Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 45

Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 45
VALS BLAÐIÐ 43 Val, en mér finnst að það mættu vera fleiri fundir, þar sem rætt er um ferð- ir, leik, þjálfun o. fl., kvikmyndir sýndar og spjallað saman um hitt og þetta. Óttar Sveinsson fyrirliði 4. fl. B Ég man fyrst eftir mér með fótbolta á gamla golfvellinum, þá 8—9 ára, en í Val gekk ég þegar ég var 11 ára. Ástæðan til þess að ég fór í Val var sú, að þrír í mínum bekk voru í Val, og það réði úrslitum. Fyrsti leikur- inn, sem ég lék með Val, var í C-liði fimmta flokks gegn Víkingi og töp- uðum við 3:0. Daginn eftir lékum við aftur saman og þá í afmælismóti Víkings og varð markatalan sú sama. Næsta ár lék ég svo í marki til að byrja með eða fjóra leiki. í fyrsta leiknum, sem var við Fram urðum við fyrri til að skora, en svo er dæmd á okkur óbein aukaspyrna. Framar- inn spyrnir beint á markið og ég í einhverju fáti ætla að verja og kom aðeins við boltann, en það hefði ég ekki átt að gera, bara láta hann eiga sig. Ég nagaði mig í handarbökin á eftir. Svo byrjaði ég aftur að leika úti á vellinum. Árið 1971 æfði ég lítið sem ekkert og lék aldrei, en fylgdist með liðinu. Svo byrjaði ég aftur 1972, og æfði vel, og fyrir fyrsta leikinn, eftir meira en árs hvíld, var ég ákaflega taugaóstyrkur, ég þekkti ekkert getu Víkings. Þetta fór þó betur en á horfðist, því að við unnum þá, 3:0. Reykjavíkurmótið í sumar var dá- lítið skrýtið. Þróttur vann Fram 6:1, en við gerðum jafntefli við Fram 3:3, þó Fram ætti fremur skilið að vinna þann leik. Svo unnum við Þrótt 5:1. Fyrir leikinn við Þrótt ákváðum við að berjast til síðasta manns. Það fór þó svo að Þróttur skorar fyrsta markið, og þá var sem við misstum allan móð. Fljótlega tókst okkur þó að jafna, og fengum þá trúna á okk- ur aftur. Bættum við síðan tveim mörkum við fyrir leikhlé. 1 síðari hálf- leik bættum við enn við tveim mörk- um og urðum Reykjavíkurmeistarar. Eins og ég gat um hér að framan áttu Framarar að vinna þennan leik. Við byrjuðum á því að skora, en þeir jafna, og enn skorum við, og svo komast þeir yfir 3:2. Þegar aðeins fá- ar mínútur voru til leiksloka, kemur löng sending fyrir Fram-markið. Tveir varnarmenn Fram hoppa upp til að skalla frá, en ég stend þar nærri og skima eftir boltanum, og er kominn úr jafnvægi. Veit ég þó ekki fyrr en knötturinn skellur á hendina á mér, sem ég hafði þétt við brjóstið, og flaug þaðan beint í markið! Jafntefli 3:3. Ég er mjög ánægður með árangur- inn hjá okkur í sumar, enda unnum við öll mót sem við tókum þátt í. Ég var mjög ánægður með Laugar- vatnsdvölina í sumar, hún var lær- dómsrík og skemmtileg, og hefðu flestir viljað vera þar lengur. Ég mæli því eindregið með því, að þetta verði endurtekið á komandi sumri, og að sem flestir flokkar gætu farið þangað. Þjálfararnir, Róbert og Björn, voru mjög góðir, og hvöttu okkur til dáða. Félagsandinn í flokknum var mjög góður, og er það mikið Róbert að þakka, og vonandi að sá andi haldist þegar í þriðja flokk kemur. Svo er eitt, sem ég vil vekja athygli á, við ættum að nota félagsheimilið miklu meira en við gerum. Halda fundi, ræða um leiki og æfingar o. fl. Og svo skaðar ekki að koma með mjólk og kökur! Ég hef fylgzt nokkuð með meist- araflokki á s.l. sumri og er ekki ánægður með árangurinn. Ég held að þeir hafi ekki æft nóg, þetta er ungt lið og góðir einstaklingar, sem ættu að geta náð lengra en þeir gerðu. Að lokum vil ég svo óska öllum flokkum góðs gengis á komandi ári, og þakka stjórn deildarinnar og þjálf- urum starfið í sumar. Karl Björnsson 3. fl. A Ég byrjaði víst að leika mér að knetti þegar ég var 6 ára gamall, og þegar ég var 7 ára gekk ég í Val og æfði og lék mér þar. Svo hætti ég öllum æfingum þar, vegna þess að félagar mínir voru ekkert í fótbolta. Áhuginn kom samt aftur, og 12 ára byrjaði ég á ný og fór þá strax að leika með B-sveit 5. flokks. Fyrsti leikurinn var við KR og töpuðum við 2:1. Á þessu sumri skoraði ég 4 mörk, og var þá miðherji. Fyrsta markið var nú ekki sérlega glæsilegt hjá mér. Ég fékk boltann fyrir og rak hnéð í hann og það dugði, það varð mark. Næsta ár lék ég í 4. fl. B, og byrj- aði sem miðvörður en var svo settur miðherji og hef verið þar síðan í leikj- um Vals í þessum flokki, skoraði ég 18 mörk það sumar. Síðara árið mitt í 4. fl., eða 1971, urðum við íslandsmeistarar. Það sum- ar var ég markheppinn, því að ég skoraði 42 mörk. Mér er að sjálfsögðu minnisstæður úrslitaleikurinn í Is- landsmótinu það ár. Leikar stóðu 2:2, og þótti okkur sem mikil tvísýna væri komin í leikinn, en þá hafði ég heppn- ina með mér og tókst að skora. Þeg- ar ég hafði skorað hikaði dómarinn við, og fór til línuvarðarins og ráð- færði sig eitthvað við hann. Á meðan stóðum við hljóðir og fölir og þorðum ekkert að segja. Svo kom úrskurðurinn: Það var mark, og þá losnaði svo um munaði um raddböndin hjá okkur. Nokkru áður en leik lauk heppnaðist mér að bæta einu marki við. Annar leikur er mér einnig minnisstæður, en það var leikurinn við ÍR í 4. fl. í fyrra, þar sem við unnum 18:0. Þetta ÍR-lið var ungt og alveg byrj- endur og því óvant að keppa, og varð ég til þess að skora 11 mörk í leikn- um. Ég gat þess að ég hefði leikið sem miðherji með Val, en því má skjóta hér inn, að ég lék með Reykja- víkurúrvali í sumar (Reykjavík 1956), en þá var ég útherji. Þrír aðrir Vals- menn voru einnig í þessum leik. Þessi leikur var nokkurs konar undirbún- ingsleikur fyrir næsta Faxaflóaúrval. Ég er nú ekki ánægður með árang- urinn í sumar, þó komumst við í úr- slit í Reykjavíkurmótinu í aukaleik, en töpuðum 1:0 fyrir Fram. Það var eins og við slökuðum á eftir þetta mót, og æfðum því ekki nóg, og ég held að það hafi verið aðal- orsökin fyrir því hve illa gekk. Ég hef mikla trú á því að þetta gangi betur næsta sumar. Þá verður hópur- inn úr f jórða flokki, sem varð íslands- meistari, aftur sameinaður. Við höf- um okkar í milli heitstrengt að gera allt sem við getum til að vinna sem flesta leiki næsta sumar. Ég er þeirrar skoðunar að það mætti bæta félagsandann með fleiri fundum og ferðalögum. Ég er líka viss um, að dvölin á Laugavatni hafði mikið að segja til að sameina flokk- inn. Mér finnst mjög æskilegt að geta æft meira á grasi, en mögulegt er nú, en vonandi stendur það til bóta þeg- ar nýi grasvöllurinn verður tekinn í notkun. Ég vil að lokum endurtaka, að ég hef trú á því að þetta gangi betur næsta sumar ef allir æfa og standa vel saman innan vallar sem utan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.