Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 49

Valsblaðið - 11.05.1973, Blaðsíða 49
VALSBLAÐIÐ 47 Steindór Gunnarsson 2. flokkur í Reykjavíkurmótinu, og í öðru sæti í okkar riðli í íslandsmótinu, töpuð- um þar með 1 marki, en ef við hefð- um unnið hefðum við komizt í úrslit. Víkingar voru erfiðastir og Fram einnig. Þetta hefur gengið þolanlega í haust. Unnum fyrsta leikinn, en töp- uðum tveimur næstu. Þetta lið okkar núna er á fyrra ári, nær allir, svo ég vona að við höfum mikla vinnings- möguleika á næsta ári. Þjálfari okkar núna er Geirarður Geirarðsson og fellur okkur mjög vel við hann, við höfum yfirleitt verið heppnir með þjálfara. Mér finnst handknattleikurinn held- ur skemmtilegri en knattspyrna, og hef ekki áhuga fyrir knattspyrnu- þjálfun innanhúss. Ég tók þátt í ferð handknattleiks- fólks Vals í sumar til Norðurlanda og þótti það mjög góð ferð og lær- dómsrík. Aldursskipting þar úti var önnur en hér er, þannig að við urðum að leika við eldra fólk en við erum. Það sýndi sig að við veittum þeim jafna keppni og komumst í 8 liða keppn- ina, og urðum þar í undanúrslitum, af 32 liðum sem byrjuðu. Einna eftir- minnilegasti leikurinn í þessari keppni var leikurinn við Brennen í Svíþjóð. Var hann jafn og tvísýnn, og var það langskytta sem gerði út um hann, en við töpuðum 13:11. Dvölin í Svíþjóð var skemmtileg, við héldum þar til í íþróttaháskóla og var öll aðstaða þar til æfinga mjög góð. Félagsandinn í ferðinni var prýði- legur á alla lund, við vorum mikið saman og kynntumst vel. Ferðinni var líka mjög vel stjórnað, en Þórar- inn Eyþórsson var aðalfararstjóri. Mér finnst nokkuð vanti á að krakkarnir fái tækifæri til að koma saman í Félagsheimilinu og taka þar þátt í spilakvöldum, kaffikvöldum og jafnvel leika borðtennis. Ég held að það sé nokkuð almennur vilji til slíks meðal krakkanna. Ég er ánægður með aðstöðuna hjá Val, en það væri gott að fá æfingar í sal sem er eins stór og við erum látnir keppa í, en við keppum í íþróttahöllinni, þó að það væri ekki nema tvisvar í viku, því það er allt annað að leika þar en í Valshúsinu. Ég er mjög ánægður með starfsem- ina hjá Handknattleiksdeildinni. Mér finnst að of fáir æfi í öðrum flokki, það vantar samkeppnina um stöðurn- ar, en ég held að það lagist næsta ár. Ég horfi yfirleitt á meistaraflokk Vals í leikjum þeirra og þá reynir maður að tileinka sér eitthvað af því sem þeir gera. Mér finnst Stefán einna skemmtilegastur. Grímheiður F. Jóhannsdóttir 2. flokkur Ég gekk í Val þegar ég var 10 ára og ástæðan til þess að ég fór í Val var sú, að bróðir minn æfði hjá félag- inu, nú og svo var stutt að fara því að ég á heima í Eskihlíðinni. Auk þess voru margar vinstúlkur mínar, sem flestar voru eldri en ég, á æfing- um í Val og teymdu þær mig þangað. Mér fannst strax gaman að æfa og varð fljótt full af áhuga á handbolt- anum. Þá voru þjálfarar þær Ragn- heiður og Guðbjörg, og þær sögðu svo vel til öllum þeim sem voru að byrja. Næsta ár fór ég svo að keppa í öðrum flokki B, því að þriðji flokk- ur var ekki byrjaður þá. Mig minnir að fyrsti leikur minn hafi verið við Fram, og ég held að við höfum unnið. Annars var ég lítið inná í þessum leik, en það var skemmtilegt að fá að vera með. Mér finnst alltaf gaman að keppa og því eru allir leikir skemmtilegir, en sá leikur sem ég man einna bezt, var úrslitaleikurinn í Islandsmótinu í fyrra, en þá keppt- um við við FH. Taugaspennan fyrir leikinn var ofsaleg hjá okkur. Þær voru þá nýkomnar heim, eftir að hafa unnið mót í Noregi. Þrátt fyrir allt vorum við samt ákveðnar að selja okkur dýrt, og helzt að vinna leikinn. Þetta byrjaði vel, við skoruðum fyrsta markið og það næsta og óx okkur nú kjarkur strax eftir fyrsta markið, og svo fór að við unnum með mikl- um yfirburðum. Og það var glaður hópur sem hljóp útaf vellinum í það sinn. Tveir síðustu leikirnir í Islands- mótinu í sumar voru líka alleftir- minnilegir, það var rétt áður en við fórum í Norðurlandaferðina. Við vor- um allar í einni taugaspennu út af ferðinni og út af úrslitunum í mótinu. Við höfðum von um að vinna og mögu- leika, en þetta ruglaðist allt fyrir okkur og töpuðum báðum leikjunum, en við bættum það upp í ferðinni finnst mér, og eins og málshátturinn segir: Fall er fararheill. Ferðin til Norðurlandanna var mjög skemmtileg og félagsandinn mjög góður. Við héldum vel saman alla ferðina, lékum saman, ferðuðumst saman, spjölluðum saman og sungum saman. Mér fannst skemmtilegast í Sví- þjóð. Þar urðum við í öðru sæti í mót- inu. Enginn leikur var neitt sérstæð- ari en annar, þetta var allt eitt ævin- týri. Það var líka svo gaman að heyra í krökkunum sem hópuðust utan um völlinn og hvöttu okkur til dáða. Þetta var dásamleg ferð. Við erum enn hátt uppi í skýjunum. Ég mæli eindregið með því að svona ferðir verði farnar helzt árlega ann- að hvort innanlands eða utanlands eða þá í æfingabúðir að Laugavatni. Þjálfari okkar er Jóhann Ingi, og fellur okkur vel við hann. Áhuginn hjá telpunum er brennandi og mæta til æfinga eins vel og þær geta. Ég er mjög bjartsýn með kom- andi keppnistímabil, enda ekki ástæða til annars, því að við höfum unnið alla okkar leiki í Haustmótinu til þessa. Mér finnst það mættu vera fleiri kökufundir fyrir okkur og jafn- vel ferðir í Valsskálann. Ég er viss um að allt slíkt eflir félagsandann og þjappar okkur saman. Körfuknattleikur Karl Jensson fyrirliði 4. fl. Ég byrjaði að leika við körfu í fim- leikahúsinu í Reykholti, en ég flutti til Reykjavíkur á s.l. vori. Ástæðan til þess að ég fór í Val var sú að þó að ég ætti heima úti á landi, hélt ég alltaf með Val. Svo byrj- aði ég að æfa með Val í haust. Ég var í barnaskóla (gagnfræða- deild) á Kleppjárnsreykjum og þá voru stundum æfingaleikir þar í körfuknattleik. Við sem áttum heima í Reykholti skoruðum á úrval úr Gagnfræðadeildinni, og var það anzi gaman. Ég hef leikið einn æfingaleik með Val á móti Fram og var það fullkomin keppni. Það var dálítið öðruvísi en að leika aðeins að gamni sínu, en þetta kemur allt með meiri æfingum og leikjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.