Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 23

Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 23
VALS BLAÐIÐ 21 Við höfðum breytt um leikstíl frá fyrra ári, og hefur það tekið sinn tíma að ná taki á honum. Nú má segja að þú hafir svo til fyrirvaralaust tekið við þjálfun liðs- ins í haust. Hraus þér ekki hugur við því? Jú, vissulega hraus mér hugur við að taka að mér þjálfun 1. deildarliðs karla, það sem réði því að ég lagði út í að reyna þetta, er sú samstaða sem ég fann frá leikmönnum um að við gætum þetta með sameiginlegu átaki. Ég verð að segja það eins og það er að ég hef ekki orðið fyrir von- brigðum með áhuga leikmannanna, slíkur er áhuginn og krafturinn í þeim. Um hitt má svo deila hvort ég valdi verkefninu, það verður tíminn að segja um. Þetta kom nú allt til út af þeim svikum sem við urðum fyrir út af ráðningu júgóslavnesks þjálfara, sem við töldum öruggt að mundi ráðast til okkar í haust, en ekkert varð af. Að því máli vorum við búnir að vinna í tæplega ár, en varð því miður svona endasleppt. Þá voru góð ráð nokkuð mikið dýr. Allir þeir þjálfarar íslenzkir sem til greina komu af okkar hálfu, voru þegar búnir að ráða sig. Eins og þú sérð af þessu, þá varð úr því sem komið var engin lausn viðunandi, nema hall- ærislausn. Þessvegna ertu nú að ræða við mig sem þjálfara m.fl. og 1. flokks karla. Það var ekkert annað að gera en að dubba einhvern upp í þjálfara. Það vill mér til happs að flesta ykkur þekki ég mjög vel, og ég hef fylgzt með ykkur í allt að tíu ár. Hitt er svo annað mál að hefði þetta komið til hefði undirbúningur minn verið ann- ar. Ég hef tekið eftir því Þórarinn að þú kemur mjög vel undirbúinn á æfingar, hlaðinn útskrifuðum blöð- um. Það lilýtur að liggja mikil vinna í þessu hjá þér? Jú, víst er það, ég reyni eftir megni að undirbúa þetta eins vel og mér er unnt, óhjákvæmilega fer nokkuð drjúgur tími í það, en ég held því fram og er reyndar viss um að honum er ekki illa varið. Það má heldur ekki gleymast að mér til fulltingis eru af- bragðsmenn, þeir Reynir Ólafsson, Guðmundur Iíarðarson og Geirarður Geirarðsson. Þeirra verksvið eru: Guðmundur semur þrekæfingar, Reynir fyrrverandi aðalþjálfari okk- ar er ráðleggjandi í sambandi við keppnina, og loks Geirarður liðsstjóri. Þetta er alveg ómetandi hjálp, og vil ég hér með þakka þeim það. Með slíka bakhjarla ætti þetta að takast vel. Sá mannslcapur, sem þú hefur not- að í m.fl. í vetur er sambland ungra manna sem eru að hefja feril sinn og svo margreyndra leikmanna. Ertu ekki hræddur um að ungu mennirnir verði ósjálfrátt útundan í leikjum þ. er „sveltir“ eins og við köllum það? Það er vissulega fyrir hendi hætta á að ungu mennirnir, sem leikið hafa með liðinu í vetur, hafi verið sveltir eins og þú kallar það. Rétt er að taka af allan vafa með það, að þeir eru allir sem einn góðir félagar og keppnismenn sem eiga framtíðina fyr- ir sér. Við höfum reynt eins og unnt er að treysta þeim, og þeir hafa feng- ið allmörg tækifæri, sem mér er óhætt að segja að þeir hafi skilað með sóma. Við skulum heldur ekki gleyma því, að þeir eru að keppa um sæti í lið- inu við þrautreynda handknattleiks- menn, sem enn eru ungir og frískir. Ég hef þá persónulegu trú að ungu mennirnir geri sér grein fyrir því, að veturinn í vetur er þeim dýrmætur skóli, sem ganga verður í gegnum með eldmóði. Flestir af þeim eru að koma upp úr 2. flokki s. 1. haust og viðbrögðin eru ólýsanlega mikil. Eg vona að samstarf mitt við þá megi verða þeim til góðs og ánægju, eins og þau hafa verið á s. 1. árum. Nú ertu margreyndur kvenna- þjálfari í handknattleiknum. Finn- urðu einhvern mun á því að þjálfa m.fl. kvenna og karla? Rétt er það að ég hef aðeins snert á þjálfun kvennaflokka Vals, og átt með þeim sérstaklega ánægjulegt samstarf, sem nánast aldrei hefur borið skugga á. Ég hef frá upphafi gert mér það ljóst, að ekki er hægt að gera sömu kröfur til kvenna í handknattleik og karla, og þótt leiðinlegt sé til þess að vita hve áhorfendur og aðrir eru ó- réttlátir gagnvart þeim hvað getu og framkvæmd þeirra í keppni snert- ir, ég held því fram að þetta fólk komi ekki með réttu hugarfari sem áhorfendur að kvennaleikjum. Mér finnst kvenfólk vera mikið einlægari félagar og standa betur við það sem þeim er uppálagt og ætlazt er til af þeim. Aftur á móti er hægt að krefj- ast meira af karlkyninu, því að þeir eru miklu næmari fyrir leiknum, og eru bógar til þess. Við látum þetta nægja. Saknarðu einlivers í aðstöðu þinni til þjálfunar? Já, því er ekki að neita. Ég sakna ákaflega að hafa ekki rýmri tíma í húsi okkar til æfinga. Að ógleymdri vallarstærð hússins sem er of lítil og háir fullorðnum karlmönnum með út- færslu á leik sínum. Enda háir vall- arstærðin öllum okkar flokkum í keppni í Laugardalshöllinni og íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Þetta er vissulega orðið stórt vandamál og brýn þörf á að leysa, ef við eig- um ekki að dragast aftur úr. Jón Karlsson hefur liér snúið á vörn P. H. Kominn i dauðafæri og skorar eitt af sigurmörkum Vals—F.H. í fyrri leik liðanna í I. deildinni 1973.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.