Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 47

Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 47
VALS BLAÐIÐ 45 mótum og náð þar athyglisverðum árangri. Hvað getur þú sagt okkur um þátttöku þína í badminton á liðnu keppnistímabili, Helgi ? Mér hefur gengið nokkuð vel í bad- minton, og má í því sambandi geta þess að við Ragnar Ragnars urðum íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla í fyrsta flokki. Einnig varð ég íslands- meistari í einliða leik karla í fyrsta flokki og hef nú réttinn til að leika næsta ár í meistaraflokki. Þá má geta þess að við Ragnar urð- um sigursælir í afmælismóti KR. Ég hef mjög gaman af að leika bad- minton, og takmarkið er að sjálfsögðu að komast upp fyrir þá gömlu. Það er líka að verða meiri breidd í þessu meðal yngri manna. Mér finnst Badminton-deildin í Val alltaf vera að eflast, og hefur verið reynt að efla unglingastarfið og erum við að vona að þar myndist kjarni sem gæti orðið aðaldriffjöður deild- arinnar í keppni, og sem gæti svolítið ógnað einræði TBR. Ég vil svo að lokum þakka Lárusi góða þjálfun og einnig Guðlaugi fyrir allt þeirra starf í þágu flokksins. Ég vil líka f. h. flokksins þakka þeim Ægi Ferdinandssyni og Elíasi Her- geirssyni fyrir frábæra fararstjórn, sem átti sinn þátt í að gera ferðina ógleymanlega. Ég vil svo skora á þá sem ganga upp í fyrsta aidursflokk- inn að halda hópinn með það markmið í huga að slá út þá fullorðnu, sem eru í meistaraflokki. Eins vil ég skora á þá sem eftir verða að slaka ekkert á og æfa vel, vitandi með vissu að félagið á eftir að þarfnast þeirra í framtíðinni. Kristján Þorvaldsson fyrirliði 2. fl. B. Ég byrjaði nú víst að fást svolítið við knattspyrnu í KR, en þá áttum við heima í Vesturbænum, en við flutt- um fljótlega upp í Hlíðar. í mínum bekk í skólanum voru margir dreng- ir úr Val, og fylgdi ég þeim. Ég var orðinn 12 ára þegar ég fór að keppa, og það voru aðeins fyrstu leikirnir á vorin því að ég fór alltaf í sveit á sumrum á þeim árum, svo að ég gat ekki æft eins mikið og mig hefði lang- að til. Þá lék ég fyrst í framlínu, en þegar ég var á síðasta ári í þriðja flokki A fluttist ég aftur sem mið- vörður. Mér er alltaf minnisstæður leikur við Víking sem við töpuðum 4:0 í hellirigningu og leiðindaveðri. Bolt- anum gleymi ég heldur ekki, hann var eins og blaðra, sem hoppaði allt öðruvísi en við áttum að venjast. í Haustmótinu jöfnuðum við svolítið um þetta, því þá varð jafntefli 1:1. Síðasti leikurinn í Haustmótinu núna var líka spennandi og lengi óviss. Stigin stóðu þannig að okkur nægði jafntefli við KR í úrslitaleik. En þetta byrjaði nú ekki sérlega glæsilega fyr- ir okkur. í leikhléi stóðu leikar 2:0 KR í hag! Þá var ákveðið að sýna enga mis- kunn, vera fljótari á boltann og berj- ast til síðasta blóðdropa, og með þessu hugarfari var lagt til atlögu í síðari hálfleik. Þetta fór nú smátt og smátt að ganga betur, vorum við farnir að ná betri tökum á leiknum, og svo kom að því að við skorum mark, og við það urðum við ákafari í að ná a. m. k. jöfnu og bikarnum. Þegar svo all- langt var liðið á hálfleikinn tókst okk- ur að jafna 2:2. KR-ingar ætluðu ekki að gefa sig heldur, og var nú sótt og varizt á báða bóga, en okkur tókst að halda jafnteflinu og taka bikarinn með heim. Annars gekk okkur í 2. fl. B vel í sumar, við unnum öll mótin sem við tókum þátt í, töpuðum einum leik og einn varð jafntefli. Ég æfi einnig handknattleik hjá Val og hef gert það síðan ég var 11 ára. Ég tók þátt í ferð handknatt- leiksmanna Vals til Norðurlanda í sumar og var hún sérlega skemmtileg. Tókum við þátt í tveim stórum mót- um. Var annað í Danmörku en hitt í Svíþjóð. Ef ég ætti að reyna að gera sam- anburð á okkar fólki og því sem þarna var, get ég sagt að hvað þrek snertir vorum við sízt lakari. Hvað leikinn snertir þá lékum við frjálst án þess að fella hann í „kerfi“, þó að mörg liðanna gerðu það. Beztu liðin sýndu meiri snerpu og betri boltameðferð. Þetta var því mjög mikil reynsla fyrir okkur að sjá hvar við stöndum í samanburði við jafnaldra okkar frá öðrum löndum. Það verður svo að ráðast hvernig okkur tekst að virkja þessa reynslu okkar. Okkur þóttu Danir ekki sérlega gest- risnir, og kom það sérstaklega fram varðandi fæðið, bæði gæði og magn. í Svíþjóð var þetta alveg öfugt. Mér finnst ástæða til að endurtaka slíka ferð. Og svo ég snúi mér nú aítur að knattspyrnunni, að þá fannst mér andinn góður, eins og ég kynntist hon- um. Áður en farið var út voru haldn- ir kökufundir reglulega, þá var rætt um ferðina og fjáröflun. Samstaðan milli piltanna var góð og félagslífið í heild. Ég vil svo að lokum þakka Lárusi og Guðlaugi fyrir gott samstarf. Ég er bjartsýnn með 2. fl. á næsta keppn- istímabili ef drengirnir standa sam- an og æfa vel. Handknattleikur Martin Barðason 5. flokkur Ég var nú orðinn 9 ára er ég byrj- aði að iðka handknattleik og um það leyti gekk ég í Val. Pabbi vildi að ég gengi í Val, hann æfði þar þegar hann var ungur. Ég lék nú aðeins einn leik þetta fyrsta ár mitt í félaginu, og ég held að við höfum tapað honum. Þegar ég var 10 ára fór ég með pabba mínum og mömmu til Englands og var fjölskyldan þar í hálft ár. Ég átti heima rétt hjá knattspyrnuvelli Christal Palace, og fórum við pabbi nokkuð oft að horfa á leiki þar, ann- ars er Chelsea mitt uppáhaldsfélag. Nú er ég byrjaður aftur að æfa handknattleik með Val, og drengirnir mæta sæmilega vel á æfingarnar, en við erum ekki farnir að keppa ennþá, en byrjum bráðum. Ég er nú heldur bjartsýnn með keppnistímabilið sem er að byrja. Við höfum líka góða þjálfara, en það eru Davíð Lúðvíks- son, Jón Leví Hilmarsson og ívar Eysteinsson. Ef við æfum vel getum við náð góðum árangri. Ég er bakvörður, oftast vinstra megin, en við og við hægra megin. Ég á heima suður í Garðahreppi, og lék því knattspyrnu með „Stjörnunni" í sumar og urðum við í öðru sæti í okkar riðli. Hins vegar finnst mér handknattleikurinn fjörlegri og skemmtilegri. Ég hef nú ekki haft aðstöðu til að stunda félagslífið hjá Val að undan- förnu, en verði fundir og spjall um handknattleik fyrir okkur, ætla ég að sækja þá. Ég hef mjög gaman af handboltanum og æfingunum, og svo hlakkar maður til að fara að keppa. Mér hefur alltaf þótt gott að vera í Val, og mér finnst Valur eigi oftast beztu mennina. Ég vil svo segja það að lokum, að ég er ákveðinn að æfa vel í vetur og ég vona að allir drengirnir í flokkn- um geri það líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.