Valsblaðið - 11.05.1973, Side 56
54
VALS BLAÐIÐ
Fremsta röð: f. v.: Hafliði Loftsson, Einar Kjartansson, Grímur Sæmundsen, Birgir
Jónsson og Itagnar Haraldsson. Önnur röð: f. v.: Guðlaugur Björgvinsson, Lárus
Loftsson, Ægir Ferdinandsson, Elías Hergeirsson. Aftasta röð: Jón Guðmundsson.
Sigurður Harðarson, Magnús Magnússon, Halldór Sigurðsson, Kristján Guðjónsson,
Anton Einarsson, Helgi Benediktsson, Kristinn Björnsson, Hannes Lárusson, Ólaful
Magnússon, Guðjón Harðarson, Jón Þór Einarsson, Sverrir Ögmundsson, Þórhallur
Björnsson, Friðgeir Kristinsson og Jón Gíslason.
fádæma góðar viðtökur, enda náði
Silli sér alltaf vel á strik.
Einn daginn hékk uppi eftirfarandi
tilkynning á einhverju hrognamáli:
„Hvis du hedder Jon skal du se paa
det her. Klokken 2,55 begynder et
show her i huset, er det bare for os
som bor her i huset. Andre skal gaa
ud og have fulstendig ro i skoven.
Med venlig hilsen,
Manden som laver tryllekunster."
Þetta var tilkynningin fyrir það
show sem hvað mesta frægð hefur
hlotið. Þrátt fyrir það sem stóð í til-
kynningunni kom nokkur f jöldi Norð-
manna til að fylgjast með þessum
einstaka atburði, og auðvitað lét eng-
inn okkar sig vanta. Svo um klukkan
tvö birtist Silli íklæddur kvenmanns-
fötum, vippar sér upp á borð og síð-
an hefst sú æðisgengnasta sýning sem
sögur fara af í Brummunddal.
Þriðja daginn tók svo alvaran við,
en þá áttum við að keppa fyrsta leik
í ferðinni. Hann átti að vera gegn liði,
sem er frá bæ sem heitir Stange, og
er um 20 km frá Brummunddal. Á
leiðinni komum við í Hamar og skoð-
uðum þar helztu söfn og aðra merka
staði, svo sem ævafornar dómkirkju-
rústir o. fl. Við vorum komnir til
Stange um sexleytið og notuðum tím-
ann fram að leiknum til að hvíla okk-
ur, því að þetta labb um söfnin hafði
verið nokkuð þreytandi.
Á vellinum voru mættir smástrák-
ar til að biðja um eiginhandaráritanir
okkar. Við vorum auðvitað hinir
hressustu yfir þessu, enda óvanir
slíkum móttökum. Leikurinn byrjaði
svo klukkan sjö. Við stilltum upp
ágætu liði með Helga Ben. í farar-
broddi. Þrátt fyrir hitann, og að
Stange-menn væru með mun eldri
pilta, náðum við nokkuð góðum tök-
um á leiknum og skoruðum tvö fyrstu
mörkin, en fyrir mikla óheppni misst-
um við það niður í 2—2. í seinni hálf-
leik gerði svo hvort lið eitt mark
þannig að leikurinn endaði 3—3. í
blöðunum daginn eftir var leiksins
getið og sagt að við hefðum verið
góðir, einnig var sérstaklega minnzt
á Þórhall og Guðjón, en að blaðanna
dómi var Helgi bezti maðurinn á vell-
inum, sá varð ekki lítið montinn þeg-
ar hann las þetta.
Þeir, sem skipulögðu dvöl okkar í
Brummunddal, stofnuðu til margra
skemmtiferða um nágrenni bæjarins,
t. d. fórum við í hraðbátasiglingu á
Mjösa, ánni sem Brummunddal stend-
ur við, einnig fórum við í um 300 km
langan bíltúr upp hinn svokallaða
Birkibeinaveg, sem er leið sem vík-
ingar fóru forðum, og síðan niður í
Guðbrandsdalinn. Það þurfti endi-
lega að hittast svo á, að þegar við
fórum í okkar aðra siglingu á Mjösa
kom fyrsti rigningardagurinn. Að
þessu sinni sigldum við á elzta gang-
færa skipi í heiminum og var ferð-
inni heitið til Lillehammers. Ferðin
tók um tvo tíma, en eins og áður segir,
setti veðrið mikið strik í reikninginn.
Þegar dagurinn var frjáls, þ. e. a. s.
þegar engar ferðir voru skipulagðar,
notuðum við tímann til æfinga, og oft
kom það fyrir, að þær urðu tvær á
dag, enda ekki vanþörf á, því að eitt-
hvað varð að vega upp á móti hinu
mikla sældarlífi sem við lifðum. Einn-
ig var aðalleikurinn við gestgjafana
sjálfa framundan. í sambandi við
þennan leik ríkti töluverð eftirvænt-
ing, því að allir vildu vera með. Við
vissum að þeir voru með sterkt lið,
þannig að við vorum aldrei þessu vant
ekki búnir að bóka sigur fyrirfram.
Þegar liðið hafði verið birt kom í
ljós, að það voru sömu menn og skip-
uðu hið venjulega A-lið, sem áttu að
fá að vera þess heiðurs aðnjótandi að
keppa þennan þýðingarmikla leik.
Leikurinn átti að fara fram þann
6. júlí, við sem áttum að keppa, vor-
um nokkuð taugaóstyrkir, því að
fjöldi fólks myndi horfa á, og það
er alltaf leiðinlegt þegar áhorfendur
verða fyrir vonbrigðum, það reið því
á að standa sig vel.
Rétt áður en leikurinn átti að byrja
gerðum við allt til að reyna að róa
okkur, því að spenningurinn var mik-
ill. Rétt áður en að við hlupum inn
á völlinn, sungum við eða réttara sagt
öskruðum hið ágæta lag Valsmenn
léttir í lund, og það var eins og söng-
urinn losaði aðeins um spennuna, því
að það var einhuga og samstillt lið
sem hljóp út á völlinn. Leikurinn
byrjaði ekki beint sannfærandi af
okkar hálfu, því að Brummunddal
náði strax að ógna okkur töluvert, en
fljótlega áttuðum við okkur á ástand-
inu og náðum öllum tökum á vellin-
um, það er ekkert efamál, að þetta
var lang bezti leikur okkar í sumar,
og oft sáust frábærir kaflar. Þrátt
fyrir yfirburði voru tvö fyrstu mörk-
in hálfgerð klaufamörk, án þess að
nokkuð sé verið að gera lítið úr af-
reki Þórhalls, sem skoraði þau bæði.
Eftir fyrri hálfleik var staðan sem
sagt 2—0 fyrir okkur, en í þeim seinni
byrjar Kiddi á því að skora og síðan
kom Þórhallur svo með það fjórða.
Þegar nokkrar mínútur voru eftir fá
andstæðingarnir dæmda vítaspyrnu á
okkur, sem þeir skora úr, þannig að
lokastaðan verður 4—1. Að leik lokn-
um hrósuðu menn okkur fyrir mjög
góða frammistöðu. Ég vil einnig geta
þess að Brummunddal-drengirnir
sýndu mjög góðan leik og var sérlega
ánægjulegt að leika gegn þeim. Við
vorum í sigurvímu lengi á eftir, og
ekki að ástæðulausu, því að hver mað-
ur stóð sig eins og hetja. í einu dag-
blaðanna stóð orðlétt: „Valurs lag
bestár av unge, teknisk gode og meg-
et hurtige spillere". Síðan var þess
getið í þessari sömu grein að í lið-
inu væru Helgi og Guðjón beztir,