Valsblaðið - 11.05.1973, Qupperneq 51
VALSBLAÐIÐ
49
Sigurdói' Sigurdórsson:
Valsdagurinn 1972
Valsdagurinn í sumar tókst að
flestu leyti vel miðað við Valsdaga
næstu árin á undan, en þó eru komn-
ar upp háværar raddir um að dagskrá
og formi þessa dags verði að breyta
nokkuð, ef hann á að ná þeim til-
gangi, sem ætlazt er til. Sannleikur-
inn er sá, að allt of fáir foreldrar,
miðað við þann fjölda barna sem iðka
íþróttir í Val, koma að Hlíðarenda
þennan dag. Hvernig við eigum að
fara að því að laða fleiri foreldra að,
er ekki gott að segja um, en þessi síð-
asti Valsdagur sýndi það greinilega
að eitthvað verður að gera.
Veðurguðirnir höfðu greinilega vel-
þóknun á Val þennan dag, því að
hann var einn af örfáum sólardögum
sumarsins, þótt ekki liti allt of vel
út í byrjun. Þungbúið og heldur kalt
var fyrir hádegi, en svo létti til með
sól og hlýjum andvara eftir hádegi,
svo að ekkert var því til fyrirstöðu
að allt mætti takast sem allra bezt
sem og varð. Að vanda löbbuðum við
um svæðið að Hlíðarenda og tókum
gesti tali og fer rabb við gesti hér
á eftir.
Þökkum fyrir okkur
Við hittum fyrst að máli hjónin
Gunnar Einarsson og Málfríði Lor-
ange og sögðu þau okkur að þau ættu
tvo syni í Val. Annar þeirra er nú,
þegar þetta blað kemur út, orðinn
landsfrægur handknattleiksmaður og
hafa fáir ungir menn komið fram á
sjónarsviðið sem efnilegri hafa þótt,
en hann, Jóhann Ingi Gunnarsson,
var ekki orðinn svona frægur, þegar
þetta viðtal átti sér stað í sumar.
Hinn sonurinn heitir Steindór og leik-
ur með 3. fl.
Við spurðum þau hjónin fyrst að
því, hvers vegna synir þeirra hefðu
gengið í Val.
Það er nú sjálfsagt hverfið sem
við búum í, sem réði því að þeir gengu
í Val, það var stytzt að fara þangað
til æfinga. En hvorki við né þeir sjá
eftir því að Valur varð fyrir valinu.
Iþróttirnar eru þeirra líf og yndi og
hér virðist okkur að allt sé gert fyrir
unga fólkið sem hægt er og í valdi
félagsins stendur. Nú, áhuginn hjá
þeim Jóhanni Inga og Steindóri er
slíkur að það er vart talað um ann-
að heima, til að mynda við matborðið,
en íþróttir og aftur íþróttir. — Og
ef þau heima þreytast á að ræða þessi
áhugamál, þá er komið til ömmu og
málin rædd þar, segir Fanney Jó-
hannsdóttir, amma þeirra Jóhanns og
Steindórs, sem er þarna viðstödd.
Þá segja þau okkur, Gunnar og
Málfríður, að synir þeirra hafi farið
utan með flokkum Vals í sumar og
ekki hafi áhuginn minnkað við það.
Við spurðum þau, hvort ekki væri
dýrt að gera út tvo syni til íþrótta-
iðkana ?
Jú, íþróttafatnaður er dýr, en þeir
vinna á sumrin, piltarnir, og sjá fyr-
ir þessum hlutum sjálfir yfir vetur-
inn, okkur finnst að þeir verji sum-
arkaupinu sínu ekki betur en á þenn-
an hátt.
Farið þið oft á leiki þar sem synir
ykkar eru þátttakendur ?
Við gerðum það meira, þegar þeir
voru yngri. Þá fórum við alltaf þeg-
ar við komum því við. En eftir að
þeir stækkuðu hefur það minnkað,
enda virðist okkur sem áhugi þeirra
fyrir því að við komum og fylgjumst
með leikjum þeirra hafi minnkað eftir
að þeir stækkuðu.
Hafið þið komið hingað áður á
Valsdaginn ?
Já, það höfum við gert. Annars lík-
ar okkur alveg sérstaklega vel þessi
Valsdagur. Að vísu væri meira gam-
an ef fleiri foreldrar, en raun ber
vitni, kæmu hingað og kynntu sér
það sem fram fer hjá félaginu. En
við höfum nú þá reynslu, að við vit-
um næstum allt sem hér gerist, það
er ekki talað um annað heima en Val
og það sem þar gerist og eflaust er
þetta þannig hjá flestum öðrum for-
eldrum sem eiga börn sín í Val. Þeir
vita allt sem máli skiptir.
V egalengdin
skiptir ekki máli
Hjónin Helga Jóhannsdóttir og
Guðmundur Björgvinsson eru úr
Kópavogi, en tveir synir þeirra eru
í Val, og láta sig ekki muna um vega-
lengdina til að stunda æfingar og
annað félagslíf.
Jón Sigurðsson borgarlæknir og Halldór
Pétursson listamaður rabba saman á
Valsdeginum 1962.
Við spurðum þau fyrst hvers vegna
Breiðablik í Kópavogi hefði ekki orð-
ið fyrir valinu hjá sonum þeirra?
Ja, þeir voru nú fyrst í Breiða-
bliki, en líkaði það einhverra hluta
vegna ekki og fóru í Val, og ég má
fullyrða að enginn gæti fengið þá til
að breyta aftur. Þau kynni sem við
höfum haft af þessu félagi í gegn-
um syni okkar eru á þann veg, að á
betra verður ekki kosið. Okkur virð-
ist sem mjög mikið sé fyrir drengina
gert hjá félaginu og áhuginn er líka
eftir því. Fótbolti og aftur fótbolti
er það eina sem hugurinn snýst um
yfir sumarið og um annað er ekki
rætt heima.
Þá viljum við lýsa velþóknun okk-
ar á Valsdeginum. Það er mjög gam-
an að geta komið hingað og séð það
sem fram fer hjá félaginu. Við erum
alveg viss um það, að ekkert tóm-
stundalíf er hollara fyrir ungt fólk
en íþróttaiökun og félagslíf á borð
við það sem Valur skapar því. Við
höfum afar góða reynslu af þessu og
þökkum fyrir okkur.
Er ekki erfitt fyrir drengina að
stunda æfingar með skólanum yfir
veturinn ?
Jú, vissulega er það nokkuð stremb-
ið, en þeir vilja allt leggja á sig til
að geta stundað hér æfingar og ekki
drögum við úr því, ef þeir vanrækja
ekki lærdóminn og það hafa þeir ekki
gert.
Farið þið á leiki þar sem synir
ykkar eru þátttakendur?
Já, við gerum nú töluvert að því.
Ekki kannski á hvern leik, en nokkuð