Valsblaðið - 11.05.1973, Side 42

Valsblaðið - 11.05.1973, Side 42
40 VALS BLAÐIÐ Mánudagur 7. ágúst. Vaknað var á öllum tímum þenn- an dag. Flestir fóru niður í bæ í verzl- unarferð, ef þeir nenntu. Voru flestir í II. fl. karla á hótel- inu um kvöldið, nema Oscar Winter- man (undirritaður), Jón leiði, ívar Frank Einstein og Siggi ábætir, en þeir fóru í bíó sem hét Colosseum, sem staðsett er rétt hjá Karl Johanns- götu. Myndin hét Tora-Tora-Tora og var úr heimstyrjöldinni síðari. Að myndinni lokinni fórum við með leigu- bíl út að Studentebyen í Sogni. Góða nótt. Þriðjudagur 8. ágúst. Vaknað var frekar snemma þenn- an morgun. Fóru flestir, sem eftir voru af hópnum, niður í bæ í verzl- unarferð. Birgir Titanic var fyrir nokkru búinn að ná sér í Oppsal- stúlkuna; einnig Gísli A. Cavaler, en hann var eitthvað að gamna sér við vinkonu hennar, Helgu, en svo hét Oppsalstúlkan. Um kvöldið fóru flestir af piltun- um í diskótek niðri í bæ. Tókum við svo járnbrautarlest til þess staðar. Jóhann Ingi (sem lítið hefur kom- ið við sögu hjá mér), nældi sér í fal- lega norska sjónvarpsþulu, sem hann var svo að fikta við frameftir kvöldi. Tobbi dansaði af krafti við marg- ar af ijótustu stúlkunum í diskótek- inu (því miður Tobbi minn). Eftir diskótekið tókum við svo lest- ina aftur til baka, að nokkrum hræð- um undanskildum. Farið var fremur snemma að sofa þessa síðustu nótt í Noregi, áður en heim skyldi haldið. Þrír af fararstjórum Handknattleiks- deildar í utanferð unglinganna í sumar. Frá vinstri Geirarður Geirarðsson, Berg- steinn Magnússon og Þórður Sigurðsson form. Handknattleiksdeildar. Staddir í Svíþjóð á Partille Cup. Miðvikudagur 9. ágúst. Vaknað var snemma þennan morg- un. Fóru flestir sína síðustu ferð nið- ur í bæ. Teknar voru myndir í gríð og erg eins og endranær. Nokkrir fóru upp í Holmenkollen (skíðastökkpall- inn fræga). Rétt fyrir neðan Studentebyen er Ullevál-Stadium, og þetta kvöld átti að fara fram leikur milli Brann og Skeid, en því miður misstum við af honum, því að við lögðum af stað frá Sogni um hádegisbilið í rútu til Fornebu-flugvallar. Kl. 3,30 lögðum við svo af stað heimleiðis í Þorfinni karlsefni. Gekk ferðin í alla staði vel, gott veður á leiðinni, sérstaklega þegar við nálg- uðumst ísland. Útsýni var mjög fag- urt þegar flogið var yfir landið. Lent var svo á Keflavíkurflugvelli um kl. sex. Frekar þreyttur hópur gekk inn í fríhöfnina og keyptu þeir sælgæti og tóbak í gríð og erg. Síðan skildi hópurinn, sumir fóru með rútunni, en hinir með einkabíl- um. Þá var þessi mikla ferð á enda. Skipzt var á kveðjum og kossum til allra átta. Að endingu vil ég fyrir hönd II. flokks karla þakka Þórarni Eyþórs- syni sérstaklega fyrir hans framlag í þessa ferð, einnig þáverandi stjórn hans. Ennfremur vil ég koma á fram- færi þakklæti til vinar míns ívars Ey- steinssonar fyrir að halda dagbók í ferðinni, en hún var mér ómetanleg aðstoð við gerð þessarar ritgerðar. Einnig vil ég þakka krökkunum fyrir frábæra samheldni og prúðmennsku, innan vallar sem utan. Svo að lokum vona ég að fljótlega verði ráðizt í sams konar ferð aftur. 1x2 (■(‘IriiniiiiNlarfNeniin er ■ fullum gaugi. I.ii auka |iarf vrrulr^a liluf Val.s í limiui. Kr lirilii) á félagaua. slúlkur «fí |iilla. ail lirrila ráilurinu. auka sákniua og rfla fjárliag «l<>il(lanna og |iá fálagsius í helld. Samlaka í sákn og sigruin. Valsmenn. Krisíjana IHaffnúsdóííir: „Valsarar voru eins og ein stór fjölskylda“ Þeir sem tóku þátt í þessari ferð, voru 2. og 3. fl. karla, 2. fl. kvenna og nokkrar úr m. fl. kvenna. Ferðin hófst með íslenzkri stundvísi. Allir voru að vísu mættir á tilteknum tíma í Valsheimilinu, en þegar til Kefla- víkur kom hófst hin algenga bið, sem í þessu tilviki stóð yfir í tvo tíma. Við lentum á Kastrup eftir þægi- legt flug og fórum rakleiðis til Lykkebyskole, þar sem við gistum meðan á dvöl okkar í Kaupmanna- höfn stóð. Þegar var hafizt handa við að koma sér fyrir og gekk á ýmsu. Síðan var útbýtt til okkar strætó- kortum, matarmiðum o. fl í sam- bandi við keppnina. Þar sem keppni skyldi hefjast strax næsta dag var ákveðið að allir færu saman í Tívolí. Þar var dillandi fjör, rússíbaninn, Parísarhjólið og fleiri leiktæki voru vinsæl. Margir komu með náföl and- lit og á brauðfótum úr slíkum glæfra- ferðum og samt staðráðnir í að fara aftur. Flestir heimsóttu einnig spegla- salinn, þar sem hver og einn fann sitt óskavaxtarlag. Lykkebyskole er spölkorn frá Val- by Idrætspark þar sem keppnin fór fram, einnig var matsalurinn þar. Aðstaðan á vellinum er (alveg) stór- kostleg, í kringum 20 handboltavellir, bæði gras og malbik, auk fjölda af knattspyrnuvöllum. Skipulagning mótsins, sem kallast Copenhagen Cup, var í heild stórgóð og gekk allt hratt og snurðulaust fyrir sig. 5000 þátt- takendur voru í mótinu og var það litskrúðugur hópur. Einstakur vin- áttuandi ríkti meðal þátttakenda og er gaman að hafa tekið þátt í slíku móti. Valsararnir voru eins og stór fjölskylda. Mikið var sungið af göml-

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.