Valsblaðið - 11.05.1973, Side 58

Valsblaðið - 11.05.1973, Side 58
56 VALS B LAÐIÐ flermann llermannsson: Hver er Valsmaðurinn Margir munu þeir vera, er minnast Einars Halldórssonar, sem lék knatt- spyrnu með m.íl. Vals á árunum 1947 —1957, oft sem fyrirliði og einnig lék hann í landsliði íslands á þeim árum. Einar er fæddur í Vestmannaeyj- um 2. júní 1923. Ungur að árum byrj- aði hann að æfa knattspyrnu, sem átti eftir að verða hans uppáhalds íþrótt, því hann tók jafnframt nokk- urn þátt í frjálsum íþróttum svo sem hlaupum, kringlukasti og stangar- stökki, sem á þeim árum var oft nefnd „þjóðaríþrótt" Vestmannaey- inga. Naut hann þá m. a. tilsagnar Friðriks Jessonar hins frábæra íþróttamanns og íþróttaleiðtoga. Árið 1935 kom Einar sem mark- maður með III. fl. K.V. (úrvalslið úr Tý og Þór) til Reykjavíkur þá aðeins 12 ára gamall. Háðu þeir 3 leiki við lið úr Víkingi og KR. Unnu þeir 2 og töpuðu einum, og þótti allgott. En bezt í þeirri ferð var e. t. v. að þá gafst þeim tækifæri til að sjá þýzkt úrvalslið sem lék nokkra leiki við Reykjavíkurfélögin og úrvalslið þeirra. Voru þetta framúrskarandi leikmenn, sem margir áttu eftir að verða landsliðsmenn. Var þetta góð reynsla fyrir hina ungu og áhuga- sömu Eyjaskeggja, sem komu reynsl- unni ríkari heim. Upp frá þessari heimsókn urðu ferðir Eyjamanna til þátttöku í knatt- spyrnumótum í höfuðstaðnum tíðari. Einar var þátttakandi í mörgum slík- um ferðum með II. og I. fl., sem þá var raunar meistaraflokkur Eyja- manna. En þá hafði Einar hætt mark- vörzlunni og lék ýmist sem miðvörð- ur eða innherji. Árið 1945 fer Einar til náms í Verzl- unarskóla íslands og lýkur þaðan prófi eftir tvo vetur. Haustið 1946 flytur hann til Reykjavíkur og ger- ist þegar félagi í Val. Vorið 1947 lék Einar nokkra leiki með m.fl. Vals en fór um sumarið norður á síld, en kom um haustið aftur í m.fl. Svo var frami hans skjótur, undir handleiðslu hins ágæta þjálfara Vals, Joe Devine, að 1948 er hann landsliðsmaður gegn Finnlandi og var þar með leikmaður í fyrsta sigurliði íslands í knatt- spyrnulandsleik. Lék hann v. inn- herja. Landsleikir Einars urðu 9 auk B-landsleikja og fjölda úrvalsleikja, sem leiknir voru á þessum árum. Minnisstæðir leikir. Sigurinn yfir Svíum í Reykjavik 1951 (4:3) er Ríkharður skoraði sín 4 mörk með miklum glæsibrag mun lengi í minnum hafður. En leikurinn við Svía í Kalmar 1954 þegar Svíar ætluðu virkilega að borga fyrir sig, var ekki síður eftirminnilegur fyrir Einar Halldórsson (í hvítri peysu) og Hans Andersen. þátttakendurna, því að Svíar skoruðu sigurmark sitt á síðustu sekúndum leiksins, en úrslitin urðu (3:2). Einar lég í þessum leikjum í vörninni. Finnar fengu líka að kynnast Ein- ari betur 1956, þegar landsliðið ís- lenzka lék á Olympíuleikvanginum í Helsinki við finnska landsliðið í til- efni af 50 ára afmæli finnska íþrótta- sambandsins. Að leik loknum hlaut Einar bikar sem bezti leikmaður síns liðs. Tveir aðrir eftirminnilegir leik- ir fóru fram í Finnlandi í þessari sömu för. Landsleikur í Þrándheimi 1951 við norska landsliðið, (3:1) fyrir Noreg, er eftirminnilegur. Einnig landsleik- ir í Reykjavík við Noreg, Danmörku og U.S.A. Minningin um Færeyjaför Vals 1957 vekur ætíð hlýjar hugsanir í garð vina okkar þar. Ferðin til Bandaríkjanna 1956 og þrír leikir þar m. a. við ísraelsmeist- arana „Maccabi“ frá Tel-Aviv er ógleymanleg. Einar getur um þann skemmtilega leik, er hann og Hreiðar Ársælsson léku, sem lánsmenn með Akraneslið- inu, sem vann danska landsliðið á Melavellinum við gífurleg fagnaðar- læti áhorfenda. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í knattspyrnuferli Einars Hall- dórssonar, því að svo litríkum knatt- spyrnuferil fylgir að sjálfsögðu fjöld- inn allur af eftirminnilegum atvikum innan vallar sem utan. Stjórn og félagslíf. Ekki stóð á Einari að taka að sér erilssöm nefnda- og stjórnarstörf fyr- ir knattspyrnufélagið Val, allt frá hinni frægu „jarðskjálftatombólu" í Skátaheimilinu upp í kappliðsnefnd og síðar í aðalstjórn félagsins í nokk- ur ár. Iieykjavíkurmeistarar 1951. Aftari röð: John Finch þjálfari, Bragi Jónsson, Gunnar Gunnarsson, Sigurður Ólafs- son, Sveinn Helgason, Einar Halldórsson, Hafsteinn Guðmundsson, Ægir Ferdinands- son og Jóhann Eyjólfsson, formaður Vals. — Fremri röð f. v.: Halldór Halldórsson, Sigurhans Hjartarson, Helgi Daníelsson, Guðbrandur Jakobsson og Gunnar Sigurjónsson.

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.