Valsblaðið - 11.05.1973, Page 14
12
VALS BLAÐIÐ
2. flokks skemmtilegt, en þar stóð utan-
ferð fyrir dyrum.
í lok keppnistímabilsins voru haldn-
ar „uppskeruhátíðir“, þar sem sigur-
vegarai' úr hinum ýmsu mótum hlutu
viðurkenningu.
/þróttamiðstöðin á Laugarvatni.
Dagana 7.—9. júlí dvaldist meistara-
flokkur að Laugarvatni við æfingar,
einnig var 4. flokkur þar 9.—14. júlí.
Stillt upp fyrir æfingu á Laugarvatni.
Vilhjálmur Kjartansson fremstur. Jó-
hannes Eðvalds. til hægri heldur ábúðar-
mikill.
Fordkeppnin.
í maí í vor efndi Fordumboðið til
knattþrautarkeppni fyrir yngstu knatt-
spyrnumenn félaganna. 7—12 ára dreng-
ir gátu tekið þátt í þessari keppni.
Um 80 Valsdrengir kepptu um að
komast í úrslit, sem háð voru á Laug-
ardalsvellinum, þar sem hinn frægi enski
knattspyrnukappi, Bobby Charlton, af-
henti verðlaun. Tveir Valsdrengir kom-
ust í úrslit, báðir í sama aldursflokki,
8 ára, en þar sigraði annar þeirra,
Magnús Þór Ásmundsson.
Þjálfaranámskeið:
í sumar fóru tveir af þjálfurum yngri
flokkanna á þjálfaranámskeið til Eng-
lands á vegum Vals. Það voru þeir
Helgi og Lárus Loftssynir. Rómuðu þeir
bræður mjög kennslu og allan aðbúnað
þar.
Kvennaknattspyrna innanhúss.
Valur sendi kvennalið til keppni á
Knattspyrnumóti Islands innanhúss. Ár-
angur var þokkalegur miðað við að stúlk-
urnar fengu aðeins nokkra tíma til und-
irbúnings mótinu.
Kvennaknattspyrna ryður sér nú mjög
til rúms, bæði úti og inni, og þarf stjórn
knattspyrnudeildarinnar að fara að at-
huga þetta mál nánar.
Valsdagurinn 1972.
Valsdagurinn var nú haldinn 10. sept-
ember, sem var einn af fáum sólskins-
dögum á þessu sumri. Að venju komu
margir gestir á félagssvæðið þennan dag
til að fylgjast með dagskránni, sem var
hin ánægjulegasta.
Heimsóknir.
Síðla sumars fengum við óvænta send-
ingu frá Vestmannaeyjum. Var þar 2.
flokkur Gladsaxe frá Danmörku. Valur
og Í.B.V. hafa haft góða samvinnu i
sambandi við heimsóknir erlendra liða.
Fyrirvarinn var mjög stuttur en samt
tókst þetta með ágætum. Gistu þeir í
félagsheimilinu og borðuðu á Múlakaffi.
Gladsaxe-piltarnir léku við jafnaldra
sína í Val og sigruðu Valspiltarnir.
Stjórnin bauð flokknum í ferðalag aust-
ur fyrir fjall, með þeim fóru Hermann
Hermannsson og Gísli Þ. Sigurðsson,
sem sá að mestu leyti um heimsókn
þessa. Voru Danirnir mjög hrifnir af
dvölinni hér. Og hafa boðið Val að koma
með 3. flokk til Danmerkur næsta sumar.
Utanferðir.
Seinni hluta júlí og byrjun ágúst voru
um 50 manns úr knattspyrnudeildinni
erlendis. Voru það meistaraflokkur, sem
fór til Færeyja og 2. flokkur, sem fór
til Brummunddalen í Noregi. Aftar í
þessari skýrslu er nánar getið um ferðir
þessar.
Getraunir.
Sala og dreifing getraunaseðla var
nú sem og undanfarin ár undir góðri
stjórn gjaldkera okkar, Gísla Þ. Sig-
urðssonar. Salan hefur verið heldur
minni hjá deildinni í ár en í fyrra. Þyrfti
enn að gera stórt átak i þeim efnum
og reyna að dreifa þessari miklu og
mikilvægu vinnu á fleiri menn.
Erlendur þjálfari.
Það hefur lengi verið óskadraumur
margra Valsmanna að fá hingað góðan
erlendan þjálfara. Snemma í sumar kom-
umst við í samband við sovézka sendi-
ráðið, fyrir tilstuðlan og uppástungu
Magnúsar Helgasonar, forstjóra í
Hörpu, um að fá hingað sovézkan þjálf-
ara næsta sumar. Það hefur nú tekizt,
og mun hann byrja þjálfun hjá félag-
inu 1. febrúar 1973. Þjálfari þessi, sem
heitir dr. Itytchev er doktor í íþrótta-
fræðum og hefur þjálfað í heimalandi
sínu og erlendis með ágætum árangri.
Væntum við mikils af honum og hlökk-
um til að sjá hvernig hann starfar.
Stjórnin vill sérstaklega þakka Magnúsi
Helgasyni fyrir hans mikla þátt í þessu.
Færeyjaferð.
Meistaraflokkur félagsins fór til Fær-
eyja 25. júlí til 1. ágúst 1972. Ferðin
var farin til að leika á Olafsvöku og var
farið í boði H.B. og B 36.
Leiknir voru þrír leikir í ferðinni:
26. júlí Valur—B—36 3—2
29. júli Valur—H.B. 0—3
31. júlí Valur—Þórshafnarúrval 2—1
Búið var á farfuglaheimilinu og að-
búnaður ágætur. I heild tókst ferðin mjög
vel.
Neskaupstaðarferð 3. flokks.
I ágúst í sumar fór 3. flokkur félags-
ins til Neskaupstaðar í boði Þróttar á
Neskaupstað. Lagt var af stað á föstu-
degi um klukkan 3 með flugvél F.l. og
Tveir góðir saman.
Hörður og Þórir í æfingabúðum að
Laugarvatni.
lent á Egilsstöðum eftir klukkustundar
flug. Þaðan var svo farið með áætiun-
arbii til Neskaupstaðar, en sú ferð tök
um 3 tíma, en margt var að sjá á leið-
inni, því þarna er fallegt og veðrið alveg
sérstaklega gott þennan dag. Móttökurn-
ar á Neskaupstað voru með ágætum.
Sofið var í skólanum en borðað á heim-
ilum drengjanna á staðnum. Leiknir
voru tveir leikir og töpuðust báðir 2—3
og 0—1. Valsdrengirnir létu það ekki
á sig fá, var alltaf góður andi á töp-
unum, og framkoma þeirra til fyrir-
myndar. I þessari ferð tóku þátt 12
drengir. Heim var svo komið á sunnu-
dagskvöldið eftir ánægjulega ferð. Með
drengjunum fór Hans Guðmundsson.
Ferð J. flokks að Laugarvatni,
9.—H. júlí.
I æfinga- og keppnisferð að íþrótta-
miðstöðinni á Laugarvatni komu á s.l.
sumri 30 drengir úr 4. flokk. Farið var
af stað úr Reykjavík á sunnudegi kl.
16.00, og þegar til Laugarvatns kom
tekið upp „pláss“, sem meistaraflokkui'-
inn hafði notað 2 sólarhringana áður.
Á Laugarvatni var dvalizt við æfingar,
fai'ið í sund og gufuböð, verið við leiki
og kvöldvökur, svo sem þeir þekkja, er
verið hafa á staðnum áður. Veður var
sæmilcgt, en ekki fór hópurinn varhluta
af íigningunni, sem svo oft kemur við
á Laugarvatni. Vegna þess varð minna