Valsblaðið - 11.05.1973, Side 16

Valsblaðið - 11.05.1973, Side 16
14 VALS B LAÐIÐ um við engu að kvíða. Þá er því ekki að leyna að við bindum miklar vonir við sovézka þjálfarann, sem við erum að fá og vonum, að hann geti kippt í lag ýmsum hlutum, sem verið hafa í ólagi innan liðsins. Árni Njálsson hefur verið með liðið í vetur og hef- ur þegar náð miklum árangri, að okkur finnst, og honum hefur tekizt að eyða vissum, ja, misskilningi skul- um við segja, innan liðsins. Hinu er ekki að leyna, að það ríkir engin bjartsýni hjá okkur í stjórn knatt- spyrnudeildarinnar fyrir næsta sum- ar hvað því viðkemur að vinna titla. En takist okkur að gera gott lið úr þeim efnivið, sem við höfum, þá er mikið fengið, vegna þess að við teljum að í sumar verði mótað að hluta okkar framtíðarlið, þar eð ung- ir menn verða að koma inn í liðið. Auðvitað fer árangurinn aðeins eftir drengjunum sjálfum og við vonum að síðasta sumar hafi verið þeim næg lexía. — Hefur félagslífið verið gott hjá knattspyrnudeildinni ? — Það hefur verið allsæmilegt. Við höfum verið með kaffifundi, spila- og taflkvöld og mér finnst þau hafa tekizt allvel. Og nú höfum við skipað unglinganefnd sem sjá á um félagslíf yngri flokkanna. Hún á að skipuleggja allt félagsstarf þeirra og þegar hafa verið haldnir fundir hjá nefndinni og ákveðið prógram lagt fram. Þar með má segja að komið sé fast form á félagslífið og það tel ég vera til bóta. Þá verður þessi nefnd einnig starf- andi í sambandi við leiki yngri flokk- anna í sumar og er ætlunin m. a. að hvetja foreldra drengjanna til að koma á leiki og fylgjast meira með hvað verið er að gera, en verið hefur. Það er ætlunin að senda heim með drengjunum fjölritaða miða, þar sem höfðað verður til foreldranna að koma og fylgjast með flokkunum í keppni. — Hvernig hefur þér líkað að starfa í stjórn deildarinnar sem for- maður? — Mér finnst þetta nú vera að lag- ast. Ég var alls óvanur svona störf- um, þegar ég byrjaði í fyrra, en mað- ur kemst inn í þetta og það er mik- ill áhugi innan stjórnarinnar að kippa málunum í lag og taka þau fastari tökum en verið hefur og takist það, hygg ég að árangurinn láti ekki á sér standa. VAI.SME.VN! Vel klæddir menn (og konur) eru oft nefndir snyrtimenn. Ef þið komið í Valsbúningi ykkar hrein- um og stroknum til leiks hljótið þið sama heitið, og Valur og þið hafið heiður af. IJr skýrslu handknattleiksdeildar Stjórn deildarinnar hélt mjög marga fundi á starfsárinu, og voru þeir yfir- leitt haldnir á fimmtudögum á skrif- stofu félagsins. Mörg mál voru tekin þar til yfirvegunar, enda starfsárið mjög annasamt í alla staði. Skal nú reynt hér í skýrslu þessari að gera grein fyrir því helzta. Eins og öllum er kunnugt, þá var þýð- ingarmesta mál okkar, útvegun þjálfara erlendis frá, og tók það mál drjúgan tíma af starfsárinu. Málið gekk mjög vel framan af og var um tvo erlenda þjálf- ara að ræða, sem við gátum fengið, en því miður varð það hálf endasleppt, því að ljóst er að ekkert verður úr þessu að sinni. Akveðin var keppnisferð með ungl- ingaflokka deildarinnar til Danmerkur og Svíþjóðar, og tókst hún með miklum ágætum. Þátttakendur voru 50. Tekið var á móti færeysku meistur- unum Neistinn og léku þeir hér á landi fjóra leiki, o. fl. o. fl. Æfingar, þjálfun og þjálfarar. Þjálfarar deildarinnar veturinn 1971 —1972 voru: 1. og meistarafl. kvenna: Stefán Sand- holt. 2. flokkur kvenna: Geirarður Geirarðs- son. Hér flýgur Ólafur H. Jónsson hátt í leik við Ií. R. Og hefur tvo Valsmenn sitt hvoru megin við sig, þá Gunnsteinn og Ágúst. Vörn K. R. víðsfjarri góðu gamni. 3. flokkur kvenna: Sigurjóna Sigurðar- dóttir og Bergljót Davíðsdóttir. 1. og meistarafl. karla: Reynir Ólafsson. 2. flokkur karla: Þórarinn Eyþórsson. 3. flokkur karla: Stefán Bergsson og Þórður Sigurðsson. 4. flokkur karla: Örn Petersen og Jafet Ólafsson. 5. flokkur karla: Jóhann Ingi Gunnars- son og Kristján Þorvaldsson. Flokkarnir höfðu æfingatíma innan- húss svo sem hér segir: Meistaraflokkur og 1. fl. kvenna æfðu einu sinni í viku í Laugardalshöllinni í 50 mín. og einu sinni í viku í okkar húsi 100 mín. Meistaraflokkur og 1. fl. karla æfðu einu sinni í viku í Laugardalshöllinni í 100 mín. og tvisvar í viku í okkar húsi í 150 mín. 2. og 3. fl. kvenna og 2., 3. og 4. fl. karla æfðu tvisvar í viku í okkar húsi. En 5. fl. drengja aðeins einu sinni í viku hverri. Þannig æfðu handknattleiksflokkar Vals um 24 tíma í viku hverri með um 230 þátttakendum, með leiðsögn 12 leið- beinenda. Æft var utanhúss í allt sumar hjá meistara-, 1. og 2. flokki kvenna og hjá 2. og 3. flokki karla og voru að jafnaði 2—3 æfingar í viku. Þá æfði meistara- flokkur karla einnig til undirbúnings þátttöku í Islandsmótinu utanhúss. Við viljum hér með þakka okkar stóra leiðbeinanda og þjálfarahópi fyrir ein- Stefán í færi, en Ágúst í 1. R. hefur stolið boltanum af Stefáni.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.