Valsblaðið - 11.05.1973, Side 44

Valsblaðið - 11.05.1973, Side 44
42 VALS BLAÐIÐ Frímann IJcíi/hsoíi: Þeir ungu haia orðið Knattspyrna Hilmar Harðarson 5. fl. A Þessi ungi maður kom nokkuð við sögu hjá okkur í blaðinu í fyrra í sambandi við Valsfjölskylduna. Þá sagði hann okkur frá byrjunarferli sínum, svo hann endurtekur það ekki hér, en ræðir um síðasta keppnistíma- bil. — Þetta gekk nú ekki nógu vel hjá okkur í sumar. Ástæðan, — ja, mér fannst samkomulagið ekki nógu gott þegar við vorum að keppa, og það er ekki gott. Þetta lagaðist nú, en ekki fyrr en í haustmótinu. 1 íslandsmót- inu unnum við aðeins einn leik í okkar riðli. Þó var það nú svo, að drengirnir mættu allvel á æfingar, en við vorum flestir mjög ungir, svo að ég held að þeir ættu að verða mikið betri næsta sumar, og ættu þá að ná sér upp. Skemmtilegasti leikurinn, sem ég hef leikið, var afmælisleikurinn við Víking. Við höfðum alltaf tapað fyrir þeim, en í það sinn unnum við þá með 4:1. Aftur á móti var ég óánægður með leik okkar við Akranes í sumar, og fór sá leikur fram þar. Við vorum afar lélegir, þorðum ekki að beita okkur gegn þeim, og taug- arnar í mesta ólagi. í síðari hálfleik vorum við harðari og hættum að beygja okkur þegar þeir skutu. Þeir unnu 2:1, enda voru þeir miklu betri. Við fórum í nokkrar keppnisferðir í sumar. Auk Akranessferðarinnar fórum við til Vestmannaeyja og upp í Borgarfjörð og kepptum þar gegn liði KFUM í Vatnaskógi og töpuðum þar, enda lékum við gegn eldri drengj- um en við vorum, en þetta var ákaf- lega skemmtileg ferð. Ég leik oftast miðherja eða fram- vörð, og í sumar tókst mér að skora 13 mörk. Við komum saman á fund áður en íslandsmótið byrjaði, en ég vildi hafa fleiri fundi með drengjunum, og láta þjálfarann okkar, hann Smára, tala við okkur um fótbolta, og svo væri gaman að sýna kvikmyndir af knatt- spyrnu. Ég geng nú upp í fjórða flokk, og ég vona að drengirnir, sem eftir verða í 5. fl., æfi vel og vinni mót á næsta sumri. Ég er ákveðinn að halda áfram næsta tímabil og reyna að æfa svo vel að ég komist í lið í fjórða flokki, og þá helzt í A-liðið. Karl Hjálmarsson 5. fl. C Ég var ekki nema 6 ára þegar ég fór að fara á æfingar hjá Val. Vinur minn, sem þá lék með B-liðinu, lofaði mér að koma með sér. Svo gekk ég auðvitað í Val, og fékk fyrsta skír- teinið 1970. Ég byrjaði að keppa í sumar og tók þátt í þremur mótum: Reykjavíkurmótinu, Miðsumarsmót- inu og Haustmótinu. Ég hef leikið ýmist sem miðherji eða innherji, og sú staða finnst mér langskemmtilegasta staðan á vellin- um. Ég hef skorað aðeins 4 mörk, og mér þótti gaman að skora fyrsta markið, það var eitthvað svo spenn- andi. Eftirminnilegasti leikur, sem ég hef leikið, er leikurinn við Fylki, þegar við unnum þá 19:0, en ég skoraði nú ekki nema 2 mörk í þeim leik. Ég ætla að reyna að æfa vel í vet- ur, og reyna að komast eitthvað upp, ég á nú þrjú ár enn í fimmta flokki. Mér finnst afar skemmtilegt að æfa fótbolta með góðum drengjum. Mér þótti líka afar gaman á skemmtifundinum sem haldinn var. Þar voru sýndar kvikmyndir, og við fengum kökur og gos, þetta var anzi skemmtilegt. Þjálfari hjá okkur var Smári Jóns- son og fellur okkur vel við hann. Mér finnst líka Valur vera gott félag, og margir góðir piltar þar. Albert Guðinundsson fulltrúi 4. flokks A Ég byrjaði að æfa með Val þegar ég var 7 ára að mig minnir, og gekk þá í félagið. Ég var búinn að halda með Val um nokkurt skeið og var því ekki um annað félag að ræða. Ég byrjaði að keppa með Val í fimmta flokki, en ekki man ég nú eft- ir fyrsta leiknum sem ég lék. Ég hef yfirleitt leikið annaðhvort miðherja eða framvörð, og finnst hvort tveggja gaman, það er bara gaman að leika knattspyrnu. Ég held að ég hafi fyrst leikið í B-liðinu í fimmta flokki, og tvö síð- ustu árin í 5. fl. lék ég með A-liðinu. Leiðinlegasti leikur, sem ég hef leikið, er leikurinn við Þrótt þegar við töpuðum 8:2, en okkur vantaði líka 4 drengi í liðið. Aftur á móti er úrslitaleikurinn í fyrra við Vest- mannaeyinga einn sá skemmtilegasti, við unnum 4:2. Þegar leikar stóðu 2:1 okkur í vil var réttilega dæmd á okkur vítaspyrna og þá jöfnuðu þeir. En við vorum ákveðnir og skoruðum á 5 mínútum 2 mörk og urðum ís- landsmeistarar. Úrslitaleikurinn í ár í íslandsmót- inu var líka skemmtilegur, en hann unnum við 1:0. Við áttum þó fleiri tækifæri, t. d. átti ég skot í stöng af dauðafæri, markmaðurinn var kom- inn út úr markinu, og eiginlega fannst mér að ég væri búinn að skora áður en ég sparkaði, en það fór nú svona. Annars var ég mjög taugaóstyrkur í þessum leik, og getur það haft sín áhrif að ég á heima í Kópavogi, og hef átt síðan ég byrjaði að æfa með Val fyrir 7 árum. Þetta gekk vel í sumar hjá okkur í fjórða flokki A, og ég held að það sé mest að þakka því hve drengirnir mættu vel á æfingar, dvölin á Laugar- vatni í sumar, og síðast en ekki sízt þjálfarinn, Róbert, sem við erum ánægðir með. Meðan við vorum á Laugarvatni skruppum við á Akranes og lékum þar einn leik og unnum hann 4:0. Þetta var skemmtileg ferð. Flestir piltanna ganga upp í þriðja flokk og æfa þar næsta ár, og ef þeir æfa allir vel, og eins þeir sem voru þar fyrir, ætti þriðji flokkur að geta staðið sig vel á næsta sumri, með Róbert sem þjálfara. Ég er ánægður með aðstöðuna hjá

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.