Valsblaðið - 11.05.1973, Side 26

Valsblaðið - 11.05.1973, Side 26
24 VALS BLAÐIÐ kostar peninga, og þar sem fjárhagur deildarinnar er ekki sterkur, er mér ljóst að þetta verður erfitt við að fást. Deildin verður nú 5 ára í ár, og er ætlunin að koma á opnum mótum af því tilefni. Er ætlunin að efna til móta í A-flokki og meistaraflokki, þar sem boð- in verður þátttaka félögunum í Reykja- vík, Akranesi og Vestmannaeyjum. Síð- ar í vetur verður svo komið á mótum fyrir yngri félaga. Hugmyndin er að beina starfinu að unglingunum eftir því sem hægt er í vetur, því öðru vísi getum við ekki alið upp keppnisfólk í félaginu. Við höfum ráðið Rafn Viggósson aft- ur til að leiðbeina og kenna í vetur. Hann fór á námskeið í Danmörku í haust, og væntum við mikils af honum, og við það bætist, að honum til aðstoðar koma á hverja æfingu hjá þeim ungu menn úr stjórninni og áhugasamir fé- lagar. Það sem háir okkur mest og stendur starfseminni fyrir þrifum er tímaleysi í húsinu, og á meðan ekki fæst lagfær- ing á því er vai'la við því að búast að við getum alið upp stóran hóp af keppn- isfólki. Til þess að svo megi verða þurf- um við að skapa því æfingamöguleika. Mér finnst það lágmark, að láta þeim i té tvo tíma á viku, ef verulegur árang- ur á að nást. Ef aðalstjórn vill leggja áherzlu á, að við ölum upp keppnisfólk, þá þarf hún að leggja á ráð um að veita deildinni fleiri tíma. Það er rétt að það komi hér fram, að í framtíðinni verður gengið eftir því að tímar þeir, sem við höfum til ráðstöfun- ar til útiána, verða ekki geymdir eins og verið hefur. Þeir verða auglýstir og þá verða menn að gefa sig fram og fast- setja þá og greiða. A þessu hefur verið misbrestur, og bezt fyrir alla að þar fari ekkert milli mála fjárhagslega eða hvað snertir nýtingu á tímum. Þetta verður auglýst í Iþróttahúsinu í tæka tið. Þá vil ég minnast á, í sambandi við innanfélagsmótin, að mér finnst það mikið sinnuleysi af Valsmönnum að það skuli þurfa að hringja í þá til að taka þátt í sínu eigin móti. Mér finnst það benda til svo mikillar deyfðar að ófært er, og vona ég að til þess komi ekki á komandi vetri. F. H. Ekki er öll von úti Viðtal við Inga ICf/rinils. Til þess að fræðast svolítið um bridge-mál Vals náðum við í Inga Eyvinds og báðum hann að segja frá þeim málum. Ingi hefur um langan tíma verið einn af áhugasömustu bridge-mönn- um Vals, og er því kunnugur öllu er varðar bridge innan félagsins, allt frá byrjun. Hann sagði m. a.: Innan Vals er starfandi nefnd sem hefur það verkefni að sjá um bridge-mót og til að vekja athygli á bridge. í henni eru Sigurður Marelsson, Tryggvi Gísla- son og Ingi Eyvinds. Valsmenn munu hafa byrjað að spila bridge í Skíða- skálanum á hans velmektarárum, þeg- ar þangað sóttu fjöldi Valsmanna, karla og kvenna. Þar var oft glatt á hjalla, og þegar ekki gaf á skíði vegna veðurs var slegið í bridge. Það má líka segja, að þar hafi byrjað sú keppni sem alla tíð síðan hefur verið efnt til og þá í Félagsheimilinu eftir að Skíðaskála-lífið dróst saman og hætti. Skipulagða keppni hefur ekki verið beinlínis um að ræða. Þó hefur alltaf verið komið á tvímennings- keppni einu sinni á vetri, með þó nokkuð góðri þátttöku. Efnt var t. d. til afmæliskeppni s.l. vetur og sig- urvegarar urðu þar þeir feðgarnir: Tryggvi Gíslason og Gísli Tryggvason. Þátttakan á undanförnum vetrum hefur verið um 15 til 20 pör, sem í knattspyrnu er sá háttur á hafð- ur, að þá er leikmaður hefur unnið sér til þriggja „bókana“ hjá dómara vegna endurtekinna eða grófra brota verður hann að þola leikbann. Er ekki að efa, að þetta stuðlar að því, að leikurinn fer prúðmannlegar fram en ella. Leikmenn gæta skaps síns bet- ur, ljót orð og mótmæli við dómara heyrast síður og síðast en ekki sízt er þess frekar gætt en áður að brjóta ekki gróflega á andstæðingi sínum. Það álit mun nú almennt fara vax- andi meðal handknattleiksunnenda, að leikurinn verði sífellt grófari og ljótari á að horfa sökum pústra og hrindinga. Þó verður að hafa í huga, að handknattleiksmenn eru yfirleitt í mjög góðri líkamsþjálfun og því vel undir það búnir að mæta harðskeytt- um andstæðingum. En því verður eigi móti mælt, að oft keyrir úr hófi fram hvað hörku og sviptingar snertir. Vil ég meina að leikreglurnar eigi tals- verða sök á þessari þróun leiksins og þá um leið túlkendur þeirra, dómar- arnir. 1 reglunum eru ekki til sams konar ákvæði og í knattspyrnulögun- um um leikbann. Vel mætti hugsa sér, að t. d. ákveðinn fjöldi áminn- inga og brottrekstra af leikvelli nægði til að leikmaður yrði settur í bann. Væri og nauðsynlegt, að komið yrði verður að kalla sæmilegt, og keppnin gengið vel. Má þar nefna Örn Ing- ólfsson, sem hefur verið mjög dug- andi að koma þessari keppni á. Reynt hefur verið að hafa opið hús í félagsheimilinu og meðal annars var auglýst ákveðið kvöld, en eng- inn mætti. Þórður Þorkelsson hefur mjög hvatt til þess að reyna þetta til þrautar og vekja Valsmenn og konur af svefni, og hingað til hefur sú til- raun ekki borið árangur. Það er þó rétt að taka það fram að erfitt er að samræma þessa starfsemi vegna þess að öll kvöld vikunnar eru æf- ingar hjá flokkum Vals á hinum ýmsu tímum og svo eru keppnir hjá þeim um helgar. Ekki höfum við þó gefið upp alla von enn og reynum nú að fá til okkar eldra fólkið, sem ekki er að jafnaði við íþróttaæfingar, en það er eins og alltaf þurfi að vera að efna til keppni í bridge til þess að fá mannskapinn hingað, sagði Ingi að lokum. F. H. á fót aganefnd, er fjallaði um mál einstakra leikmanna og veitti þeim skjóta úrlausn. Ég minntist á að dóm- ararnir ættu hlut að máli í þessari ,,öfugþróun“ leiksins. Þar eru þeir þó ekki allir sama marki brenndir. Oft vill þó brenna við, eins og dæmin sanna, að leikir leysist upp í slags- mál vegna linkindar dómara. Þykir mörgum harla ófögur sjón að sjá leikmann rétta andstæðingi sínum bylmingskjaftshögg eða reyta hár hans í bræði sinni. Það eina sem dóm- ari getur gert í slíkum tilvikum, er að vísa hinum seka af leikvelli um stundarkorn, en sökudólgurinn er óð- ara kominn inn á völlinn aftur eins og ekkert hafi í skorizt og honum verður áreiðanlega teflt fram í næsta leik liðsins til að berja á andstæð- ingunum. Þótt leikmenn séu allflest- ir miklir að burðum og „með skap“ eins og íþróttamönnum sæmir, þá er leikurinn til þess gerður, að kraftar þeirra og hæfni fái notið sín gegn andstæðingunum á skynsamlegan og drengilegan hátt. Því er það eindregin skoðun mín, að taka beri upp ákvæði um leikbann í handknattleiksreglurnar og beita þeim síðan til að „kæla ruddalegustu leikmennina“ a. m. k. um stundar- sakir. Jón Kavlsson: Leikbann VitlsnuMin «g konnr! I*sn> er einkenni góslrsi Isimsinnsi sn> inöglsi ekki ei>si mólmsrlsi dóinsirsi í leik. Ilvernig liri'gsl |iú vii>, ef ]iér finnsi ilómsiri hsifsi gi'rl ]iór rsmgl I iI.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.