10

Valsblaðið - 11.05.1973, Page 10
8 VALSBLAÐIÐ kostnaður hafi hækkað. Mest munar um getraunirnar, en þær hvíla því miður á herðum of fárra félagsmanna. Ég vil hvetja alla Valsmenn til að leggja þar hönd á plóginn, ,,því marg- ar hendur vinna létt verk“. Getrauna- umboðsstaðir félagsins eru nú 62 tals- ins. Ég hef hér að framan getið um meginþætti félagsstarfsins á árinu og þá einkum það, sem að aðalstjórn fé- lagsins snýr, en meginstarfsemin fer að sjálfsögðu fram í deildunum. Vel- gengni félagsins er komin undir starfi þeirra, svo og samheldni og áhuga hvers einstaks félagsmanns. — Mikið starf og áhugi var einkennandi fyrir síðastliðið ár. En ávallt má betur gera. — Valsmenn! Látum ekkert tækifæri ónotað, sem vera kann til heilla og framgangs okkar sameigin- lega málefni, „Val“. Því hvað er Val- ur? Það ert þú, ég og allir hinir. Þ. Þ. Vr skýrslu knattspyrnudeildar Stjórnin: Stjórnin, sem nú lýkur störfum, var kosin í janúar 1972. Hans Guðmunds- son var kosinn formaður. Aðrir stjórn- armeðlimir skiptu þannig með sér verk- um: Elías Hergeirsson, varaformaður, Gísli Þ. Sigurðsson, gjaldkeri, Magnús Ólafsson, ritari og Svanur Gestsson meðstjórnandi. í varastjórn voru: Halldór Einarsson, Steindór Hjörleifsson og Sigurður Hall- dórsson. Varamenn voru boðaðir á stjórnarfundi. Haldnir voru 19 bókaðir fundir, auk margra skyndifunda. Fulltrúar: K.R.R. Elías Hergeirsson, aðalfulltrúi og Róbert Jónsson til vara. Æfingar og þjálfun: Óli B. Jónsson var ráðinn þjálfari fyrir meistara- og fyrsta flokk, honum til aðstoðar var Þorsteinn Friðþjófsson. 2. flokkur. Lráus Loftsson og honum til aðstoðar Guðlaugur Björgvinsson. 3. flokkur. Helgi Loftsson með Svan Gestsson til aðstoðar. 4. flokkur. Róbert Jónsson með Björn Hafsteinsson sem aðstoðar- mann. 5. flokk þjálfuðu Smári Stefánsson og Stanojev Krsta. Æfingarsókn var yfirleitt góð fram- anaf, en minnkaði þegar fram í sótti. Arangur í mótum: í Reykjavíkurmótinu hafnaði meist- araflokkur í 2. sæti með 8 stig. í íslands- mótinu í 5. sæti með 13 stig. í bikar- Það er ekki amalegt að hvílast í trjálundi að lokinni æfingu. Veðurguðirnir léku ekki alltaf við knattspyrnumennina í sumar er leið. Hér er Ingvar með boltann í leik Vals og IBV og gerir tilraun til að leika á Friðfinn Finnbogason. Þórir Jónsson fylgist spenntur með. keppninni unnu þeir Ármann 1—0, Akranes 2—1 í Reykjavík, en töpuðu síðan fyrir Vestmannaeyingum 4—0, leikið var í Vestmannaeyjum. Reykja- víkurmótið í innanhússknattspyrnu vann Valur, en hafnaði í 3. sæti í sínum riðli í íslandsmótinu, sem fór fram um pásk- ana, en einmitt þá var árshátíð félags- ins haldin. Yngri flokkar félagsins sigruðu í eft- irtöldum mótum: 2. flokkur B: Reykjavíkur-, miðsumars- og haustmót. 3. flokkur B: Haustmót. 4. flokkur A: íslandsmót. 4. flokkur B: Reykjavíkui'-, miðsum- ars- og haustmót. Afbragðs árangur náðist í einstaka flokki, svo sem 4. flokki, sem sigraði í íslandsmótinu og öllum mótum B-liðs. Einnig náðist mjög viðunandi árangur í 2. flokki, þótt ekki ynnist þar mót í A-liði. 3. flokkur fór vel af stað, en áhugi minnkaði nokkuð, er á leið, þó vannst haustmót í B-liði. Áhugi yngstu drengj- anna brást okkur ekki, æfingarsóknin þar var alltaf góð, og oft munaði litlu, að þeii' ynnu mót.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.