Valsblaðið - 11.05.1973, Síða 61
VALS BLAÐIÐ
59
Valsfjölskyldan. — Aftari röð frá vinstri: Jón G. S. Jónsson, Sigurður Þorsteinsson,
Þorsteinn B. Jónsson. — Fremri röð: Ólafur Runólfsson, Magnea Þorsteinsdóttir,
Þorsteinn Runólfsson.
Að lokum vona ég svo að framtíð
Vals verði björt og maður eigi eftir
að sjá meistaraflokk á toppnum og
það sem oftast.
Jón G. S. Jónsson.
Ég er fæddur árið 1909, og ætli
það sé ekki svona 55 ár síðan ég byrj-
aði að æfa í Hvat, en Valur og Hvat-
ur fylgdust að, það var nær alveg
það sama, þetta voru hópar í kring-
um séra Friðrik Friðriksson. Maður
fylgdist með öllu sem gerðist innan
Vals og ég man vel sigur annars
flokks 1919. Maður dáði þessa menn
meðan þeir voru og kepptu. Svo þeg-
ar ég var 12 eða 13 ára komst ég í
þriðja flokk og keppti í þeim flokki
meðan aldur leyfði. Á þessum árum
gekk þetta heldur erfiðlega í þriðja
flokki. Alltaf var reynt að gera sitt
bezta, en það náðist aldrei sá árang-
ur sem dygði til sigurs í leik.
Aftur á móti, þegar við komum upp
í annan flokk varð árangurinn mun
betri. Ég man alltaf eftir leik í öðr-
um flokki 1925, en þá kom ég inn í
kapplið flokksins. Það skeði þannig,
að breytt er um menn í liði Vals, en
gengið hafði illa í leiknum á undan.
Markmaðurinn er tekinn út af, en
annar bakvörðurinn settur í markið,
og ég held að það hafi verið Þorsteinn
Jónsson. Þá er ég settur inn á við
hliðina á Ólafi Sigurðssyni.
Þetta er dálítið eftirminnilegur
leikur, verulegur jafnteflisleikur við
KR, og komu þeir oft fyrir. Ég minn-
ist t. d. eins leiks, sem við lékum
á sunnudegi, að það var komið held-
ur tæpt fyrir okkur, að við mundum
nú tapa. Þá skeður sá einkennilegi
hlutur að Steingrímur Jónatansson,
sem lék hægri framvörð, tekur bolt-
ann við vítateig okkar og einleikur
fram allan völlinn og leikur á KR-
ingana og kemst upp að vítateig
þeirra, þar missir hann aðeins af bolt-
anum en nær honum aftur og skorar
og það varð jafntefli. Nú varð að fram-
lengja og enn varð jafntefli og engin
úrslit fengust. Þá var það, að við
vorum kallaðir út um hádegi á sunnu-
degi, og þá átti að leika þangað til
annar hvor sigraði. En það varð ekki
fyrr en klukkan nærri þrjú að úrslit
fengust og vorum það við sem skor-
uðum! Annað er mér sérstaklega
minnisstætt frá þessum degi. Axel
Gunnarsson bauð okkur í dýrindis-
veizlu heima hjá systur sinni á eftir.
Þetta var á þeim tíma mikill við-
burður.
Svona veizla var óþekkt á þeim
árum og sýnir að sigurinn var kær-
kominn. Síðari árin sem ég var í öðr-
um flokki, sem var til 1928, minnist
ég ekki að við höfum tapað leik.
Ég hætti sem sagt 1928, og ég man
nú ekki að það væri af neinu sérstöku,
að vísu fór ég einmitt þá að leggja
stund á sundknattleik í Armanm og
keppti þar um skeið. Þess má ef til
vill geta, að ég æfði mikið undir hóp-
sýninguna á Þingvöllum 1930, og var
gaman að taka þátt í henni.
Hvað er þér minnisstæðast sem
áhorfandi?
Það var nú svo, um langt skeið
eftir að maður hætti, að það fór eng-
inn leikur fram hjá manni, sama í
hvaða flokki var.
Allmörg síðari árin, eftir að annir
lífsins fóru að ná tökum á manni,
hefur áhuginn heldur minnkað, en
það er æði ríkt í manni enn að fylgj-
ast með gangi Vals. Og það gleður
mig, að mér finnst sem miklu oftar
sé um góðar fréttir að ræða.
Af viðburðum á vellinum ber sig-
urinn 1930 lang hæst, hann er mér
alltaf ógleymanlegur. Mér er líka
minnisstætt hvað markmenn okkar
hafa oft varið vel markið, og minnist
ég þar fyrst Jóns heitins Kristbjörns-
sonar, og sama var þegar Hermann
Hermannsson kom til sögunnar.
Þú spyrð um mína niðja, og hvort
þeir séu í Val, dóttir mín lék um langt
skeið með KR, í meistaraflokki, og
var þar mjög sterk, og hún lék líka
með landsliðinu um árabil. Hún heitir
Gerða Jónsdóttir og kannast þú vafa-
laust við hana. Það má segja, að hún
hafi farið fyrir mín orð í Val fyrst,
en henni fannst hún sett til hliðar
þar, fékk ekki að vera með, svo að
hún fór yfir í KR, og var hún ekki
nema 15 ára þegar hún var valin í
aðalliðið þar. Við þetta réði ég ekki
því miður.
Að lokum vildi ég óska þess, að
Val heppnaðist að fá góða þjálfara
í öllum greinum, sem tækist að byggja
liðin vel upp þannig að góður árang-
ur næðist á komandi árum.
Sigurður Þorsteinsson.
Ég er orðinn 37 ára gamall og byrj-
aði að mig minnir 10 ára að sparka
bolta hjá Val og fljótlega upp úr því
fór ég að keppa og keppti svo áfram
í þriðja og öðrum flokki. í þriðja
flokki valdist saman mjög sterkt lið.
Við vorum heppnir, því að við unnum
flesta leikina í þriðja flokki á meðan
við lékum þar. í þessum flokki voru
margir ágætir og efnilegir leikmenn,
og má þar nefna: Helga Daníelsson
og Árna Njálsson, sem mjög hafa
komiö við sögu félagsins.
Þetta hélt áfram í öðrum flokki
og ég man, að árin sem við vorum
að undirbúa Þýzkalandsferðina 1954,
unnum við öll mót, sem við tókum
þátt í. Sú ferð var mjög skemmtileg
og við vorum sigursælir þar.
Eftir að annars flokks aldrinum
lauk iðkaði ég lítið knattspyrnu, aðal-
lega vegna mikillar vinnu og við bætt-
ist svo, að síðasta árið mitt í öðrum
flokki meiddist ég á fæti, en þau
meiðsli vildu ekki batna, svo að það
var ekki um annað að gera en að