Valsblaðið - 11.05.1973, Side 46
44
VALSBLAÐIÐ
tJlfar
Másson
3. flokkur B
Ég var eitthvað 6—7 ára þegar
ég gekk í Val, og var ástæðan sú að
ég held að Valssvæðið var næst. Svo
var það líka að bróðir vinar míns
æfði í Val, og við eltum hann á æf-
ingar.
Ég var 8 ára þegar ég keppti fyrst,
og þá í 5. fl. B. Ég man nú ekki eftir
fyrsta leiknum, en við vorum mjög
sigursælir þetta sumar, töpuðum ekki
nema einum leik, svo við höfum hlotið
að vinna þann fyrsta.
Til að byrja með var ég vinstri út-
herji, en síðari árin hef ég verið fram-
vörður. Annars hef ég verið úti á
landi langdvölum á sumrin síðan ég
var 10 ára, en komið í bæinn við og
við, og þá æft eins og ég hef getað.
Ég hef reynt að hafa bolta með mér,
og notað hann eftir því sem tíminn
hefur leyft.
Eftir að ég kom í 4. fl. var ég í
B-liðinu, og alltaf varamaður hjá A-
liðinu. Það var dálítið skrýtinn að-
dragandi að fyrsta markinu sem ég
skoraði, en það var í leik við KR.
Það var mikil þröng við mark
þeirra, og mikið hamast, en ég stóð
svolítið utanvið, og sá þá boltann þar
sem hann lá milli manna, sem höm-
uðust við að leita að honum. Hljóp
ég þá til og náði að sparka, með þeim
árangri að hann fór í markið.
Eftirminnilegasti leikurinn sem ég
hef leikið var úrslitaleikurinn í Haust-
mótinu við KR.
Þegar þrjár mínútur voru til leiks-
loka hafði ekkert mark verið skorað,
en þá fáum við hornspyrnu. Knöttur-
inn kom vel fyrir, og einum okkar
tókst að skora. Á næstu mínútu er
dæmd aukaspyrna á KR, langt úti á
velli. KR-ingarnir raða sér upp í
,,vegg“ nærri vítateigslínunni, og
markmaður hafði einnig fært sig nær
„veggnum“, en þá skeður það að sá
sem tók spyrnuna sparkaði yfir „vegg-
inn“ og markmanninn og beint í mark-
ið, og var þetta eina mótið sem þriðji
flokkurinn vann í sumar.
Þrátt fyrir þennan sigur er ég ekki
ánægður með árangurinn í sumar,
og ég held að ástasðan sé sú, að æf-
ingar voru ekki nógu vel stundaðar.
Ég vona því að þetta verði ekki svona
næsta sumar. Það er mín skoðun að
það þyrfti að koma oftar saman á
fundi til að ræða um leiki sem fara
í hönd, og einnig þá sem síðast voru
leiknir.
Ég fylgdist nokkuð með meistara-
flokki í sumar og var ekki ánægður
með hann. Mér fannst eins og þeir
hefðu ekki þann áhuga sem þarf til
að ná langt. Ég álít að þessir menn
hver og einn hafi það mikið í sér af
knattspyrnu, að þeir hefðu átt að geta
unnið íslandsmótið, ef þeir hefðu lagt
hart að sér.
Ég hef trú á því að 3. fl. haldi sam-
an á næsta ári, því að nú sameinast
fjórði flokkurinn frá því í fyrra, sem
var svo sigursæll. Þá vil ég geta þess
hér, að við komumst ekki til dvalar
að Laugavatni eins og okkur hafði
verið lofað. Þetta átti svo að bæta
upp með ísafjarðar- eða Akureyrar-
ferð, sem ekkert varð svo úr. I sumar
var svo farið til Norðf jarðar, en vegna
utanfarar handknattleiksflokkanna
var ekki hægt að fá nema 12 leik-
menn til fararinnar, sem var sam-
bland af A og B.
Ferðin var skemmtileg en þátttaka
allt of lítil.
Ég vil svo að lokum segja, að ég
er mjög ánægður með lífið í Val. Mér
hefur alltaf þótt gaman að vera þar
með og æfa. Ég vil því hvetja dreng-
ina til að halda áfram, og leggja sig
alla fram.
Helgi
Benediktsson
fyrirliði 2. fl.
Þetta gekk nú ekki alveg nógu vel
í sumar hjá okkur. Eins og byrjunin
var gátum við verið bjartsýnir, því
að við vorum í öðru sæti eftir Reykja-
víkurmótið, og satt að segja gátum
við alveg eins unnið og Víkingur.
Piltarnir voru áhugasamir og var það
fyrst og fremst Noregsferðin sem
skapaði þann áhuga.
Islandsmótið gekk vel framan af,
en svo glopruðum við því niður með
tveim jafnteflum í leikjum sem við
hefðum átt að geta unnið.
Töpuðum fyrir Vestmannaeyingum
í miklum rokleik, og einkenndist allt
spil af veðrinu.
Svo fórum við í keppnisferðina til
Noregs, og tókst hún í alla staði mjög
vel. Við lékum þrjá leiki og unnum 1,
gerðum 1 jafntefli og töpuðum 1. Við
vorum óheppnir að tapa fyrir Stange,
en þess má geta að við lékum þar við
nokkuð eldri menn en við vorum.
í Osló tókum við svo þátt í svo-
nefndum Norway-Cup, en þar máttu
vera með piltar sem voru á fyrsta og
öðru ári í 2. fl. Voru keppendur frá
Norðurlöndunum og Þýzkalandi. Töp-
uðu okkar drengir í 16 liða úrslitun-
um. Þess má þó geta, að þeir töpuðu
aðeins með 3:1 fyrir liðinu sem varð
endanlega í úrslitunum í keppninni,
en tapaði.
Okkar piltar áttu í fullu tré við
mótherja sína. Það sem helzt var áfátt
hjá þeim í samanburði við erlendu lið-
in yfirleitt, var vöntun á leikni, þar
voru þeir lakari. Baráttuviljinn var
sízt lakari né krafturinn hjá okkar
drengjum.
Þetta virðist mér benda til þess,
að það verði að taka strax í fimmta
flokki til við að kenna þeim undir-
stöðuatriðin sem nákvæmast. Mér
finnst að skilyrðislaust verði dreng-
irnir að hafa lært þetta þegar þeir
koma í 2. flokk. Ég held að ekki eigi
að leggja mikið upp úr þrekæfingum
fyrr en á síðara árinu í þriðja flokki,
og svo herða verulega á þrekþjálfun-
inni í 2. flokki.
Svo komum við heim eftir gott
ferðalag, og þá byrjar allt að ganga
á afturfótunum. Þá var yfirleitt slak-
að á öllum æfingum, eins og allur
áhugi væri búinn. Svo alvarlegt var
þetta, að í haustmótinu móti KR hafði
Valur ekki fullt lið og urðum við að
leika 9! Smalað var í lið fram á síð-
ustu stundu til að ná í drengi. Við
tókum þann kostinn að rýra ekki B-
liðið, og væri ekki hægt að smala í
lið lékum við þá aðeins 9, eins og fyrr
sagði.
Það eina sem hægt væri að gera,
væri að reyna að ná betur saman og
hittast utan vallar á fundum og
skemmtifundum, rabba saman um
leiki og félagsmálin, eins og gert var
áður en við fórum í ferðina, en þegar
við komum heim féllu þessir fundir
niður. Það virðist vera, að aðalmark-
miðið með æfingunum hafi verið för-
in út og þar með væri þeirra hlut-
verki lokið að kalla. Maður hélt þó
að svona för ætti að auka samheldn-
ina innan liðsins í nútíð og framtíð,
en það varð sem sagt eitthvað annað.
Á þá að leggja svona ferðir niður?
Þó svona hafi tekizt til í þetta sinn,
þá er ég hvetjandi þess að unnið verði
að svona ferðum í öðrum flokki, til
að keppa í öðrum löndum. Með tilliti
til þessarar reynslu í sumar og fram-
komu piltanna eftir heimkomuna,
finnst mér eðlilegt að gerðar séu kröf-
ur til þeirra sem komast í svona ferð,
þannig að þeir séu ekki lausir allra
mála þegar heim er komið.
Þessi ungi maður hefur komið víðar
við innan Vals en í knattspyrnunni.
Hann hefur tekið þátt í badminton-