Valsblaðið - 11.05.1973, Qupperneq 17

Valsblaðið - 11.05.1973, Qupperneq 17
VAL.S B L.AÐIÐ 15 a «0 Aá tfáW'ilSL: y J&m m Km Islandsmeistarar Vals í útihandknattleik 1972. Fremri röð f. v.: Hilmar Sigurðsson, Bergur Guðnason, Ólafur Benediktsson, Jón Breiðfjörð, Gunnsteinn Skúlason fyrirliði, og Ágúst Ögmundsson. — Aftari röð f. v.: Þorbjörn Guðmundsson, Ólafur H. Jónsson, Jón Jónsson, Stefán Gunnarsson, Gísli Blöndal, Jón Itarlsson, Jón Ágústsson og Þórarinn Eyþórsson þjálfari. staklega fórnfúst starf í þágu hand- knattleiksins í félaginu. Þjálfarar starfstímabilið 1972—1973. Eins og yfirleitt er reynt að stefna að, þá lagði stjórn sú er nú skilar af sér verkum mikla áherzlu á, að hafa þjálfara tiltæka er þetta tímabil hæfist. Eins og áður hefur verið drepið á, þá stóð til að ráðast í það stórvirki að fá til deildar- innar erlendan þjálfara, þrátt fyrir óheyrilega há laun þeirra. Og voru marg- ar ætlanir á lofti með útvegun fjár. Þjálfari þessi átti að hafa yfirumsjón með þjálfun yngri floklta, fyrir utan þjálfun meistaraflokkanna, og þjálfara- námskeiðs fyrir leiðbeinendur deildar- innar. En því miður varð ekkert úr þessu. Þá var ekkert annað að gera en að við Valsmenn og konur reyndum að axla byrðina sjálf eins og áður. Og má segja að nokkuð sæmilega hafi til tekizt, þrátt fyrir að flest af þeim, sem eru að þjálfa nú í vetur, hafa öðrum störfum að gegna í félaginu, og þá sérstaklega stjórnarstörfum. Þetta er ekki alveg nógu góð þróun og æskilegt að breyting verði á. Þjálfarar verða svo sem hér segir: Meistaraflokkur og 1. fl. kvenna: Stef- án Sandholt mun halda áfram þjálfun þeirra og fer það vel, því að sýnt er að flokkurinn hefur tekið miklum framför- um undir hans stjórn. 2. flokkur kvenna verður áfram með Geirarð Geirarðsson, og honum til að- stoðar verður ungur efnilegur maður, Jóhann Ingi Gunnarsson. 3. flokkur kvenna: Sigurjóna Sigurð- ardóttir mun haida áfram með þær og hefur hún fengið sér til aðstoðar systur sína, Hildi Sigurðardóttur. 5. flokkur drengja: Verða þeir með Davíð Lúðvíksson, Jón Leví Hilmarsson og Ivar Eysteinsson. Allt ungir og bráð- efnilegir leiðbeinendur. 4. flokkur karla: Hjá honum verður Jafet Ólafsson áfram og er það vel, en hann vantar mann með sér, og vonandi rætist úr því. 3. flokkur karla: Hjá honum verður Þórður Sigurðsson núv. varaform., en hann var einnig þjálfari drengjanna í fyrra ásamt Stefáni Bergssyni, sem hef- ur óskað eftir að hvíla sig í vetur. Þórði til aðstoðar verður Jón Pétur Jónsson úr mfl. 2. flokkur karla: Þar hefur orðið sú breyting, að Þórarinn hættir með flokk- inn, og er vonazt til er þetta er skrifað að Geirarður Geirarðsson taki 2. flokk að sér. Meistara- og 1. flokkur karla: Þar hætti Reynir þjálfun í sumar, og stóð til að erlendur þjálfari yrði með flokk- inn í vetur en það breyttist, og hefur Þórarinn Eyþórsson hlaupið undir bagga með þjálfun flokksins í vetur, þar sem ekki hefur fengizt annar þjálfari. Guð- mundur Harðarson mun stjórna þrek- þjálfun flokksins sem fyrr og er hann í þeim efnum enginn viðvaningur. Reyn- ir Ólafsson mun verða Þórarni til að- stoðar í keppnum o. fl. Þá er upptalið þjálfaraliðið. Um leið og við bjóðum hina nýju þjálfara vel- komna til leiðbeinendastarfsins í hand- knattleiksdeildinni, þá viljum við hér með þakka þeim Bergljótu Davíðsdóttur og Stefáni Bergssyni, Erni Petersen og Kristjáni Þorvaids þeirra ómetanlega starf í þágu handknattleiksins í Val. En þau taka sér nú hvíld sem þjálfarar í vetur. Vonum við að þau eigi eftir að starfa sem leiðbeinendur síðar. Ekki veitir af, það er eitt sem víst er. Alltaf vantar góða leiðbeinendur fyrir okkar góða efnivið, unglingana. Mót og leikir. Svo sem undanfarin ár tók Valur þátt í öllum opinberum mótum sem haldin voru á s.l. leikári. Það er að segja: Hand- knattleiksmeistaramóti Reykjavíkur, handknattleiksmeistaramóti Islands inn- anhúss og handknattleiksmeistaramóti Islands utanhúss. Þá tókum við þátt í haustmóti Gróttu, hraðkeppni H.K.R.R. og loks í Copenhagen Cup og Partille Cup 72. Verður hér á eftir ieitazt við að rekja árangur Vals í hinum ýmsu aldursflokkum. Meistaraflokkur karla. I Handknattleiksmeistaramóti Reykja- víkur urðu þeir nr. 1, skoruðu 94 mörk gegn 51, hlutu 12 stig. I Handknattleiksmeistaramóti íslands (innanhúss) urðu þeir nr. 3, skoruðu 184 mörk gegn 175 og hlutu 14 stig. í Handknattleiksmeistaramóti íslands (utanhúss) léku þeir í B-riðli og sigruðu þann riðil, skoruðu 74 mörk gegn 37 og hlutu 6 stig. Léku síðan til úrslita við sigurvegara A-riðils, F. H. Sigraði Val- ur í þeim leik með 9 gegn 8, og þar með titilinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.