Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 43

Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 43
VALSBLAÐIÐ 41 um og góðum Valslögum í hæfilegri blöndu við lög, sem urðu til í ferð- inni. Ef einhver flokkur var að keppa voru hinir ætíð mættir til að hvetja hann. Valsklappið glumdi eftir hvert mark og yfirgnæfðum við undan- tekningarlaust köll áhangenda and- stæðinganna. Okkur telpunum gekk ágætlega í mótinu og komumst við áfram í milliriðil, en eftir jafnteflisleik í honum fór fram úrslitakeppni, sem við töpuðum og komumst við því ekki lengra. Við vorum betri aðilinn í leiknum en bárum of mikla virðingu fyrir andstæðingnum. Flestum dögum var varið á íþrótta- svæðinu því að alltaf var einhver flokkur að keppa. Á kvöldin var farið í Tívolí eða dvalizt í skólanum og eitt skipti héldum við kvöldvöku úti undir berum himni. Laugardaginn 29- júlí fóru úrslita- leikirnir fram í KB höllinni og var þar geysiskemmtileg stemning. Verð- laun voru afhent og mótinu slitið. Um kvöldið var farið í bíó en myndin var grautfúl og fáir entust til að horfa á hana. Á sunnudaginn var farið í dýragarðinn og er sú ferð ó- gleymanleg. Þar litum við augum ýmis undradýr og furðufugla. Mesta athygli vöktu þó „frændur okkar“ aparnir, var þetta í fyrsta sinn, sem sumir sáu góða spegilmynd af sjálf- um sér. í dýragarðinum keyptu flest- ir zoo-húfur, gular og æðislegar, sem voru upp frá því nokkurs konar tákn fyrir hópinn. Mánudaginn 31. júlí flugum við til Svíþjóðar og var Kaupmannahöfn kvödd með söknuði þar sem dvölin þar hafði verið mjög ánægjuleg. Við lentum í Gautaborg og var ekið þaðan Geirarður Geirarðsson er fjölhæfur mjög. Hér middar hann Hörpu, eftir leik í utan- ferð unglinganna í sumar. til Partille, sem er smábær rétt fyrir utan Gautaborg. Fannst okkur heim- ilislegt að sjá á leiðinni það sem kallað er landslag. Við telpurnar fengum þær ánægjulegu fréttir, að við ættum að gista á hóteli. Piltarnir skyldu hinsvegar búa í íþróttahúsi við völl- inn, sem var miður ánægjulegt þ. e. a. s. fyrir þá. Aðstaðan á hótelinu var hin ákjósanlegasta og hótelstjór- inn framúrskarandi almennilegur. Við deildum okkur niður í fjögur herbergi og skipaðar voru ,,mömmur“ í hverju þeirra, sem skyldu hafa um- sjón með því að allar færu að settum reglum. ,,Amma“ (Jóna) hafði yfir- umsjón með störfum þeirra. Þess skal getið að þetta fyrirkomulag gafst mjög vel- Diskótek var á hótelinu og þangað fórum við nokkrum sinnum. Þegar ein stúlkan vildi tjá hug sinn fyrir einum útlendum pilti, sem hún hafði kynnzt, var hún ekki betur að sér í viðkomandi máli en það að hún sagði: „Jeg elsker jeg“. Fer ekki sögum af því hvernig stráksa varð við. Farið var í Tívolíið í Gautaborg, (Liseberg) og fannst okkur það ekki síðra heldur en Tívolíið í Kaupmanna- höfn. Árhus KFUM keppti tvo leiki í íþróttahöllinni í Partille og sáum við Bjarna Jónsson þar í keppni með fé- lögum sínum. Partille cup var minna heldur en mótið í Kaupmannahöfn. Okkur fannst þátttakan í því þó ánægjulegri, má vera að árangurinn ráði þar nokkru um. 2. fl. kvenna stóð sig mjög vel í mótinu og sigruðu þær flesta andstæðinga sína með miklum yfir- burðum. Hljómsveitin Últ-Val lék oft í utanferð- inni (handboltans) við inikinn hávaða og fögnuð. Notuð voru öll tiltæk áhöld til að skapa hávaðann. Frá vinstri: Davíð, Björn, Steindór. Að kvöldi þess 5. ágúst var mótinu slitið með verðlaunaafhendingu. Lið, sem urðu númer 1 og 2 í sínum ald- ursflokki, fengu verðlaunin. 2. fl. kv. hlaut styttu til eignar og sérhver þeirra fékk minnispening. Verðlaun voru einnig veitt þeim leikmanni, sem hafði staðið sig bezt í sínum aldursflokki. Þegar þulurinn er kom- inn að 2. fl. kv- kallar hann nr. 10 Valur, ísland. Við krakkarnir viss- um við hverja var átt, þetta var auðvitað Svala, sem stóð sig frábær- lega vel bæði í Kaupmannahöfn og Partille. Ekki voru það færri en 10 víti sem hún eyðilagði fyrir mót- herjunum þegar hún gekk glottandi til „vítaskyttunnar“, rétti henni boltann og sagði: „Skal du tage vid- et“. Hvort sem þær skildu það eða ekki þá hafði þetta áhrif. Hún fékk fal- lega styttu til eignar. Eldsnemma að morgni þess 6. á- gúst var flogið til Osló. Við gistum í stúdentabænum Sogni. Dagurinn var frjáls þ. e. a. s. hver gerði það sem hann vildi. 7. ágúst héldu 30 af 50 manna hópi heim en hinir komu heim tveimur dögum seinna. Þessi ferð var ánægjuleg á allan hátt. Við sannfærðumst um að við stöndum jafnöldrum okkar á Norður- löndum ekkert að baki í handboltan- um. Þó okkur hafi ekki tekizt að sigra, þá öðluðumst við dýrmæta reynslu. Fyrir hönd okkar telpnanna vil ég þakka fararstjórunum, Tóta Eyþ., Tóta Sig., Bergsteini, Geira og Jónu fyrir stjórnina á hópnum, en það var ekki sízt þeim að þakka hversu vel ferðin tókst. Alveg saklaust að stela einum og einum kossi. Óskar og Sigurbjörg í aðalhlut- verkum. (Utanf. handboltans.. Odda, Krissa og Kristjana hafa garnan af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.