Valsblaðið - 11.05.1973, Qupperneq 33
VALS BLAÐIÐ
31
þjálfarar, hvernig munduð þið reyna
að byggja upp samstillt lið?
Sigurður: Ég mundi koma með
meira úr sjálfum leiknum inn á æf-
ingarnar, menn leiki sínar stöður, æfi
vissa hluti, þrír og þrír saman, og geri
þetta nokkrum sinnum. Ég mundi
líka leggja meiri áherzlu á markvörzlu
en yfirleitt er gert.
Jóhannes: Ef ég væri þjálfari
mundi ég leggja fram ákveðið þrek-
,,prógram“ í byrjun og þar kæmu inn
æfingar í lyftingum. Leikaðferðir
verða að koma með í æfingunum í
ríkum mæli.
Ef ég þyrfti að taka mann út af
í leik, yrði ég að skýra það fyrir hon-
um hvers vegna ég gerði það. Ég
mundi setja vörn á móti sókn og
reyna að finna veilur varnarinnar eða
sóknarinnar og benda á þær þegar.
Fyrir leiki mundi ég skilyrðislaust
kalla leikmenn saman til töflufunda
og ræða leikinn sem framundan er og
fara yfir síðasta leik og veilurnar þar.
Þórir: Ég mundi gera það sem ég
gæti til þess að fræða menn um leik-
inn, fá þá til að hugsa sjálfa um það
sem þeir eiga að gera. Af hverju þeir
ættu að gera þetta og af hverju hitt.
Þá mundi ég hafa töflufundi fyrir
hvern leik. Ég hef ekki verið á töflu-
fundum síðan ég var hjá Róbert Jóns-
syni og síðar Árna Njálssyni.
Það liggur í hlutarins eðli, að eftir
hvern leik þarf að ræða um hann og
það sem þar gerist. Varðandi sam-
stöðuna mundi ég hafa tilteknar og
ákveðnar reglur sem leikmenn yrðu
að fara eftir.
Vilhjálmur: Það sem mér væri efst
í huga sem þjálfari, er að byggja upp
nokkra þætti utan vallar áður en farið
er út á völlinn til æfinga. Kæmu þá
til fundir með leikmönnum og við-
ræður um það sem gera skal.
Úti á vellinum mundi ég leggja
áherzlu á, að menn tækju einkatíma,
ef svo mætti segja, og æfa þar tiltek-
in atriði.
Það mundi lyfta mikið undir, ef
gerðar væru áætlanir um utanferðir,
°g þá yrði auðveldara að fá menn til
að mæta á æfingum.
Sigurður: Það má segja að við í
meistaraflokki séum alltaf að æfa
undir utanferðir; við höfum alltaf
þann möguleika að fara út á hverju
ári og það er undir okkur sjálfum
komið hvort það tekst eða ekki. Eðli-
lega ættum við að setja okkur það
mark á hverju vori.
Sjöunda spurning: Hvaða kröfur
teljið þið eðlilegt, að gerðar séu til
leikmanna varðandi ástundun, átök
við þjálfun og reglusemi?
Sigurður: Ef menn vilja hafa veru-
lega gaman af knattspyrnu verða all-
ir að taka á, það er skylda gagnvart
félögum sínum og félaginu. Svo er
það þjálfarans að fá leikmennina til
að gera eins vel og bezt verður kosið.
Varðandi áfengisneyzlu hafa verið í
gildi reglur, þar sem kveðið er á um,
að ekki megi neyta áfengis þrem dög-
um fyrir leik. Við vitum þó að áfengi
er lengur að fara úr líkamanum en
þrjá daga.
Jóhannes: Ég mundi vilja hafa
bannið lengra. Ég tel nauðsynlegt,
að menn leggi hart að sér á æfing-
um og það er mikið atriði, að þjálf-
arinn hafi æfingarnar skemmtileg-
ar, þannig að menn geti skemmt sér
við þær, fái þá til að brosa og hlæja,
svo að þetta verði dálítið í leikformi.
Sigurdór: Væruð þið tilbúnir í öll-
um tilvikum, að setja mann út úr
liðinu fyrir svona brot, hver sem mað-
urinn væri?
Það er almenn skoðun, að ef reglur
væru settar og þeim framfylgt gjör-
samlega, að þær yrðu síður eða ekki
brotnar.
Þórir: Ef menn ætla sér að ná ár-
angri, þá verða þeir að mæta alveg
skilyrðislaust á allar æfingar. Gott
dæmi um þetta er FH í sumar; þar
er sagt að æfingasókn hafi verið 99%
og það fylgdi með, að enginn þeirra
hefði smakkað áfengi í fjóra mán-
uði. Eftir þessa fjóra mánuði, eða eft-
ir að þeir voru komnir í fulla þjálf-
un, varð að líða vika til næsta leiks
án áfengis. Takmarkið var alltaf það
að vinna. Það er því það sem þarf,
að hafa réttan aga og glaðværð í
hópnum. Það er rétt, að það eru allt-
af menn innan um, sem ekki leggja
nægilega hart að sér, en ráðið við
því er, að hafa æfingarnar dálítið í
keppnisformi, og með lúmskri keppni
er hægt að plata þá svolítið og fá
þá til að taka meira á en þeir hafa
gert.
Vilhjálmur: Það er talað um kröf-
ur til leikmanna, ef leikmaður ætlast
til þess að liðið nái árangri, þá verð-
ur hann að gefa alla sína orku til
þess að svo megi verða. Ef allir eru
samstilltir þá næst árangur. Varð-
andi reglusemina vildi ég hafa viku
frá ölvun manna til næsta leiks, og
mér skilst, að ef til þess kæmi, þá
yrði það yfirleitt meðan keppnis-
tímabilið stendur yfir, og það mun
þykja hroðalegt; en ég er viss um,
að ef þeim reglum yrði beitt þá mundi
árangurinn ekki láta á sér standa.
Nú svo hafa þeir allan veturinn til
að bæta sér þetta upp. Skemmtistað-
ir hér eru fábreytilegir og eiga þeir
ef til vill nokkra sök á þessu ástandi.
Skálaferðir gætu dregið úr óreglu
yfir sumartímann, ef notaðar væru
frístundirnar til þess að sameinast
þar, og gætu forustumenn þannig
komið til móts við leikmenn á þann
hátt.
Sigurdór: Er áhugi manna það mik-
ill að þeir mundu halda áfram, ef aga-
reglum yrði beitt, er nógu mikið af
góðum mönnum til að fylla í hugs-
anleg skörð, eða eru þeir að gera þetta
fyrir félagið eða sjálfa sig?
Sú almenna skoðun var, að ef þessu
væri framfylgt öruggt, fyndum við
að hér væri alvara á ferðum og ef
þeim reglum, sem settar væru, yrði
fylgt vel eftir, mundi liðið eflast og
sameinast, og kom það fram, að menn
mundu leggja þetta á sig yfir ákveðin
tímabil.
Áttunda spurning: Teljið þið að
góður erlendur þjálfari mundi breyta
miklu í meistaraflokki ?
Sigurður: Góður þjálfari hlýtur að
breyta miklu og þá sér í lagi, þegar
menn eru sammála um, að síðasta
sumar hafi ekki verið nógu gott.
Jóhannes: Ég mundi hiklaust segja
það, að góður þjálfari mundi breyta
miklu og ég held að allir hljóti að
vera sammála um það.
Þórir: Grundvöllurinn fyrir því að
ná saman góðu liði hjá Val núna er
sá, að fá góða þjálfara, þá fara menn
að mæta og hafa gaman af æfingun-
um.
Vilhjálmur: Ég er alveg sannfærð-
ur um það, að ef til Vals kæmi góð-
ur þjálfari, sem kann mikið fyrir sér,
þá hljóti árangurinn af starfi hans
að koma. Þegar ég var að byrja 1
meistaraflokki var alltaf verið að tala
um það, hvað Valur ætti góðan efni-
við, og nú hlyti þetta að koma, en
þetta hefur aldrei komið. Ég held að
menn geti verið sammála um það, að
það eru góðir einstaklingar og efni-
legir menn að koma upp og ég held,
að árangurinn láti ekki á sér standa
ef að góður þjálfari kæmi.
Hins vegar að ef liðinu gengur illa
í framtíðinni er hætta á að piltarnir
hætti að koma til félagsins, þá er
komið hættulegt ástand.
Níuntla spurning: Eruð þið bjart-
sýnir með næsta keppnistímabil ?
Allir létu í ljós bjartsýni með kom-
andi ár, og Þórir bætti við: Ef það
gerist ekki þá er ég farinn.
Ef sending til þín frá samherja
misheppnast, og þú brettir í
brýrnar, og hreytir úr þér
linjótsyrði, ert þú lélegur sam-
herji. Ef þú lætur ekkert á þig
fá, og segir: „Allt í lagi, betra
næst“, þá ert þú góður samlierji,
sem lijálpar félaga þínum að
jafna sig á þessum mistökum,
því enginn hefur fundið eins til
og hann.