Valsblaðið - 11.05.1973, Síða 31

Valsblaðið - 11.05.1973, Síða 31
VALS BLAÐIÐ 29 Fi'ímann Helgason: Við hringborðið Við í blaðstjórninni höfum annað slagið verið að reyna að koma með nýja þætti í blaðið, ef það gæti orðið til þess að auka fjölbreytni blaðsins og gera það líflegra og virðist mér því hafi verið vel tekið. Að þessu sinni förum við af stað með þátt sem við köllum: Við hring- borðið, og er ætlunin að ræða þar við hópa sem á einhvern hátt eru í sviðs- ljósinu, en þó þannig að þar þurfi að kryfja til mergjar mál er Val snerta og þurfa lagfæringar við. Er því gert ráð fyrir, að kalla til menn sem telja verður kunnuga því máli sem fyrir liggur, og til þess er ætl- azt að þeir verði hreinskilnir við sjálfa sig og félag sitt og málefna- legir í framsögn sinni. Undir þennan þátt geta því komið öll þau mál sem félagið fjallar um, hvort sem það eru framkvæmdir, störf í deildum eða nefndum, eða árangur í íþróttum. Slíkur þáttur í blaðinu gæti líka orðið til þess að frekari um- ræður yrðu meðal félagsmanna þar sem þeir hittast og gæti á þann hátt fært þá nær þeim erfiðleikum sem alltaf eru að skjóta upp kollinum. Við lítum svo á að því betur sem félagsmenn kynnast erfiðleikunum, þá verði þeir betur undir það búnir að takast á við erfiðleikana, og félag- ið einnig sterkara. Að þessu sinni þótti okkur eðli- legt að byrjað væri á ,,andliti“ fé- lagsins — meistaraflokki — þar sem svo mörgum hefur þótt, að árangur- inn yrði ekki eins góður og ætla mætti, þegar geta hvers einstaklings liðsins er athuguð. Við ákváðum því, að fá nokkra einstaklinga liðsins, og þá miðað svo- lítið við aldur og reynslu, þó að allt- af megi deila um það, hver eða hverj- ir eigi að sitja fyrir svörum hverju sinni. Þeir, sem við völdum, voru: Sig- urður Dagsson, Jóhannes Eðvaldsson, Þórir Jónsson og Vilhjálmur Kjart- ansson og lögðum fyrir þá nokkrar spurningar: Fyrsta spurning: Eruð þið ánægðir með árangurinn í meistaraflokki í sumar? Sigurður: Ég er ekki ánægður með hann, þó að við kæmumst þetta áfram í bikarkeppninni, þá tel ég að útkom- an hafi ekki verið sem skyldi. Jóhannes: Ég er sammála Sigurði og svar mitt er stórt nei. Þórir: Ég er á sama máli og síð- ustu ræðumenn. Vilhjálmur: Ég er alls ekki ánægð- ur með þetta heldur. Önnur spurning: Hvað var að? Sigurður: Það er nú dálítið erfitt að svara því í stuttu máli. Það var sjálfsagt margt að, það vill oft vera svo þegar illa gengur. Ósamstæða kemur fljótt í hugann, og hefur það oft verið rætt innan og utan flokks- ins. Ég held að það hafi verið ósam- staðan í liðinu öllu sem var aðalor- sökin og þó sérstaklega þegar fór að líða á keppnistímabilið. Má í því sam- bandi benda á, að þegar við fórum til Eyja vantaði sex menn af þeim sem byrjuðu í vor og voru fastir menn í liðinu. Það var eins og menn væru ýmist að koma eða fara allt sumarið. Jóhannes: Þegar við byrjuðum síð- astliðið vor gekk þetta vel og við ætl- uðum að vinna alla leiki, en svo töp- um við, og við ætluðum bara að vinna næsta leik, en það gekk ekki, menn urðu ,,svekktir“ og þá sérstaklega í lokin. Róbert og Hörður hættu og ungir menn komu í staðinn, sem er allt í lagi, en við máttum ekki við því að missa þessa tvo menn. Menn gátu ekki tekið sér frí á laugardags- morgni, þegar við fórum til Eyja. Það fannst mér nokkuð skrýtið. Þórir: Ástæðan er vafalaust marg- þætt. Þegar ég kom í liðið í sumar fannst mér mikill glundroði í því, eng- in samtök, það var eins og það væri enginn áhugi fyrir því að ná árangri. Menn mættu þarna, þar var pískr- að í tveim—þrem hornum, síðan byrj- aði æfingin og þá voru ef til vill ekki mættir nema 6 eða 7 úr liðinu; þá vantaði yfirleitt þennan kjarna, eða mennina sem hafa verið toppurinn hjá Val undanfarin ár. Það virtist ekki vera neinn áhugi fyrir æfingun- um. Ástæðan? Þjálfarinn var of linur og lét þetta viðgangast; hann hefði átt að gera róttækar aðgerðir, m. a. með því að kippa ýmsum mönnum út úr liðinu, sem áttu þar ekki heima vegna óreglu og annarrar hegðunar. Þegar menn fá að haga sér svona, fer allt í óefni. Fyrir leikinn í Eyjum vöknuðu menn og þá fyrst var breytt til, og ég vil segja að sá hópur hafi verið sá bezti. Vilhjálmur: Það, sem mér finnst helzt að, er áhugaleysi leikmanna, þeir vilja ekki leggja að sér, svo kem- ur einnig til skipulagsleysi. Óregla er innan liðsins, ekki aðeins er varðar áfengi eða tóbak, en það er ýmislegt annað, svo sem mataræði, hvíld o. fl., sem við þekkjum ekki nóg inn á til að fara eftir því. Samkeppnin er orð- in það mikil í áhugamennskunni, að við verðum að reyna að líkjast meira atvinnumönnunum ef við ætlum að komast eitthvað áfram. Þálfarinn og stjórnendur voru ekki nógu ákveðnir og gott dæmi um það var fyrir einn leikinn í íslandsmótinu, að 5 mín. fyrir leikinn var ekki búið að velja liðið. Þegar þjálfarinn var spurður um liðið, vissi hann ekkert um það hvernig það vrði skipað. Hann ætl- aði að láta tiltekna tvo menn velja liðið og fannst mér það ákaflega vafa- samt. Á miðju keppnistímabilinu var mik- ið rætt um óreglu og nú skyldi vera tekið hart á henni. Settur yrði vörð- ur við veitingahúsin til að fylgjast með hvort leikmenn sæktu þessa staði. Nú, svo skeður það, að leikmaður brýtur og segir þjálfaranum frá því. Mér féll ekki svar þjálfarans: Þetta hefur verið mjög lítið, við skulum gleyma þessu. Meðan haldið er svona áfram, er ekki við því að búast að okkur farnist vel eða gerum eitthvað stórt. Þriðja spurning: Eruð þið ánægðir með aðstöðuna hjá Val eins og hún er? Sigurður: Ég er nokkuð ánægður með aðstöðuna, það má deila um ein- stök atriði, en yfir höfuð held ég að aðstaðan sé eins og við getum kraf- izt. Þó vil ég nefna að við æfum á grasinu langt fram á vor án þess að hafa fulla stærð á mörkum. Jóhannes: Mér finnst grasvöllurinn óhæfur, en nú er verið að gera nýjan völl, og það tekur því kannske ekki að ráðast í að lagfæra gamla völlinn fyrr en hinn nýi er kominn í gagnið. Ég er sammála Sigurði um mörkin. Mér finnst líka að það þyrfti að bæta við 3—4 lömpum, þannig að lýsing yrði sæmilega góð. Þórir: Á íslenzkan mælikvarða tel ég að við séum mjög vel settir hér á Hlíðarenda. Margir ágætir vellir og fallegt umhverfi. Mér finnst líka vanta svonefnda skotpalla, sem forráðamenn í Val hafa séð erlendis. Netum fyrir aftan mörkin tel ég nauðsynlegt að koma upp. Það, sem mér finnst ein- kenna Hlíðarenda, þegar maður er að æfa og leika hér á sumrin, er hve umhverfið er fagurt. Allir lögðu þeir til, að settur yrði skotpallur við völlinn og net fyrir aft- an mörkin. Vilhjálmur: Ég er tiltölulega ánægður með aðstöðuna eins og við getum ætlazt til. Það er þó viss að- staða hér, sem við notfærum okkur

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.