Valsblaðið - 11.05.1973, Qupperneq 60
58
VALS BLAÐIÐ
Fvímann llvltjuson:
V alsfjölskyldan
Það hefur komið í ljós, að þessi
þáttur okkar er orðinn mjög vinsæll,
og hafa margir látið að því liggja,
að gaman væri að vera þar og eru
margir að sjálfsögðu þess verðugir;
það er því allt af sami vandinn, sem
að ritstjórninni steðjar, að velja rétt,
og hverju sinni vonum við, að það
höfum við gert, og þó vitum við það
aldrei.
Við vonum að með árunum komi
þetta allt til skila og það þó að við
vitum að alltaf eru þessar fjölskyld-
ur að verða til og stækka. Það er þessi
dásamlega, mannlega þróun, sem bet-
ur fer ekkert getur stöðvað, það er
í rauninni lífið sjálft.
Að þessu sinni eru það tvennir
bræður, sem koma fyrst og fremst
við sögu, og svo börn og barnabörn.
Mörg ár eru á milli þessara bræðra,
eða hátt upp í hálf öld. Þeir eldri
komu við sögu milli 1920 og ’30, og
heita Þorsteinn B. Jónsson málara-
meistari og Jón G. S. Jónsson múr-
arameistari. Báðir komust þeir í kynni
við knattspyrnuna í KFUM, og þá
fyrst í Hvat og síðan í Val. Jón var
virkari í knattspyrnunni, og var í þeim
hópi, sem var að þjappazt saman, um
og upp úr 1924, fyrst í þriðja flokki
og síðan í öðrum flokki allt til árs-
ins 1928, þeim sögufræga flokki, sem
lagði til marga þá menn sem sigruðu
svo íslandsmótið 1930. Þó að Jón hafi
hætt knattspyrnu 1928, hefur hann
haldið slíkri tryggð við Val að fátítt
er, og gerir það enn þann dag í dag.
Þorsteinn var ekki eins virkur í
keppni þótt hann æfði framan af, en
hugur hans til Vals hefur verið á
þann veg, að lengra er tæpast hægt
að ganga. Hann hefur líka sýnt að
hann telur ekki eftir handtök með
pensil í hönd í húsakynnum félagsins.
Hann hefur líka verið eggjandi og
hvetjandi sitt. fólk til athafna fyrir
Val. Sonur hans Sigurður æfði í þriðja
flokki og öðrum flokki og erfði frá
föður sínum tryggðina við Val, en
hann varð að hætta í lok ferils síns
í öðrum flokki vegna meiðsla o. fl.
Hinir bræðurnir — tvíburar —• eru
yngri og leika nú í þriðja flokki og
lofa góðu sem framtíðarmenn, enda
hvattir af afanum og afabróður, en
móðir þeirra er dóttir Þorsteins. Því
má skjóta hér inn, að litlu munaði
og má nánast kalla það „slysni“, að
ein af glæsilegustu handknattleiks-
konum íslands var ekki með í „Vals-
fjölskyldunni“ að þessu sinni, en það
var hin snjalla og geðþekka stúlka,
Gerða Jónsdóttir, sem lék með KR,
en hún er dóttir Jóns.
Hér fer svo á eftir það sem fjöl-
skyldan hefur að segja um Val og við-
horf sitt til félagsins:
Þorsteinn B. Jónsson.
Ég er fæddur 1908, og er því orð-
inn 64 ára. Ég byrjaði að sparka
bolta í Hvat í KFUM. Við drengirnir
vorum alltaf að leika okkur með fót-
bolta. Ég var mjög ungur þegar ég
byrjaði, en svo þegar Hvatur hætti
og félögin sameinuðust fylgdist ég
með til Vals. Það var víða æft á auð-
um svæðum, og má þar nefna ösku-
haugana, þar sem Heilsuverndarstöð-
in stendur nú. Það fyrsta sem ég man
um sigur Vals í leik var um 1925, en
þá unnu þeir Víking, og mér er enn
í minni hvað mér fannst þetta stór-
kostlegur sigur. Vera má að ástæðan
til þessarar gleði hafi verið sú, að
Valur var alltaf að tapa á þessum
árum, og það fannst okkur dálítið
ergilegt.
Ég varð aldrei nógu góður til að
lenda í neinu liði, en það breytti engu,
mér fannst alltaf gaman að vera með.
Ég byrjaði kornungur að fylgjast með
Val, sá t. d. Guðbjörn Guðmundsson,
Jón Guðmundsson og það lið, sem
mun hafa verið um 1917—’18.
Einnig fylgdist ég með sigurveg-
urunum 1919 í öðrum flokki.
Mikið var um drengjafélög á þeim
árum og man ég vel eftir félaginu
í Skuggahverfinu eins og það var kall-
að (neðanverð Lindargata) og gengu
margir þaðan í Val.
Ég hafði gaman af að fylgjast með
öðrum flokki á árunum 1925 til ’30,
þá var Valur að verða sigursæll í
þessum flokki; svo kom árið 1930,
það er mér ákaflega minnisstætt. Það
var á takmörkum að ég fengi frí til
að horfa á úrslitaleikinn. Það var þá
verið að æfa stóran fimleikaflokk,
sem sýna átti listir sínar á þjóðhá-
tíðinni á Þingvöllum. Jón Þorsteins-
son stjórnaði æfingunum með sínum
alkunna dugnaði og áhuga, og vildi
nota hvert kvöld sem bezt, en það fór
þó svo að ég fékk leyfið. Úr þeim leik
er mér minnisstæðast þegar síðara
markið kom, þá stóðu leikar jafnir
1:1. Það var nokkuð langt liðið á leik-
inn þegar Jóhannesi Bergsteinssyni
tekst mjög laglega að leika á varnar-
menn og skora. Þetta var stórkostlegt
fannst mér, of stórkostlegt til að geta
verið satt, þó var það staðreynd. En
það var undarlegt hvað mínúturnar
voru lengi að líða, mér fannst sem
þær ætluðu aldrei að líða, hver og ein
var heil eilífð. Loksins lauk þó leikn-
um með dásamlegasta sigri, sem ég
hef horft á! En síðustu mínúturnar
voru ægileg martröð.
Fyrir okkur Vals-áhugamenn voru
mörg næstu árin skemmtileg, liðið
var sigursælt, þó innan um kæmu
svartir blettir.
Einu sinni man ég, að við vorum
ergilegir, Valur var að leika gegn KR,
og í tvö skipti vill svo til að boltinn
fer í stöng og Hermann nær boltan-
um á niðurleið, en dómarinn, sem
stóð úti á miðjum velli, dæmdi mark.
Þetta atvik er mér ógleymanlegt.
Tveir skemmtilegustu leikir, sem
ég hef séð Val leika, eru við erlend
lið. Sá fyrri var leikur Vals við þýzkt
úrval sem hingað kom árið 1938, ef
ég man rétt; en jafntefli varð 1:1,
en þetta þýzka lið var ákaflega sterkt.
Það var skemmtilegur leikur og vel
leikinn.
Hinn leikurinn fór svo fram 30 ár-
um síðar, en það var leikur Vals við
Benfica frá Portúgal og þá varð einn-
ig jafntefli.
Annars horfi ég á flesta leiki Vals
og hef gert frá upphafi, eða síðan ég
gekk í félagið.
Ég horfi einnig nokkuð mikið á
handknattleik og hef gaman af hon-
um. Ég man þegar þið voruð að byrja
í handboltanum og keppt var í húsi
Jóns Þorsteinssonar, og ykkur tókst
að sigra í þrem fyrstu mótunum í röð.
Hafðir þú áhrif á það, að börn þín
iðkuðu íþróttir?
Ég hafði mestan áhuga á að koma
þeim í val, Guðmundur lék nú eitt-
hvað með yngstu flokkunum, en hann
hætti fljótt og tók að iðka körfu-
knattleik. (Því má skjóta hér inn að
Guðmundur Þorsteinsson var einn
bezti körfuknattleiksmaður sem við
höfum átt). Nú Sigurður lék með
yngri flokkunum, en varð fyrir
meiðslum í 2. fl. og hætti þá.
Sem ættfaðir og Valsmaður, hvað
vildir þú segja svona að lokum?
Það er fyrst og fremst að gefast
aldrei upp, og svo má ekki alltaf
segja við piltana, ef ekki gengur allt
að óskum: Þið getið ekki neitt. Það
á að leita að göllunum, laga þá og
örfa drengina.
Svo er það annað, sem ég vil benda
á. Á árunum milli 1930 og 1940, að
þá kom það oft fyrir að Valur gat
unnið leiki, þó að manni fyndist liðið
ekki sterkt. Það er þetta sem mér
finnst vanta í dag, það er eins og
drengina vanti vilja til að leggja hart
að sér.