Valsblaðið - 11.05.1973, Page 34
32
VALS BLAÐIÐ
Frhnann Helgason:
Reidar Sörensen
sjötíu og íirnm ára
Allir þeir, sem voru virkir í félags-
lífi Vals á árunum milli 1930—’40,
kannast við afmælisbarnið, Reidar
Sörensen.
Á þeim tima skrifaði hann blað í
sögu Vals, sem lengi mun minnzt, og
hafði mikil áhrif á knattspyrnuna í
Val á þeim árum. Til óblandinnar
ánægju fyrir okkur Valsmenn hafa
þessi kynni endurnýjazt með sam-
skiptum sem Valur og Brumunddal I.
L. hafa átt í s. 1. 16 ár, og byrjaði með
heimsókn Br. I. L. hingað 1956. Sör-
ensen var þá þjálfari liðsins og var
það fyrir hans atbeina að þessi sam-
vinna byrjaði og hefur haldið áfram.
Sörensen hefur verið nokkuð sér-
stæður persónuleiki og á margan hátt
merkilegur. Hann hefur alltaf verið
mikill félagshyggjumaður, og naut
þess innst inni að taka þátt í þeim
störfum. Hann var alinn upp í gamla
skólanum, þar sem agi og nákvæmni
ríkti og strangleiki í hvívetna. Sem
ungur maður varð hann að bei’jast
fyrir tilveru sinni, og var trúr þeim
anda sem hann ólst upp í. Það var því
ekki að undra þótt stundum gæti
kastazt í kekki milli hans og ungra
manna, sem vildu taka lífið létt, og
iétu þá ráðast hvort alvara væri bak
við orð og gerðir. Slíka framkomu
þoldi Sörensen ekki, til þess var hann
of sannur við sjálfan sig. Hann vildi
ekki beygja sig fyrir því sem hann
taldi rangt, og hann var ekki til við-
ræðu um að slá af kröfum sínum.
Hann vissi að það var ekki mögulegt
að komast áfram, hvort sem það var
leikur, nám eða vinna, nema leggja
sig fram. Þegar hann varð var við
slæpingshátt, kæruleysi og áhugaleysi,
var það honum mikill þyrnir í augum,
og var þá óvæginn í orðum. Þetta áttu
margir erfitt með að skilja. Þeir, sem
hafa kynnzt Sörensen bezt, vita aft-
ur á móti að hann er sérlega athugull
maður og greindur, og þekkir út í æs-
ar allt sem varðar íþróttir, enda mik-
ið lesinn um þær. Hann hefur ekki að-
eins lesið mikið um íþróttamál. Hann
er mjög víðlesinn um mjög margt og
í sannleika sagt er honum fæst óvið-
komandi.
Hann dáir íslenzku bókmenntirnar,
og er fjölfróður um sögu Norðurland-
anna. Hann er mikill íslendingur þó
hann hafi aðeins dvalið hér í 15 ár,
og sannarlega setti hann svip á
íþróttalífið hér á þeim 15 árum sem
hann var hér.
Á unga aldri var hann sérlega góð-
ur frjálsíþróttamaður, fimleikamaður
og knattspyrnumaður, og lék um skeið
í þýzka knattspyrnuliðinu Kölner
Sportklub. Hér verður ekki rakinn
lengur íþróttaferill Reidars eða saga.
Valsblaðinu þótti við eiga að biðja
okkar gamla vin að svara nokkrum
spurningum varðandi feril sinn, og
sendum honum þær fyrir nokkru, en
hann býr á Hamar í Noregi. Hann brá
fljótt við og fara svörin hér á eftir.
Valsblaðið vill fyrir hönd allra
Valsmanna þakka Reidar störfin og
tryggðina og árna honum heilla og
velfarnaðar á komandi árum.
Æskuár.
Ég er fæddur 20. okt. 1897 í Stött í
Norður-Helgeland, sem er 7 mílum
fyrir sunnan Bodö í Norðui’-Noregi.
Þetta er gamalkunnur staður eða allt
frá 13. öld, og elzti verzlunarstaður í
Norður-Noregi. Þarna var veiðistöð
fyrir fiskibáta, sem komu sunnan að
og urðu að sigla eftir Vestfjorden til
Lofóten. Þetta var áður en vélskipin
komu til sögunnar þar norður frá, en
f jörðurinn, sem var um 10 mílur, var
hættulegur í vetrarveðrum. Á vetrum
gat það komið fyrir að þar væru
liggjandi í höfninni nokkur hundruð
bátar sem biðu sjóveðurs. Við urðum
að sinna verzluninni dag og nótt, og
hýsa fólk ef með þurfti. Margar merk-
ar ættir hafa átt þennan stað á um-
liðnum öldum, og fjölskylda mín hef-
ur átt það í um 100 ár.
Yrði saga staðarins skráð mundi
það verða mikil og merkileg menn-
ingarsaga. Þegar í æsku kynntist ég
alvöru lífsins á margan hátt, og sú
reynsla átti þátt í að móta líf mitt.
Skipstapar og sjóslys voru daglegir
viðburðir, og í vondum vetrarveðrum
urðum við að vera við öllu því versta
búin. Ég man t. d. eftir því, að eitt
sinn stóðu 17 lík uppi heima hjá okk-
ur eftir að nokkrir bátar höfðu farizt
á Vestfirðinum. Á æskudögum mínum
urðu ungir menn að horfast meira í
augu við alvöru lífsins en ungir menn
nú á dögum.
Við vorum 11 systkinin, og ég full-
yrði að uppeldið var ,,fínpússað“ eftir
beztu uppskrift, þar sem svo stór
systkinahópur varð að lifa saman í ró
og umburðarlyndi. En foreldrar mínir
voru líka úr hinum gamla góða skóla,
sem sýndi myndugleik í jákvæðum
aðgerðum.
Allt skemmtanalíf okkar urðum við
að annast sjálf og undirbúa. T. d.
stofnuðum við hljómsveit með ýmsum
hljóðfærum, þar sem ég m. a. lék ein-
leik á harmoniku. Ég minnist þess að
harmoníkan mín var pöntuð beint frá
Þýzkalandi, og kostaði þá kr. 1,60.
Lítið dæmi um verðlag í þá daga. Úti-
líf stunduðum við mikið, og hlupum
yfir hæðir og mýrar berfættir og
næstum klæðlausir. Þar fengum við
mýkt og leikni í líkamann, sem ég síð-
ar naut á íþróttaferli mínum.
I æsku var ég mjög bókhneigður,
sat og las allt sem ég náði í. Þetta
varð til þess að ég var sendur í
menntaskóla í Bódö, og sóttist námið
vel.
Fyrstu kynni mín af skipuleguin
íþróttum.
Á skóla þessum komst ég fyrst í
kynni við skipulagðaíþróttastarfsemi,
þó það væri mjög takmarkað sem
maður gat stundað þar. Fyrstu verð-
laun mín fyrir keppni í íþróttum fékk
ég í þessum skóla, og þau einustu sem
skólinn fékk í því móti. Það voru 3.
verðlaun í langstökki, stökk 4,63,
mjög gott stökk í þá daga, af dreng
að vera, og yngstur þeirra sem
kepptu. Verðlaunin voru lítil munn-
harpa, sem mun hafa kostað 85 aura.
Og ég minnist enn hve stoltur ég var
með vinninginn, og dró ekkert úr við
skólafélaga mína.
Við spörkuðum knetti, í bókstaflegri
meirkingu, á skólalóðinni. Þar meidd-
ist ég eitt sinn á enni, og ber þess
merki enn.
Fimleika iðkaði ég allmikið, og þá
sérstaklega stökk og mýktaræfingar,
og ég naut þess að klifra í köðlum.
Þar þurfti ég 4—5 tök til þess að ná
til lofts, þegar aðrir þurftu 10—12.
Þetta hafði ég raunar lært og æft
heima, þegar ég var að klifra í reið-
unum á skútunum í höfninni. Þar
munaði eitt sinn litlu, ég hafði lesið
mig upp í mastrið, en varð þá þreytt-
ur, og rann niður og brenndi fingurna
og skall niður á þilfarið. Ég fann til í
fingrunum og var leiður yfir þessu,
og ekki batnaði mér þegar ég fékk
ákúrur og meðhöndlun föður míns.
Ég náði góðum árangri í stökkum yf-
ir hest og ,,bukk“, og tókst engum að
sigra mig í þeirri grein. Fyrst þegar
ég sýndi piltunum í ÍR í fimleikasal
Menntaskólans í Reykjavík, hrifust
þeir mjög af þessum stökkum.
Eftir að ég kom heim frá Mennta-