Valsblaðið - 11.05.1973, Qupperneq 35
VALSBLAÐIÐ
33
Reidar Sorensen.
skólanum, var ég ráðinn sem barna-
skólakennari í Stött. Þetta var ekki
svo slæmt miðað við að ég var aðeins
16 ára gamall! Það voru mikil vand-
ræði með kennara á þeim árum. Þá er
það að skólastjórnin kemur til mín
og spyr mig hátíðlega hvort ég vilji
ekki taka að mér stjórn og fyrir-
lestra í skólanum! Þegar ég hugsa
um þetta, verður mér á að brosa að
þeim tíma þegar ég var „prófessor“.
Sitthvað skemmtilegt kom fyrir í
skólanum, meðan ég var „prófessor“
þar. Einn nemendanna var sonur
bónda nokkurs í nágrenni Stött.
Drengurinn fékk slakt uppeldi, og
foreldrar hans voru honum ekki góð.
A bænum gekk heyskapurinn illa, svo
heyið komst ekki í hús fyrr en seint í
nóvember.
Eitt sinn spurði ég drenginn hvort
hann gæti sagt mér hvað við væri átt
með orðinu: Jólahátíð? Hann hugs-
aði sig um vel og lengi og sagði svo:
„Jú, þá er hann pabbi búinn að
heyja!“
Hvað gat ég sagt!
Ég var undir eftirliti eins af feðr-
um drengjanna, sem var mjög trú-
aður maður. Hann var eitt sinn
spurður hvað honum fyndist um mig.
Jú, svaraði hann, hann getur kennt,
en hann getur ekki sungið, og það
var orð að sönnu, því að ég hef
aldrei á minni ævi getað tekið réttan
tón!
Æska mín heima var í stórum
dráttum sambland af gleði og alvöru
lífsins. Alvöru sem æska okkar nú
kemst lítið í kynni við í öllum þeim
velferðarreifum, sem hún er vafin í.
Kaldrifjuð og harðsnúin æska sem
stendur stíf í eigingirni og sjálfsgleði
án skilnings á því viðkvæma sem í sér-
hverjum manni býr og gerir manninn
að manni, verður meira og minna ut-
anveltu þegar til lífsreynslunnar og
umhyggjunnar fyrir öðrum kemur.
Síðar fór ég svo í Verzlunarskól-
ann í Þrándheimi og var þar eitt ár.
Þá drukknuðu faðir minn og elzti bróð-
ir minn, svo að ég varð að hætta námi
um skeið. Fleiri ættingjar mínir féllu
frá, m. a. þriggja ára systursonur
minn drukknaði. Ég fann hann látinn
í sjónum, og bar þennan unga dreng,
sem var að byrja lífið, heim til sín.
Þetta hafði ákaflega djúpstæð áhrif á
mig, sem ég hef aldrei losnað við síð-
an. Alla tíð síðan hef ég alltaf haft
samúð með litlum börnum, og meira
að segja á efri árum mínum.
Skólaganga mín hélt svo áfram í
Bergen, og þar lágu leiðir okkar
Bernhards Petersen saman, en hann
hafði lokazt inni í Noregi í fyrra
stríði, en þetta var árið 1918. Tal-
aðist þannig til að ég færi á hans veg-
um til íslands, en þó ekki fyrr en ég
hefði lokið námi.
Fyrsti kappleikurinn.
Ég var svo um skeið í Harstad, og
má segja að þar hafi ég byrjað minn
íþróttaferil, sem var nú ekki mikill
samanborið við það sem gerist í dag.
Þetta byrjaði með því að ég keppti
í hlaupum við nokkra íþróttamenn,
klæddur venjulegum fötum og setti
sokkana utanyfir skálmarnar. Svo
tók ég þátt í frjálsíþróttamóti, sem
mun hafa verið hið fyrsta í Norður-
Noregi. Þar urðu mér ljósir vissir
möguleikar sem ég hafði. Ég setti
Norður-norskt met í þrístökki og
langstökki, og var árangurinn 13,83
og 6,74, sem var undralangt miðað
við aðstöðu í þá daga, og nánast án
þjálfunar. Síðar tókst mér að vinna
mörg verðlaun.
Hér skeði líka atvik, sem varð til
þess að ég fór að taka þátt í knatt-
spyrnu. Ég var áhorfandi þar eins
og ég var alltaf á íslandi, en þá
skeður það að leikmaður verður að
yfirgefa völlinn, og þar sem enginn
varamaður var til, hljóp ég inn á
völlinn, og var það minn fyrsti leikur.
Ég hamaðist eins og ég gat, og
þetta gekk allt vel, mjög vel, og var
ég talinn bezti maður vallarins, en
það segir raunar ekki svo ýkjamikið
í þá daga. Ég varð fastur í liðinu og
kom þannig í alvöru inn í íþróttirn-
ar.
í stuttu máli get ég nefnt: Tók
þátt í frjálsum íþróttum, fimleikum,
keppti í knattspyrnu, hafði umsjón
með frjálsíþróttamönnum í Troms-
héraði og knattspyrnunni á sama
svæði. Var um skeið skátaforingi.
Síðar formaður í Harstad Idrettslag,
og formaður í fimleikafélaginu. Þetta
var sem sagt sambland af iðkun í-
þrótta og stjórnstörfum. Allur auka-
tími minn fór í þetta frá morgni til
kvölds. Vera má að ég hafi tapað ein-
hverju á öðrum sviðum lífsins, en það
getur líka verið að það hafi verið
bezt eins og það var. Það er of seint
að harma það nú.
Vegna aðstæðna byrjaði ég seint
að iðka íþróttir, og á þeim tímum
var lítið um sérþjálfun, ég tók þátt
í öllu sem mér þótti skemmtilegt.
Þá var ekki mikið um þjálfun og
leiðbeiningar, svo að það má því
segja að ég hafi verið það sem kalla
mætti „heimatilbúinn“.
Háskólanám og íþróttaiðkanir í Köln.
Eftir nokkurra ára dvöl í Harstad,
fór ég til Þýzkalands og stundaði
nám í verzlunarháskólanum í Köln.
Þetta var á hörmungarárum Þýzka-
lands rétt eftir fyrra stríðið.
A háskólanum komst ég fljótt í
kynni við íþróttirnar þar, og á þeim
árum keppti ég fyrir skólann á frjáls-
íþróttamótum. Meðal annars tók ég
þátt í fyrsta stóra íþróttamótinu sem
fór fram á gamla ólympíuleikvang-
inum í Berlin. (Ekki Hitlers-leik-
vanginum 1936). Þar tók ég þátt í
langstökki, og mér til mikillar undr-
unar vann ég þá ágætu langstökkvara
sem þar komu fram, í stökki sem
mældist 7,03. í dag er það ekkert til
að gorta af, en þá var þetta mjög
gott. Hitinn var um 35 gráður, svo
að ekki verður sagt að aðstaða hafi
vei'ið í bezta lagi.
Ég man nú ekki eftir öllum þeim
mótum sem ég tók þátt í, en ég missti
af að komast á stúdentamótið í Wien,
því að það voru aðeins Þjóðverjar
sem máttu taka þátt í því, svo að ég
sem útlendingur mátti ekki taka þátt
í keppninni.
Meðan ég var þarna í háskólanum
veitti ég sérstaka athygli manni að
nafni Zörner, sem síðar varð doktor.
Hann var landliðsmaður og félagi í
Kölner-Sportklubb. Hann bað mig
eitt sinn að koma til þeirra á æfingu,
sem ég og gerði, og það varð mér
mikils virði. Ég gekk í félagið og lék
marga leiki með því.
Þar fékk ég innsæi í það, hvað
raunveruleg þjálfun er. Þar ríkti
regla og agi. Þetta var ekki hinn
prússneski agi, en sá agi sem er
nauðsynlegur og verður að vera til
þess að þjappa saman leikmönnum í
samstillt lið. Þar var það ekki hóp-
þjálfun, eins og um kindahóp væri
að ræða, en verulega einstaklings-
bundin þjálfun á öllum sviðum. í
stuttu máli: Leiðbeining og kennsla
sem verður að koma til, en sem því
miður vantar svo víða. Þar fékk ég
að sjá og reyna hvað árangursrík og
skipulögð kennsla er, allt frá því ein-
falda til þess margþætta. Það eru
ekki aðeins æfingarnar á vellinum,
það er einnig fræðileg kennsla og