Valsblaðið - 11.05.1973, Side 59
VAL.S B LAÐIÐ
57
Síðasta blaðaviðtal
Frímanns Helgasonar
Viðtal við fyrrverandi formann Vals, Ægi Ferdinandsson, sem
var fararstjóri II. fl. knattspyrnumanna til Noregs sl. sumar.
Þetta viðtal er margra liluta vegna atliyglisvert, en þó er það
atliyglisverðast að einu leyti og það er að þetta er síðasta við-
talið, sein Frímann lieitinn Helgason átti fyrir Valsblaðið.
Á þessum árum fóru allir kapp-
leikir fram á Melavellinum og var
því stutt að skreppa í kaffisopa til
Einars og Sigrúnar á Ljósvallagöt-
unni, eftir leiki.
Þau hjón eiga 4 dætur og 1 son,
Halldór, sem eins og kunnugt er hef-
ur fetað í fótspor föður síns í Val.
Þeir eru margir, sem halda því fram
að piltar utan af landi hafi fengið
meiri reynslu og herzlu í uppeldi en
við höfuðstaðarpiltarnir. Víst er um
það, að þeir eru sprækir „peyjarnir"
úr Vestmannaeyjum, Akranesi, Kefla-
vík og víðar. Ég hef þá skoðun að
fólk úr þessum byggðalögum fylgi
sínum mönnum miklum mun betur
eftir, bæði með því að hvetja þá til
æfinga og mæta dyggilega með þeim
til keppni. Dæmi nú hver sem vill.
Athafnir og störf.
Einar er nú skrifstofustjóri hjá
Björgun h.f.
Þótt knattspyrnan hafi tekið mikið
af frítíma Einars hefur hann alla tíð
síðan hann kom til Reykjavíkur átt
trillubát og róið með handfæri vor
og sumar með félögum sínum á „Sæ-
björgu“ og haft af því gagn og gam-
an. Til gamans má geta þess, að eitt
sinn, er hann átti að leika með úr-
valsliði Reykjavíkur gegn dönsku úr-
valsliði, er hér var statt, var hringt
til hans rétt áður en leikurinn átti
að hefjast og sagt að trillan væri
komin að því að sökkva í höfninni.
Nú voru góð ráð dýr, trillunni varð
að bjarga og Danina varð að vinna,
og voru því höfð snör handtök allt
í réttri röð, trillan ausin og síðan
haldið til leiks við Dani, sem „land-
inn“ sigraði með miklum glæsibrag
og með góðri aðstoð trillukarlsins úr
Val.
Sterk lið og leikmenn.
Einar minnist „Lokomotiv“ hins
rússneska, sem eins af hinum beztu
liðum, er hann mætti á leikvelli, og
eru honum sjálfsagt margir sammála
um það.
Hinn minnist Þórðar Þórðarsonar
af Akranesi sérstaklega sem drengi-
legs og jafnframt harðsnúins mót-
herja, sem honum bar á löngum knatt-
spyrnuferli að hafa nánar gætur á
fremur öðrum mótherjum sökum
stöðu sinnar sem miðvörður bæði í
Reykjavíkurúrvali og í Valsliði. Auð-
vitað lék hann með fjölmörgum stór-
spilurum og mun nafn Alberts Guð-
mundssonar þar að sjálfsögðu bera
hæst.
Einar lauk knattspyrnuferli sínum
árið 1957, kominn vel á fertugsaldur-
inn og var þó þá mikil eftirsjá í hon-
um úr fallegu Valspeysunni, sem allt-
af klæddi hann svo vel.
Var þetta sterkt lið sem Valur
sendi til Brumunddalen?
Ef miðað er við 2. flokk Vals i
langan tíma. var þetta lið miðlungs-
sterkt. Þess ber þó að geta, að liðið
hefði getað verið sterkara, ef allir
hefðu farið, sem það máttu.
Varst þú ánægður með íþrótta-
árangurinn í ferðinni?
Það skal tekið fram, að keppnis-
ferðalag þetta skiptist í tvennt. Ann-
ars vegar endurgjald heimsóknar
Brumunddalen hingað, og hinsvegar
þátttaka í alþjóðlegu móti unglinga
í Osló. Það má segja að íþróttaárang-
ur hafi orðið all góður. Annars er
ekki gott að setja mælistiku á árang-
ur liðsins, því að liðið lék aðeins einn
leik við, það sem segja má eðlilegar
aðstæður, en þá á ég við leikinn við
lið Brumunddalen, sem Valur vann.
Á þeim árstíma sem við vorum í
Noregi, er erfitt fyrir félögin að ná
saman liði sem tilheyrir þessum ald-
ursflokki. Þess vegna urðu tvö félög
að grípa til þess ráðs að nota eldri
meðlimi til að hafa fullt lið. í Oslóar-
keppninni gilti hámarksaldur þátt-
takenda, sem þýddi það, að við gátum
ekki notað 6 af okkar leikmönnum.
Hvernig var félagslega hliðin á
ferðinni: Andinn í hópnum og fram-
koman yfirleitt?
Félagsandinn í hópnum var mjög
góður, enda hafði undirbúningur all-
ur staðið lengi, undir góðri forystu
þeirra þjálfaranna Lárusar Loftssonar
og Guðlaugs Björgvinssonar. Fram-
koma piltanna var ágæt- Kurteisir
og prúðir þegar það átti við, og léttir
og kátir þegar það átti við.
Hvernig voru móttölcurnar?
Móttökurnar voru mjög góðár. Við
fundum það strax þegar á móti okkur
var tekið á flugvellinum, að við vorum
hjartanlega velkomnir, og alla ferð-
ina fundum við það, að reynt var að
gera okkur dvölina eins skemmtilega
og hægt var. Hjá almenningi fund-
um við að það er gott að vera Islend-
ingur í Noregi.
Varst þú var við áhuga hjá Bru-
munddalen að halda þessu samstarfi
áfram?
í viðræðum okkar við forystumenn
Brumunddalen kom fram áhugi
þeira á frekari samskiptum félag-
anna. Þeir virtust ánægðir með sam-
skiptin við Val, og sérstaklega voru
þátttakendur þeirra til æfintýraeyj-
unnar í boði Vals ánægðir.
Ert þú meðmæltur því, að samvinna
milli Vals og Brumundalen haldi á-
fram ?
Ég hef ávallt verið meðmæltur sam-
skiptum við félög annarra þjóða, og
þó sérstaklega Norðurlandaþjóða. Vil
ég í því sambandi benda á ágætt sam-
starf okkar við Lyngby Boldklub í
Danmörku, og ekki sízt þetta sam-
band okkar við Brumunddalen. Ég er
eindreginn stuðningsmaður áfram-
haldandi samvinnu við Brumunddalen
og vona að forystumenn félagsins
taki strax upp þráðinn, um nánari
samvinnu félaganna.
Hvað vildir þú segja meira um
þetta ferðalag?
Skömmu áður en ferðin skyldi
hefjast, var þess farið á leit við mig
að ég tæki að mér fararstjórn ásamt
Elíasi Hergeirssyni. Það er mjög
æskilegt, að fararstjórar taki þátt í
öllum undirbúningi, svo að ég var
heldur tregur til. En þegar ég nú lít
til baka úr huga minninganna, er ég
mjög þakklátur fyrir að hafa fengið
tækifæri til að vera með í þessari
ferð, sem verður mér lengi minnis-
stæð. Ekki sízt fyrir það, hve góð
samvinna var við piltana, og gagn-
kvæmur skilningur á hlutverkum okk-
ar.
Ég álít að slíkt ferðalag sé bæði
gagnlegt fyrir þátttakendur og Val.
Þátttakendur þroskast félagslega,
kynnast erlendri frændþjóð og ekki
sízt bindast Val sterkari böndum.
Valur stækkar starfsemi sína og
gefur félögum sínum kost á skemmti-
legu ferðalagi, kynnir sig á erlendri
grund, og ekki sízt má félagið eiga
von á því að ná betri árangri hér
heima bæði félagslega og íþróttalega.