Valsblaðið - 11.05.1973, Síða 36
34
VALSBLAÐIÐ
skólaganga í líkamsfræði og eðlis-
fræði.
Að mörgu má ef til vill finna varð-
andi Þjóðverja, en eitt verður maður
að viðurkenna, en það er nákvæmni
þeirra, sem er yfirleitt meiri en
maður kynnist hjá öðrum þjóðum.
Mér féll þetta vel því að þegar við
æfðum var þess krafizt að við gerð-
um okkar bezta án þess að mögla á
nokkurn hátt. Að æfingu lokinni var
tónninn vinsamlegur án þess að vera
þó mjög innilegur. Virðing varð þó,
þrátt fyrir allt, að vera rikjandi.
Þetta verður að vera fyrir hendi ef
árangur á að nást.
Ég vil skjóta hér inn, að það sem
ég lærði varðandi aga í Þýzkalandi,
er ef til vill ástæðan til þess, að þið,
þegar ég byrjaði þjálfun í Val, álituð
að ég væri allt of strangur og reiður
í þess orðs merkingu. Það virtist al-
veg óskiljanlegt að það væri nauð-
synlegt að sýna svona þrælslegan
aga. Ég hef spurt marga hvað agi
sé í raun og veru og hvað sjálft orðið
beri í sér. Enginn hefur í rauninni
getað svarað mér. Eftir minni skil-
greiningu á orðinu þýðir það: Agi
er eiginleikinn og viljinn til að taka
á sig það sem er nauðsynlegt. —
Maður sem skilur þetta, og hagar sér
samkvæmt því, tapar engu, en vex í
augum félaga sinna. Agi og ábyrgð
fylgist að.
Ábyrgð og vilji til að taka á sig
skyldur er undirstaðan undir sam-
starfi knattspyrnuliðs.
Islandsferð 1923.
Til íslands kom ég svo í lok sept-
ember 1923. Farkosturinn var hinn
góði gamli Sirius frá Bergen, sem
var lítið skip, og var naumast vel til
fallið í ferðir um Atlantshafið. Ferð-
in tók um fjóra sólarhringa, og ég
verð að segja að farþegar voru ekki
rismiklir eftir slíka ferð. Sjálfur hef
ég aldrei verið sjóveikur svo að ég
slapp vel frá þessu volki.
Til Reykjavíkur komum við á
þriðjudagsmorgun í slæmu veðri, suð-
austan roki og rigningu. Allt var
grátt og dapurlegt. í sannleika sagt
setti að mér kulda, og ég óskaði að
ég væri kominn heim aftur. Þá var
Reykjavík með um 24 þúsund íbúa.
Ég átti að dveljast þar í sex mánuði
eða svo, en dvölin varð nú 16 ár!
Nokkur tími leið áður en ég vandist
aðstæðum. Veðrið var grátt og leið-
inlegt að mér fannst, og fyrir mér
var náttúran eins og hálfgerð eyði-
mörk. En það er nú alltaf svo að aug-
un sjá meira og meira því minna
sem er að sjá. Ég fór að sjá gras-
fláka, sem uxu hér og þar, og smátt
og smátt fór ég að venjast aðstæð-
um.
Að ég komst inn í íþróttirnar á ís-
landi, get ég þakkað ákveðnum manni,
en nafni hans hef ég því miður
gleymt, en hann mun hafa unnið
í Rafstöðinni, var frá Kongsberg í
Noregi.
Hann bað mig einu sinni að koma
á æfingu hjá ÍR, sem æfði þá í
Menntaskólasalnum. Ég fór og var
kynntur fyrir ÍR-ingunum sem þar
voru. Það endaði með því að ég gekk
í félagið. Ég tók þátt í fimleikaæfing-
unum og gerði ,,lukku“ að mér skild-
ist, og þá sérstaklega í stökkunum
sem voru mín sérgrein. Sumarið 1924
fór fram Allsherjarmót í frjálsum
íþróttum, og man ég að keppnin milli
KR, ÍR og Ármanns o. fl. var hörð.
Ég tók þátt í árlegum frjálsíþrótta-
mótum, en þar sem ég var ekki ís-
lenzkum ríkisborgari, var ekki hægt
að staðfesta það sem íslandsmet, þótt
árangurinn væri betri en íslandsmet
á þeim tíma.
Allsherjarmótið 1924 var ákaflega
tvísýnt, ÍR vann á 44 stigum, KR
fékk 43 stig og Ármann 42 stig. Ég
vann að mig minnir: Langstökk, þrí-
stökk, grindahlaup og samanlagt kom-
um við Osvald Knudsen út með 23
stig af 44.
Eitt frjálsíþróttamót er mér alltaf
minnisstætt, en þó að ég segi frá
atviki þaðan má það ekki skoðast sem
sjálfshól.
ÍR hafði efnt til innanfélagsmóts
á sunnudagsmorgni, en þar var meðal
keppenda Sveinbjörn Ingimundarson.
Keppnin í langstökki og þrístökki var
milli okkar. Ég vann þrístökkið, en í
langstökkinu hafði ég beztan árangur
þegar Sveinbjörn átti eitt stökk eft-
ir, en ég var búinn með mín.
Sveinbjörn hafði eyðilagt annan
skóinn sinn, og ætlaði að hætta í
keppninni. Þá bauð ég honum mína
skó, og auk þess mældi ég nákvæm-
lega tilhlaupið, og lagði ríkt á við
hann að einbeita sér að stökkinu eins
mikið og hann gæti, sem hann og
gerði. En þá kom hið erfiða uppgjör.
Steindór Björnsson sá um lengdar-
mælingarnar, og tók til þess góðan
tíma, gaf mér auga við og við og
mældi á ný, og var greinilega í erfið-
leikum. Ég stóð þar rétt hjá og var
ljóst að hér var um millimetrastríð
að ræða, Ég sagði við Steindór:
„Það mál sem þú tekur er rétt,
ég mótmæli engu“. Loksins til-
kynnti hann- „Sveinbjörn 6,31 og
Reidar 6,30“. Ég var fyrsti maður
sem óskaði Sveinbirni til hamingju,
en þá sagði hann. „Þetta voru þínir
skór“. „Já, en það varst þú sem
stökkst en ekki skórnir!“
Mér er minnisstætt þegar ég hljóp
í fyrsta sinn 110 m grindahlaup.
Brautirnar voru ekki sérlega góðar
en ég kom í mark um tveim grind-
arbilum á undan næsta manni, sem
var Osvald Knudsen. Mismunurinn
lá í því að ég hljóp yfir grindurnar,
en þeir hoppuðu yfir, og töpuðu
tíma.
Mér féll vel í ÍR. Það hvíldi menn-
ingarbragur yfir félaginu. og það
átti virðingarverða leiðtoga. Ég
eignaðist marga góða vini á þessum
tíma, og margt skeði skemmtilegt.
í því sambandi vil ég segja frá móti
sem gaf okkur Sveinbirni tveggja
daga ökuferð. Það var 800 metra
hlaupið sem því réði. Sveinbjörn var
nógu sterkur til þess að sigra, og sam-
an gerðum við áætlun um hlaupið,
og mitt í því kom Scheving Thor-
steinson til okkar og sagðL „Ef þú
vinnur hlaupið, skal ég fara með
ykkur í langa ökuferð. Sveinbjörn
vann, og Scheving stóð við sitt.
Hann fór með okkur í tveggja
daga ferð austur í Fljótshlíð, með
gistingu í Múlakoti. Það var í sann-
leika sagt skemmtileg ferð.
Annarrar ferðar minnist ég með
ÍR, en það var Þingvallaferð, og átti
að gista þar, en í hinni björtu sumar-
nótt sofnaði enginn af þessum stóra
hópi karla og kvenna, en við nutum
fegurðar umhverfisins í blíðskapar-
veðri.
í þessu sambandi má nefna ferð
L. II. Múllers yfir þvert ísland 1925,
þar sem ég var meðal fjögurra þátt-
takenda. (Frá þessari ferð var sagt
í Valsblaðinu 1966). Eftir því sem
ég hef heyrt, er frásögnin af þessari
ferð tekin upp í færeyskar skóla-
bækur.
Knattspyrnuþjálfari í Val.
Og svo er það knattspyrnan. Satt
að segja var ég ekki sérlega hrifinn
af því sem sýnt var hvað knattspyrnu
snerti.
Sérstaklega er mér minnisstæður
úrslitaleikurinn 1925, að mig minnir,
milli Víkings og Fram, á Gamla vell-
inum. Völlurinn var steinborinn og
slæmur, og leikurinn var eftir því.
Fram sótti stöðugt, og leikmenn
Víkings höfðu nóg að gera að sparka
knettinum út og suður, án þess að
hafa vald á nokkru.
Skyndilega náði Helgi Eiríksson
knettinum. einlék að marki Fram,
lék á Tryggva Magnússon og þá var
markmaðurinn einn eftir, og það varð
mark. Víkingur varð íslandsmeistari.
Ég verð að segja að þetta minnti
mig á „sirkussýningu“ í spörkum og
spennu án markmiðs og meininga.
Það sama varðaði raunar aðra leiki
á þessum árum, en var ef til vill ekki
eins slæmt og leikur Víkings og Fram.
Þegar ég var spurður um álit mitt
á þessari knattspyrnu, sagði ég víst: